Innlent

ASÍ óánægt með fjárlagafrumvarpið

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með þá efnahags-, atvinnu- og félagsmálastefnu sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórarinnar. Í ályktun stjórnar ASÍ segir að á grundvelli eigin fjárlagafrumvarps spái fjármálaráðuneytið um fjögurra prósenta verðbólgu næstu árin, miklu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, áframhaldandi háum vöxtum og sterku gengi, með tilheyrandi vandræðum fyrir útflutnings- os samkeppnisatvinnuvegina. Þetta gerist þrátt fyrir að ASÍ, Seðlabankinn og fleiri aðilar hafi kallað eftir ábyrgri efnahagsstefnu og meiri festu í ríkisfjármálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×