Innlent

Sameining felld í Eyjafirði

Sameining sveitarfélaga í Eyjafirði var felld á Akureyri á laugardaginn. Ef af sameiningu hefði orðið hefði nýtt sveitarfélaga verið með rúmlega 23 þúsund íbúa. Athygli vakti að íbúar Grýtubakkahrepps voru nokkuð afdráttarlausir í sinni skoðun. Íbúar í þessum hreppi eru 393 og var kosningaþátttaka nokkuð góð eða 82 prósent. 202 eða 99 prósent þeirra sögðu nei við sameiningu en aðeins eitt prósent sagði já eða tveir. „Gárungarnir segja að það sé verið að senda út björgunarsveitir til að leita að þeim," sagði Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, og hló. Hún sagði að íbúar Grýtubakkahrepps hefðu verið mjög afdráttarlausir í sinni skoðun og sameining hefði aldrei komið til greina. „Við erum mjög ánægð með þá þjónustu sem við bjóðum upp á og þar að auki hefðu aflaheimildir, sem við höfum nýtt til atvinnuuppbyggingar hjá okkur, glatast úr hreppnum," sagði hún. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×