Innlent

Þúsund fundir á Akranesi

MYND/Stöð 2
Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Akraness verður í dag klukkan fimm og verður hann með hátíðarbrag þar sem stefnt er að því að samþykkja þrjár tillögur. Í fyrsta lagi verður samþykkt tillaga um uppbyggingu íþróttamannvirkja og yfirbyggða sundlaug á Jaðarsbökkum. Í öðru lagi verður samþykkt tillaga um yfirtöku á svæðinu Klapparholti en þar hefur átt sér stað gróðursetning og uppgræðsla og í þriðja og síðasta lagi verður samþykkt fjölskyldustefna fyrir Akraneskaupstað. Bæjarstjóraskipti eru fyrirhuguð í bæjarfélaginu um næstu mánaðamót, en þá stendur Gísli Gíslason upp úr bæjarstjórastólnum eftir átján ára setu og flytur sig í starf hafnarstjóra Faxaflóahafna. Við bæjarstjórastarfinu tekur Guðmundur Páll Jónsson sem setið hefur í bæjarstjórn frá árinu 1994.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×