Innlent

Schröder ekki í nýrri ríkisstjórn

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, gaf í skyn í dag að hann yrði ekki hluti af nýrri ríkisstjórn landsins. Í gær var greint frá því að Angela Merkel, formaður kristilegra demókrata, yrði næsti kanslari Þýskalands. Schröder sagði í ávarpi sem hann hélt á meðal verkamanna í Berlín í dag að það yrði að koma í ljós hvort samsteypustjórn Jafnaðarmannaflokksins, sem hann er í forsvari fyrir, og kristilegra demókrata gangi upp. „Ég mun í það minnsta vinna að því svo verði. Þannig skil ég ... hlutverk þeirra sem ekki munu verða hluti af hinni nýju stjórn," sagði Schröder.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×