Innlent

Vill ekki einkavæðingu

Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að flokkur sinn hljóti að berjast með oddi og egg gegn einkavæðingu Landsvirkjunar. Tilefnið að skrifum Árna Þórs á heimasíðu sína, er sú umræða sem varð um einkavæðingu fyrirtækisins á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Árni Þór rekur að fyrir ári hafi framsóknarmaðurinn Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagt að til greina kæmi að hlutafélagavæða Landsvirkjun svo hægt yrði að selja hana að hluta eða öllu leitiog nú bætist það við að Lansfundur Sjálfsætðismanna vilji gera það. Árni þór segir þetta sýna að einkavæðingarvofan gangi ljósum logum í herbúðum ríkissjórnarflokkanna og nú þurfi að kveða niður þann draug. Heimasíða Árna Þórs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×