Innlent

Hætt í Seðlabankaráði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar hefur óskað eftir því að verða leyst undan setu í bankaráði Seðlabankans. Hún hefur ritað forseta Alþingis bréf þessa efnis sem lagt verður fyrir á fundi Alþingis í dag. Ingibjörg kveðst hafa tilkynnt bankaráði ákvörðun sína á fundi fyrir viku. „Ég vil standa vörð um sjálfstæði bankans og trúverðugleika og vil ekki að hann dragist að óþörfu inn í pólitíska umræðu," segir Ingibjörg Sólrún.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×