Innlent

Mótmæla styttingu á stúdentsprófi

Kennarar við fimm menntaskóla, sem allir kenna eftir bekkjarkerfum, ætla að leggja niður störf í klukkutíma í dag til að mótmæla áformum ríkisins um að stytta nám á framhaldsskólastigi.

Skólarnir eru Verzlunarskóli Íslands, Kvennaskólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn á Akureyri. Kennararnir telja styttingu náms fela óhjákvæmilega með sér skerðingu á námsefni og þar með þekkingu og færni nemenda. Það bitni síðan á nemendum þegar þeir koma inn í Háskóla, bæði innlendis og erlendis.

Samkvæmt Kolbrúnu Elfu Sigurðardóttur, talsmanni kennara, ætla kennarar skólanna að leggja niður störf í klukkutíma í dag og ganga niður að Alþingishúsi klukkan kortér yfir eitt. Þar munu þeir afhenda forseta Alþingis áskorun ásamt undirskriftalista. Með þessu vilja þeir vekja athygli á vanköntum þeim sem fylgja styttingu framhaldsskólanna og ásamt því að vekja athygli foreldra á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×