Innlent

Samkeppniseftirlitið skoði lyfjamarkaðinn

Segir mikilvægt að hafið sé yfir hafa að samkeppni ríki milli Lyfju og Lyfja og heilsu.
Segir mikilvægt að hafið sé yfir hafa að samkeppni ríki milli Lyfju og Lyfja og heilsu. MYND/E.ÓL

Það að tvö fyrirtæki stjórni 85% prósentum af smásölumarkaði lyfja og vísbendingar hafa komið fram um ólögmæta skiptingu á markaðnum gefur ástæðu til að hvetja Samkeppniseftirlitið til að hefja skoðun á þessu segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni.

Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort um ólögmæta skiptingu markaðar eða ótrúlega tilviljun sé að ræða en það þurfi að vera hafið yfir allan vafa að virk samkeppni ríki á lyfjamarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×