Innlent

Lítt kristilegt hugarfar Þjóðkirkjunnar

Frá Gay Pride göngunni í Reykjavík.
Frá Gay Pride göngunni í Reykjavík.

Það ber ekki vott um kristilegt hugarfar kirkjunnar manna að Þjóðkirkjan sé ekki reiðubúin að gefa saman samkynhneigð pör segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni.

Hún segir þjóðkirkjuna draga lappirnar þrátt fyrir að stjornvöld hafi ákveðið að bæta réttarstöðu samkynhneigða og þannig náðst langþráður áfangi um að allir verið jafnir fyrir lögum. Ásta vill að Þjóðkirkjan leyfi þeim prestum sem treysta sér til þess að gefa saman samkynhneigð pör en láti ekki einhverja afturhaldsseggi ráða ferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×