Tólf spor í rétta átt Björn Ingi Hrafnsson skrifar 3. desember 2008 00:01 Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í gær tillögur vinnuhóps ráðherra, þingmanna og framkvæmdastjóra flokkanna sem starfað hefur að undanförnu og var ætlað að mæta vanda fyrirtækjanna í landinu í ljósi þeirra þrenginga sem þjóðin gengur nú í gegnum. Eru tillögurnar í tólf liðum og með þeim er að nokkru leyti brugðist við ákalli um bráðaráðstafanir til að afstýra gjaldþroti fjölmargra fyrirtækja með tilheyrandi aukningu á atvinnuleysi. Að því leytinu til má segja að tillögurnar tólf séu spor í rétta átt. Þannig er skynsamlegt að gera bankaráðum nýju ríkisbankanna að setja sér skýrar viðmiðunarreglur um fyrirgreiðslu við fyrirtæki til að vernda störf og stuðla að „áframhaldandi starfsemi lífvænlegra fyrirtækja", eins og það er orðað. Mikil umræða hefur einmitt verið um það hverjir fái lengingu lána, niðurfærslu skulda, breytingar lána í eigið fé og sameiningar fyrirtækja og mjög kallað eftir gegnsæi að þessu leyti þar sem oft er um gífurlega hagsmuni að ræða. Í því ljósi er jafnframt skynsamlegt að stofna sérstök eignaumsýslufélög, eða eignarhaldsfélög, sem hafi umsjón með og fari með eignarhluti bankanna í þeim fyrirtækjum, þar sem ákveðið hefur verið að breyta skuldum í eigið fé. Þá er jákvætt skref að stofna til endurreisnarsjóðs með þátttöku lífeyrissjóða, banka og innlendra og erlendra fjárfesta og skynsamlegt að rýmka heimildir lífeyrissjóða til þátttöku í slíku starfi, því ekki mun af veita. Sérstakt fagnaðarefni er að ríkisstjórnin skuli lýsa yfir vilja til að greiða fyrir uppgjöri við erlenda kröfuhafa með því að bjóða þeim hlutafé í nýju bönkunum. Það er í fyrsta lagi nauðsynleg aðgerð til að koma í veg fyrir málaferli og skaðabótakröfur og í öðru lagi skynsamleg leið til að liðka fyrir endurfjármögnun erlendis, auka samkeppni og tryggja að nýju þróttmikla fjármálastarfsemi í efnahagsumhverfi sem mun óhjákvæmlega litast mjög af ægivaldi ríkisins á mörgum sviðum. Fleiri atriði mætti nefna. Athygli vekur að fyrirtækjum verði gert kleift að gera ársreikninga sína upp í erlendri mynt afturvirkt frá 1. janúar 2008. Vekur það spurningar um hvort synjun á beiðni Kaupþings þar að lútandi á sínum tíma hafi verið málefnaleg af hálfu stjórnvalda og hvaða afleiðingar hún hafi haft á það sem síðar varð. Gott er að ákvæðum hlutafélagalaga, skattalaga og fleiri laga verði breytt í því skyni að auðvelda stjórnendum fyrirtækja að komast í gegnum tímabundna erfiðleika og nauðsynlegt að fara nú þegar yfir nýsettar reglur um gjaldeyrishömlur og viðurkenna þau mistök sem gerð voru og takmarka neikvæð hliðaráhrif eins og kostur er. Hvort sporin tólf duga til að bjarga íslensku atvinnulífi er auðvelt að draga í efa. Víst er á hinn bóginn að breytingarnar eru allar til bóta. Undirstöðurnar þarf þó að treysta, eigi að felast einhver skynsemi í því að reisa húsið á nýjan leik. Dæmisagan kenndi okkur að fátt er til farsældar að reisa á sandi. Til framtíðar þarf öflugri og stöðugri gjaldmiðil í hlutverk undirstöðunnar, eigi viðspyrnan að lukkast og endurreisnin að hefjast. Hvort evran eða dollar verður okkar klettur, getur tíminn einn leitt í ljós. En víst er að krónan nær aldrei aftur slíkum styrkleika hafi hann þá einhvern tíma verið til staðar.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun