Sáttmáli um fullveldi og sjálfstæði Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 24. nóvember 2010 13:00 Fólkið í landinu vill að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu en samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 skal stjórnlagaþing sérstaklega taka m.a. til umfjöllunar ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Ég hef áður viðrað þá skoðun mína um kosningar og kjördæmaskipan og hef þá skoðun að tryggja þurfi landsbyggðinni áfram rödd í stjórnsýslu landsins sem og á alþingi, þó stuðlað verði að persónukjöri og jafnvel þó landið verði eitt kjördæmi. Fram kemur á vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis að nauðsynlegt er talið að efla sveitarstjórnarstigið. Fleiri verkefni sem á síðustu árum hafa verið færð sveitarfélögum og frekari verkefnaflutningur krefst stærri og öflugri rekstrareininga. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að færa skuli ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða og fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Ég held að þetta skipti gríðarlegu máli þegar ég held því fram að tryggja eigi landshlutum og þar með sveitarstjórnum á hverjum stað rödd á alþingi. Í þessu sambandi má benda á þá ótvíræðu lagaskyldu sem lögð er á ráðherra sveitastjórnarmála en í 88. grein sveitarstjórnarlaganna segir: „Ráðuneytið skal vinna að stækkun sveitarfélaga með samruna fámennra sveitarfélaga í stærri og öflugri heildir. Skal ráðuneytið vinna að þessu í samráði við einstök sveitarfélög, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga." Nú er það þannig að verði landið eitt kjördæmi er hætt við því að hagsmunaaðilar muni reyna að hafa áhrif á einstaka þingmenn og eins og þróunin hefur verið á undanförnum misserum er ekki víst að sveitarfélög landsins hafi bolmagn til þess að beita sér með þeim hætti sem aðrir hagsmunaaðilar óhjákvæmilega geta. Ég vil því stíga varlega til jarðar hvað varðar að landið verði eitt kjördæmi - landshlutarnir/sveitarfélögin þar undir á landinu öllu verða að geta átt sér málsvara til þess að geta mætt skyldum sínum til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Fólkið í landinu vill að stjórnarskráin sé sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og sé skrifuð fyrir fólkið í landinu en samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 skal stjórnlagaþing sérstaklega taka m.a. til umfjöllunar ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. Ég hef áður viðrað þá skoðun mína um kosningar og kjördæmaskipan og hef þá skoðun að tryggja þurfi landsbyggðinni áfram rödd í stjórnsýslu landsins sem og á alþingi, þó stuðlað verði að persónukjöri og jafnvel þó landið verði eitt kjördæmi. Fram kemur á vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis að nauðsynlegt er talið að efla sveitarstjórnarstigið. Fleiri verkefni sem á síðustu árum hafa verið færð sveitarfélögum og frekari verkefnaflutningur krefst stærri og öflugri rekstrareininga. Ríkisstjórnin hefur markað þá stefnu að færa skuli ábyrgð á lögbundinni þjónustu við aldraða og fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Ég held að þetta skipti gríðarlegu máli þegar ég held því fram að tryggja eigi landshlutum og þar með sveitarstjórnum á hverjum stað rödd á alþingi. Í þessu sambandi má benda á þá ótvíræðu lagaskyldu sem lögð er á ráðherra sveitastjórnarmála en í 88. grein sveitarstjórnarlaganna segir: „Ráðuneytið skal vinna að stækkun sveitarfélaga með samruna fámennra sveitarfélaga í stærri og öflugri heildir. Skal ráðuneytið vinna að þessu í samráði við einstök sveitarfélög, Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga." Nú er það þannig að verði landið eitt kjördæmi er hætt við því að hagsmunaaðilar muni reyna að hafa áhrif á einstaka þingmenn og eins og þróunin hefur verið á undanförnum misserum er ekki víst að sveitarfélög landsins hafi bolmagn til þess að beita sér með þeim hætti sem aðrir hagsmunaaðilar óhjákvæmilega geta. Ég vil því stíga varlega til jarðar hvað varðar að landið verði eitt kjördæmi - landshlutarnir/sveitarfélögin þar undir á landinu öllu verða að geta átt sér málsvara til þess að geta mætt skyldum sínum til framtíðar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar