Enski boltinn

City ætlar ekki að flýta sér að selja Tevez

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tevez er um þessar mundir í Argentínu að keppa í Suður-Ameríku keppninni.
Tevez er um þessar mundir í Argentínu að keppa í Suður-Ameríku keppninni. Nordic Photos/AFP
Forráðamenn Manchester City segjast ekki þurfa að flýta sér að selja Carlos Tevez. Argentínumaðurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að fara frá félaginu.

Carlos er á samningi hjá City í þrjú ár til viðbótar og það hafa engin tilboð borist í hann, sagði talsmaður Manchester City.

Talið er að City vilji fá 40 milljónir punda fyrir leikmanninn eða sem svarar rúmum sex og hálfum milljarði íslenskra króna. Vasar eigenda City eru digrir og þrátt fyrir að Tevez sé með 200 þúsund pund í vikulaun liggur þeim ekkert á að selja hann.

Stutt er síðan Roberto Mancini framkvæmdarstjóri City lýsti því yfir að Tevez yrði áfram frá félaginu eftir að slitnað hafði upp úr samingsviðræðum við Inter á Ítalíu. Allt útlit var fyrir að City og Inter myndu skiptast á Tevez og Samuel Eto'o.

Yfirmaður íþróttamála hjá Inter, Marco Branca sagði laun Tevez vera þess valdandi að félagið hafi ekki efni á Tevez.

„Hann er frábær leikmaður, frábær karakter en nei. Laun hans eru út úr myndinni. Markaðurinn er klikkaður í augnablikinu og baráttan er erfið," sagði Branca við BBC fréttastofuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×