Viljum halda áfram að gefa út fræðibækur á íslensku Linda Blöndal skrifar 14. september 2014 19:30 Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Tillagan í fjárlagafrumvarpinu að virðisaukaskattur á bækur hækki úr 7 prósentum í 12 prósent hefur verið gagnrýnd. Hækkunin mun eiga við fagur- og fræðibókmenntir og allar kennslubækur. Innan Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, eru um 600 félagar, mest fræðimenn. Fræðibókaútgáfa er mun dýrari í útgáfu en skáldsögur.Pólitísk spurningHve mikið hægt er að gefa út af fræðibókum á íslensku er pólitísk spurning segir Jón Yngvi Jóhannsson, formaður Hagþenkis og ætti ekki að vera svarað í fjármálaráðuneytinu. Jón Yngvi sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að allt sem geri útgáfu fræði- og námsbóka erfiðari geri það að verkum að það erfiðara verði að halda úti fræði- og kennslubókaútgáfu á íslensku flestum eða öllum sviðum. Hættum að hugsa fræðigreinar á íslensku „Það sem við óttumst er að smám saman fari að tálgast utan af því, sérstök svið hverfi og við hættum að hugsa um þau á íslensku,“ sagði Jón Yngi. „Þetta er líka málpólitík. Við viljum geta gefið út kennslubækur fyrir framhaldsskóla og háskóla. Við viljum geta gefið út bækurnar í skólunum á íslensku fyrir námsmenn á sem flestum sviðum svo auka og viðhalda megi þekkingu á móðurmálinu.“ Námsgagnastofnun gefur hins vegar út langmest af kennsluefni grunnskóla. Betra læsi í Hvítbók Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sett tvö meginmarkmið til að ná fram umbótum í menntamálum í Hvítbók sinni sem hann hefur kynnt um landið. Annað aðalmarkmiðanna er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri en hlutfallið er 79 prósent nú. Gagnrýnt er að yfirvofandi skattahækkun muni hafa áhrif á útbreiðslu bóka og læsi. Það vakti athygli að Illugi sagði á Alþingi síðastliðinn föstudag að skoða mætti mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar skattlagningar.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira