Alþjóðleg fjármálalæsisvika 9.-17.mars 2015 Breki Karlsson skrifar 9. mars 2015 08:00 Mikilvægi fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en nú. Á degi hverjum tökum við ákvarðanir sem móta efnahagslega framtíð okkar sem einstaklinga, fjölskyldna og þjóða. Með því að vera fjármálalæs erum við betur í stakk búin til að taka stjórna okkar eigin fjármálum og getum jafnframt veitt kjörnum fulltrúum aðhald til að taka upplýstar ákvarðanir fyrir okkar hönd. Þannig er fjármálalæsi nátengt lýðræðinu. Okkur Íslendinga virðist skorta yfirsýn yfir fjármálin. Til dæmis heldur innan við fimmtungur Íslendinga heimilisbókhald eða gerir áætlanir í fjármálum. Ákvarðanir í fjármálum byggja í reynd ekki á neinum sérstökum gáfum eða þekkingu. Það þarf ekki að undirgangast próf til að kaupa bíl, þó það þurfi til að aka honum. Og flest okkar verða ekki fjármálalæs á bók, heldur á eigin skinni, en reynslan getur verið ansi dýrt nám. Fjármál eru í eðli sínu einföld, en samt flókin. Þetta er þversögn sem á rætur að rekja til þess að upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum eiga sér stoðir í, ekki bara einni, heldur mörgum fræðigreinum. Undirstaðan er meðal annars sótt í stærðfræði, sögu, stjórnmál og heimspeki. Fjármálalæsismenntun einskorðast ekki við að kenna fólki á kerfið, þ.e.a.s. að ala upp „fjármálaneytendur“. Áherslan er ekki síður á uppfræðslu um réttindi og skyldur, lýðræði, ákvarðanatöku, nýsköpun og gagnrýna hugsun. Þannig verður komandi kynslóð betur í stakk búin til að taka ákvarðanir – hún verður fjármálalæs. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan 2015 er uppskeruhátíð sem haldin er í yfir hundrað löndum. Markmiðið að vekja yngri kynslóðir til vitundar um eigin fjármál og hvernig þær geta haft áhrif á efnahagslega velferð til lengri og skemmri tíma. Í annarri viku marsmánaðar ár hvert tekur ungt fólk um heim allan þátt í ýmsum verkefnum er snúa að fræðslu og umræðu um fjármál á breiðum grunni. Fjármálalæsisvikan snýst um að tengja saman börn, ungmenni, foreldra, stofnanir, fyrirtæki og samfélagið allt og efna til vitundarvakningar um fjármál til þess að ungt fólk fái tól og tæki til að móta eigin framtíð. Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi þessa viku, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Um heim allan verða alls kyns uppákomur til vitundarvakningar um hvernig peningar virka, þar með talið sparnaður, tekjuöflun, atvinnutækifæri og nýsköpun. Á Íslandi er það Stofnun um fjármálalæsi sem stendur að vikunni ásamt Fjármálaeftirlitinu, Fjármálaráðuneytinu, Kauphöllinnni, Meniga, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Viðskiptaráði, Arion banka, RÚV, Neytendastofu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Margþætt aðkoma hagsmunaaðila frá opinbera geiranum og einkageiranum þar sem allir hafa ólíka aðkomu og framlag gefur fyrirheit um að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Saman endurmótum við viðhorf okkar til fjármála og stuðlum að því að komandi kynslóðir fái í veganesti tæki og tól til að taka skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Upplýsingar um Alþjóðlega fjármálalæsisviku má finna á vefnum www.fml.is og á fésbók /fjarmalavika. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi fjármálalæsis hefur líklega aldrei verið meira en nú. Á degi hverjum tökum við ákvarðanir sem móta efnahagslega framtíð okkar sem einstaklinga, fjölskyldna og þjóða. Með því að vera fjármálalæs erum við betur í stakk búin til að taka stjórna okkar eigin fjármálum og getum jafnframt veitt kjörnum fulltrúum aðhald til að taka upplýstar ákvarðanir fyrir okkar hönd. Þannig er fjármálalæsi nátengt lýðræðinu. Okkur Íslendinga virðist skorta yfirsýn yfir fjármálin. Til dæmis heldur innan við fimmtungur Íslendinga heimilisbókhald eða gerir áætlanir í fjármálum. Ákvarðanir í fjármálum byggja í reynd ekki á neinum sérstökum gáfum eða þekkingu. Það þarf ekki að undirgangast próf til að kaupa bíl, þó það þurfi til að aka honum. Og flest okkar verða ekki fjármálalæs á bók, heldur á eigin skinni, en reynslan getur verið ansi dýrt nám. Fjármál eru í eðli sínu einföld, en samt flókin. Þetta er þversögn sem á rætur að rekja til þess að upplýstar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum eiga sér stoðir í, ekki bara einni, heldur mörgum fræðigreinum. Undirstaðan er meðal annars sótt í stærðfræði, sögu, stjórnmál og heimspeki. Fjármálalæsismenntun einskorðast ekki við að kenna fólki á kerfið, þ.e.a.s. að ala upp „fjármálaneytendur“. Áherslan er ekki síður á uppfræðslu um réttindi og skyldur, lýðræði, ákvarðanatöku, nýsköpun og gagnrýna hugsun. Þannig verður komandi kynslóð betur í stakk búin til að taka ákvarðanir – hún verður fjármálalæs. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan 2015 er uppskeruhátíð sem haldin er í yfir hundrað löndum. Markmiðið að vekja yngri kynslóðir til vitundar um eigin fjármál og hvernig þær geta haft áhrif á efnahagslega velferð til lengri og skemmri tíma. Í annarri viku marsmánaðar ár hvert tekur ungt fólk um heim allan þátt í ýmsum verkefnum er snúa að fræðslu og umræðu um fjármál á breiðum grunni. Fjármálalæsisvikan snýst um að tengja saman börn, ungmenni, foreldra, stofnanir, fyrirtæki og samfélagið allt og efna til vitundarvakningar um fjármál til þess að ungt fólk fái tól og tæki til að móta eigin framtíð. Fjölbreytt dagskrá verður hér á landi þessa viku, allt frá kennslu í grunnskólum, til örráðstefnu og opins húss í Seðlabankanum. Alþjóðlega fjármálalæsisvikan er haldin að frumkvæði samtakanna Child and Youth Finance International. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og í annað sinn sem Ísland tekur þátt. Um heim allan verða alls kyns uppákomur til vitundarvakningar um hvernig peningar virka, þar með talið sparnaður, tekjuöflun, atvinnutækifæri og nýsköpun. Á Íslandi er það Stofnun um fjármálalæsi sem stendur að vikunni ásamt Fjármálaeftirlitinu, Fjármálaráðuneytinu, Kauphöllinnni, Meniga, Seðlabanka Íslands, Umboðsmanni skuldara, Viðskiptaráði, Arion banka, RÚV, Neytendastofu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Margþætt aðkoma hagsmunaaðila frá opinbera geiranum og einkageiranum þar sem allir hafa ólíka aðkomu og framlag gefur fyrirheit um að ekki sé tjaldað til einnar nætur. Saman endurmótum við viðhorf okkar til fjármála og stuðlum að því að komandi kynslóðir fái í veganesti tæki og tól til að taka skynsamar og meðvitaðar ákvarðanir í fjármálum. Upplýsingar um Alþjóðlega fjármálalæsisviku má finna á vefnum www.fml.is og á fésbók /fjarmalavika. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun