Þarf að verðlauna jafnrétti? Soffía Sigurgeirsdóttir skrifar 27. maí 2015 00:00 Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fullkomnum heimi þá væri það óþarfi, en því miður virðist það vera nauðsynlegt. Þrátt fyrir að tróna á toppi helstu jafnréttislista heims þá eigum við Íslendingar langt í land. Óskýrður launamunur á milli kynja er 7,8% fyrir vinnumarkaðinn í heild sinni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði sem unnin var af „Aðgerðarhópi stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins“ um launajafnrétti. Samkvæmt heimildum Hagstofunnar eru einungis 21,4% kvenna í stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækja og hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja 21,9%. Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 starfsmenn hefur haldist nær óbreytt síðustu ár en hlutfall kvenna? fer hækkandi í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri, nú 45,5%, sem er mikil breyting frá árinu 2013 þegar hlutfallið var 31% og enn meiri breyting frá árinu 2007, þegar konur voru einungis 12,7% stjórnenda. Þetta mikla stökk má skýra fyrst og fremst með lögum um kynjahlutfall í stjórnum sem samþykkt var á Alþingi árið 2010 og tók gildi á árinu 2013. Þar segir að hlutfall hvors kyns skuli vera yfir 40% í stjórnum fyrirtækja með 50 starfsmenn eða fleiri. Það virðist vera að vinnumarkaðurinn hafi þurft á þessari lagasetningu að halda til að efla hlut kvenna á atvinnumarkaði. Það er líklegt að fjölbreytileiki í stjórnum stærri fyrirtækja landsins muni leiða til aukins jafnréttis á komandi árum. Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti þá er jafnframt nauðsynlegt að til staðar séu jákvæðir hvatar á vinnumarkaði til að knýja fram hraðari breytingar. Jákvæðasti hvatinn í rekstri fyrirtækja hefur almennt verið talinn aukin arðsemi. Samkvæmt fjölda rannsókna er arðsemi þeirra fyrirtækja sem eru með fjölbreyttar stjórnir og stjórnendur marktækt meiri en þeirra sem eru með lægra hlutfall kvenna í stjórnendastöðum. Ávinningur atvinnurekenda er sem sagt mikill, fyrir utan bætta áhættustýringu og aukna arðsemi þá stuðlar jafnrétti að betri vinnumenningu þar sem bæði kynin fá jöfn tækifæri til að vaxa í starfi. Það eykur aftur ánægju starfsmanna, sem eflir þjónustu og ánægju viðskiptavina.Ábyrgð okkar allra Það er ábyrgð okkar allra að stuðla að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. En aukið jafnrétti á vinnumarkaði er einnig í höndum neytenda. Rannsóknir sýna að neytendur um allan heim velja í auknum mæli vörur og þjónustu fyrirtækja sem eru ábyrg gagnvart umhverfinu og samfélaginu og sneiða hjá þeim sem m.a. brjóta á vinnuréttindum starfsfólks. Óskýrður launamunur er ein birtingarmynd ójafnréttis í heiminum. Sæmd þjóða felst í því að hlúa að mannréttindum og launamunur sem snýr einvörðungu að kynferði er ekki bara brot á vinnuréttindum heldur mannréttindum. Breyting á þessu felst í því að brjóta niður múra sem tengjast kynjaskiptum störfum og kynjaskiptum fyrirtækjum. Við þurfum að útrýma þeirri mýtu að störf séu kynbundin; það eiga ekki vera til „karla- eða kvennastörf“ heldur bara störf fyrir einstaklinga með mismunandi hæfileika og áhuga. Að stuðla að auknu jafnrétti innan fyrirtækja er á ábyrgð atvinnurekanda og stjórnenda. Það sem liggur að baki er ákvörðunum að fyrirtækið skuli ekki mismuna eftir kynferði; að karlar og konur fái sömu laun fyrir sambærilega vinnu og jöfn tækifæri. UN Women, Samtök atvinnulífsins, Festa miðstöð um samfélagsábyrgð og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vilja verðlauna slíkar ákvarðanir og frammistöðu. Því voru Hvatningaverðlaun jafnréttismála sett á laggirnar á síðastliðnu ári. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, tók þá á móti verðlaununum í fyrsta sinn fyrir hönd síns fyrirtækis en hún, ásamt öðrum stjórnendum fyrirtækisins, innleiddi miklar breytingar sem fólust í því að fjölga konum í hinum hefðbundnu karlastörfum. Fyrirtækið braut visst blað í þessum efnum og hefur uppskorið ríkulega. Hvatningaverðlaunin miða að því að efla jafnrétti á vinnumarkaði með jákvæðum hætti. Tilnefnd fyrirtæki eru metin á þáttum eins og jöfnum launum kynjanna, auknum möguleikum beggja kynja til starfsframa, jöfnum hlutföllum kynjanna í stjórnendastöðum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í annað sinn þann 28. maí á morgunfundi Festu, SA og UN Women sem ber yfirskriftina „Eru til karla- og kvennastörf“ og mun Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenda verðlaunin.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun