Kyrrstaða og þróun Björn Gunnlaugsson skrifar 23. maí 2018 12:00 Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Árið 1950 voru geimferðir fjarlægur draumur. Stórveldi kalda stríðsins eltust við þann draum þar til hundurinn Laika, Júrí Gagarín og Neil Armstrong skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Seinna urðu til geimferjur, alþjóðleg geimstöð og meira að segja risastór sjónauki sem sér út til endimarka alheimsins, eða þar um bil. Árið 1950 hafði enginn Íslendingur unnið Nóbelsverðlaun í bókmenntum þótt við litum á okkur sem mikla bókaþjóð. Fimm árum síðar skráði Halldór Laxness nafn sitt á spjöld sögunnar og síðan þá hefur hróður íslenskra höfunda breiðst út um allan heim. Verk eftir Einar Má og Einar Kárason hafa verið kvikmynduð, Arnaldur og Yrsa eru þýdd á fjölmörg tungumál, Blái hnötturinn hans Andra Snæs var næstum búinn að gera hann svo frægan að hann yrði forseti. Næstum, en ekki alveg. Eins hafði enginn Íslendingur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum árið 1950 en Vilhjálmur Einarsson skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Melbourne og í kjölfarið fylgdu Bjarni Friðriksson, Vala Flosadóttir og svo strákarnir okkar. Við urðum stórasta land í heimi árið 2008. Á fleiri en einn hátt. Sama ár og Ísland gerði handknattleikinn heimsfrægan varð hér hrun sem kom okkur nú aldeilis í heimsfréttirnar. Hrunið var afleiðing af útþenslustefnu sem kannski má rekja alla leið aftur til miðrar síðustu aldar, þegar landhelgin umhverfis Ísland hafði verið færð út í heilar fjórar mílur og Bretland beitti hryðjuverkalögum þess tíma og setti á okkur löndunarbann. Landhelgin var smám saman færð lengra og lengra út og er nú fimmtugföld á við það sem hún var 1950. Nei annars, það er nú kannski hæpið að tengja þetta við hrunið. Kannski. Árið 1950 var haldin í fyrsta sinn danslagakeppni á vegum Skemmtiklúbbs Templara og var það lagið Ástartöfrar eftir Valdimar Auðunsson sem var hlutskarpast í flokki nýju dansanna. Síðan þá höfum við séð rokk, bítl, diskó, pönk og kalt stríð milli aðdáenda Wham og Duran Duran. Mezzoforte slógu í gegn með einu lagi, Sykurmolarnir með einni plötu og svo komu Sigur Rós og Of Monsters and Men og skráðu nöfn sín á spjöld sögunnar. Það er ómögulegt að Valdimar Auðunsson hafi gert sér grein fyrir því hvaða þróun hann var að hrinda af stað. Ekki séns að hann hafi látið sig dreyma um það, ekki frekar en að menn færu til tungslins. Ef við horfum út fyrir landsteinana sjáum við að á árunum eftir 1950 hafa stríðsátök brotist út og tekið enda í Kóreu, Víetnam, Júgóslavíu og Rúanda svo dæmi séu tekin. Heilu löndin hafa horfið af landakortinu, eins og Austur-Þýskaland, Bíafra og Tíbet. Lönd sem voru ekki til árið 1950 keppa nú í Júróvisjón og má þar nefna Litháen, Moldóvu og Tékkland. Árið 1950 settist Sjálfstæðisflokkurinn að völdum á Seltjarnarnesi, þar sem ég ólst upp sem barn og á heima í dag. Flokkur sá hefur setið einn að völdum á Nesinu samfleytt í þessi 68 ár, ávallt með hreinan meirihluta og hefur því aldrei svo mikið sem myndað meirihlutastjórn í samstarfi við aðra. Á laugardaginn gefst kjósendum í bænum mínum kostur á að skrá nöfn sín á spjöld sögunnar.Höfundur skipar 3. sæti á N-lista Viðreisnar og Neslistans á Seltjarnarnesi
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun