Hart sótt að May á þinginu Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2018 12:34 Theresa May á þinginu í dag. AP/PA Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. Þau Dominic Raab, Brexit-ráðherra, og Esther Mcvey, ráðherra atvinnumála og eftirlauna, sögðu af sér nú í morgun. Shailesh Vara, ráðherra ríkisstjórnarinnar sem fer með málefni Norður-Írlands, hefur sömuleiðis sagt af sér og svo tveir lágt settir meðlimir ríkisstjórnarinnar til viðbótar. Ólíklegt þykir að May muni geta fengið þingið til að samþykkja drögin. May varði samningsdrögin á breska þinginu í dag og úr urðu miklar deilur. Fulltrúi ríkisstjórnar Skotlands kvartaði yfir því að ekki væri minnst á ríkið í drögunum en Skotar hafa kvartað yfir því að Norður-Írland muni áfram hafa aðgang að innri markaði ESB, eftir Brexit. May var beðin um að útiloka ekki að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu af Önnu Soubry, þingmanni Íhaldsflokksins sem er hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði ljóst að May gæti ekki staðið við loforðin sem Brexit-liðar hafa lofað, því það sé ómögulegt að standa við þau. May sagðist ekki geta gefið frá sér nein loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Bretland myndi yfirgefa ESB þann 29. mars 2019. Fleiri hafa tekið upp áköll eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. May sagðist ekki telja það rétt. Atkvörðun hefði verið tekin á sínum tíma og fólkið hefði kosið. Réttast væri að fylgja vilja þeirra.Lítill sem enginn stuðningur á þingi Þingmaðurinn Chris Leslie tók til máls og sagði að eftir rúman klukkutíma hefði enginn þingmaður lýst yfir stuðningi við samningsdrögin sem væru á borðinu. Hann bað þingmenn Íhaldsflokksins sem styddu drögin að setja hendur á loft og sagði engan þeirra hafa gert það. Svo virðist sem að þingmenn sem vilji framfylgja Brexit styðji ekki samkomulagið vegna þess að þar sé ekki gengið nógu langt í að slíta tengsl Bretlands og ESB. Aðrir þingmenn, sem vilja ekki að Bretland yfirgefi ESB, kalla eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu."I plead with you to accept the political reality of the situation you now face" Conservative MP Mark Francois says it's mathematically impossible to get the draft #Brexit deal through the House of Commons Live updates: https://t.co/x82eDksQEUpic.twitter.com/GyJ9ojSLue — BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2018 Meðal þess sem stendur í þingmönnum er að samkvæmt drögunum þurfa Bretar að greiða ESB 39 milljarða punda vegna fyrri skuldbindinga þeirra innan sambandsins. Þá eru miklar deilur um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tollaeftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020 og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB.Óttast að vera gíslar Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Því hafa þeir farið fram á að allt Bretland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB, þar til yfirvöld Bretlands ákveða að hætta. Forsvarsmenn ESB hafa ekki verið sáttir við það að Bretar ráði því einhliða hvenær þeir geti slitið samstarfinu, því það fæli ekki í sér tryggingu á engum „hörðum landamærum“ í Írlandi. Samkvæmt drögunum sem nú eru á borðinu mun ESB geta neitað Bretum að yfirgefa markaðina og tollasamstarfið, þar til búið er að tryggja engin „hörð landamæri“ í Írlandi. Svokallaðir Brexit-liðar, eins og Dominic Raab, eru alls ekki sátti við þetta og segja ESB geta þvingað Breta til að vera í tollasamstarfinu til lengri tíma og þvingað Breta til að fylgja reglum ESB. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. Þau Dominic Raab, Brexit-ráðherra, og Esther Mcvey, ráðherra atvinnumála og eftirlauna, sögðu af sér nú í morgun. Shailesh Vara, ráðherra ríkisstjórnarinnar sem fer með málefni Norður-Írlands, hefur sömuleiðis sagt af sér og svo tveir lágt settir meðlimir ríkisstjórnarinnar til viðbótar. Ólíklegt þykir að May muni geta fengið þingið til að samþykkja drögin. May varði samningsdrögin á breska þinginu í dag og úr urðu miklar deilur. Fulltrúi ríkisstjórnar Skotlands kvartaði yfir því að ekki væri minnst á ríkið í drögunum en Skotar hafa kvartað yfir því að Norður-Írland muni áfram hafa aðgang að innri markaði ESB, eftir Brexit. May var beðin um að útiloka ekki að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu af Önnu Soubry, þingmanni Íhaldsflokksins sem er hlynntur aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði ljóst að May gæti ekki staðið við loforðin sem Brexit-liðar hafa lofað, því það sé ómögulegt að standa við þau. May sagðist ekki geta gefið frá sér nein loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Bretland myndi yfirgefa ESB þann 29. mars 2019. Fleiri hafa tekið upp áköll eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. May sagðist ekki telja það rétt. Atkvörðun hefði verið tekin á sínum tíma og fólkið hefði kosið. Réttast væri að fylgja vilja þeirra.Lítill sem enginn stuðningur á þingi Þingmaðurinn Chris Leslie tók til máls og sagði að eftir rúman klukkutíma hefði enginn þingmaður lýst yfir stuðningi við samningsdrögin sem væru á borðinu. Hann bað þingmenn Íhaldsflokksins sem styddu drögin að setja hendur á loft og sagði engan þeirra hafa gert það. Svo virðist sem að þingmenn sem vilji framfylgja Brexit styðji ekki samkomulagið vegna þess að þar sé ekki gengið nógu langt í að slíta tengsl Bretlands og ESB. Aðrir þingmenn, sem vilja ekki að Bretland yfirgefi ESB, kalla eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu."I plead with you to accept the political reality of the situation you now face" Conservative MP Mark Francois says it's mathematically impossible to get the draft #Brexit deal through the House of Commons Live updates: https://t.co/x82eDksQEUpic.twitter.com/GyJ9ojSLue — BBC News (UK) (@BBCNews) November 15, 2018 Meðal þess sem stendur í þingmönnum er að samkvæmt drögunum þurfa Bretar að greiða ESB 39 milljarða punda vegna fyrri skuldbindinga þeirra innan sambandsins. Þá eru miklar deilur um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tollaeftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020 og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB.Óttast að vera gíslar Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Því hafa þeir farið fram á að allt Bretland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB, þar til yfirvöld Bretlands ákveða að hætta. Forsvarsmenn ESB hafa ekki verið sáttir við það að Bretar ráði því einhliða hvenær þeir geti slitið samstarfinu, því það fæli ekki í sér tryggingu á engum „hörðum landamærum“ í Írlandi. Samkvæmt drögunum sem nú eru á borðinu mun ESB geta neitað Bretum að yfirgefa markaðina og tollasamstarfið, þar til búið er að tryggja engin „hörð landamæri“ í Írlandi. Svokallaðir Brexit-liðar, eins og Dominic Raab, eru alls ekki sátti við þetta og segja ESB geta þvingað Breta til að vera í tollasamstarfinu til lengri tíma og þvingað Breta til að fylgja reglum ESB.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira