Einangrun Bandaríkjanna bersýnileg í deilunum um Íran Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 10:16 Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur gagnrýnt bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu harðlega fyrir að fylgja þeim ekki eftir. AP/Mike Segar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. Bretland, Frakkland og Þýskaland gáfu út í gær að Bandaríkin hefðu ekki rétt á því að beita sérstöku ákvæði í kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið ríkið frá samkomulaginu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Í samkomulaginu var ákvæði um að ef Íran væri ekki að framfylgja því væri hægt að beita öllum fyrri þvingunum gegn Íran aftur, að formlegri beiðni eins aðildarríkis. Ríkisstjórn Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að einangra Írana á nýjan leik. Í gær fór Pompeo á fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hélt því fram að Bandaríkin væru enn aðilar að samkomulaginu. Því höfnuðu Evrópuríkin áðurnefndu alfarið. Rússar hafa sömuleiðis sagt aðgerðir Pompeo „fáránlegar“. Sjá einnig: Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Þrátt fyrir það lagði Pompeo fram formlega kröfu um að þvingunum yrði beitt gegn Íran á nýjan leik og er útlit fyrir frekari deilur milli Bandaríkjanna annars vegar og Bretlands, Frakklands og Þýskalands hins vegar. Pompeo gagnrýndi í leiðinni þessi ríki og sagði þau hafa tekið sér stöðu með æðstuklerkum Íran. „Aðgerðir þeirra ógna íbúum Írak, Jemen, Líbanon, Sýrlandi og þeirra eigin borgurum,“ sagði Pompeo. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu ekki reyna að sefa leiðtoga Íran og myndu leiða baráttuna gegn þeim, samkvæmt frétt Guardian. Einangrun Bandaríkjanna í málefnum Íran var augljós í síðustu viku þegar öryggisráðið greiddi atkvæði um að framlengja vopnasölubann gagnvart Íran, sem rennur út í október. Eina ríkið sem studdi Bandaríkin í þeirri atkvæðagreiðslu var Dóminíska lýðveldið. Grateful to the Dominican Republic for standing with the United States and voting to extend the arms embargo on Iran at the @UN Security Council. We appreciate their support as we work to prevent Iran from gaining access to new and powerful weapons. pic.twitter.com/SfWWSA31PJ— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 21, 2020 Pompeo sagði þá að það væru mikil mistök að framlengja vopnasölubannið ekki áfram og ítrekaði að Bandaríkin myndu aldrei leyfa Íran að kaupa eða selja hefðbundin vopn eins og skriðdreka, samkvæmt frétt BBC. Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og byrjuðu að beita eigin þvingunum gegn Íran hefur samkomulagið verið nærri því að liðast upp en Evrópuríkin hafa reynt að halda því virku. Yfirvöld í Íran hafa þó hætt að framfylgja nokkrum skilyrðum samkomulagsins, vegna einhliða aðgerða Bandaríkjanna. Til að mynda eru Íranir að framleiða meira auðgað úran en þeim er leyfilegt samkvæmt samkomulaginu. Það úran er hægt að nota bæði til orkuframleiðslu og í kjarnorkuvopn. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar virkjuðu sjálfir í byrjun ársins ágreiningsákvæði samkomulagsins vegna aðgerða Írana, með því markmiði að þvinga þá til að fylgja skilmálum þess á nýjan leik. Það ferli er enn í gangi en gæti að endingu leitt til þess að ríkin beiti Íran öllum eldri þvingunum á nýjan leik. Bandaríkin Íran Bretland Frakkland Þýskaland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Skutu eldflaugum á eftirlíkingu af bandarísku skipi Íranska byltingarvarðliðið skaut í morgun eldflaug á eftirlíkingu af flugmóðurskipi á Hormuzsundi. Æfingin þykir til þess gerð að ögra Bandaríkjamönnum. 28. júlí 2020 20:00 Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er reiður út í hefðbundin bandalagsríki Bandaríkjanna í Evrópu og sakar þau um að vera með leiðtogum Íran í liði. Bretland, Frakkland og Þýskaland gáfu út í gær að Bandaríkin hefðu ekki rétt á því að beita sérstöku ákvæði í kjarnorkusamkomulaginu svokallaða, þar sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði dregið ríkið frá samkomulaginu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Í samkomulaginu var ákvæði um að ef Íran væri ekki að framfylgja því væri hægt að beita öllum fyrri þvingunum gegn Íran aftur, að formlegri beiðni eins aðildarríkis. Ríkisstjórn Trump hefur varið miklu púðri í að reyna að einangra Írana á nýjan leik. Í gær fór Pompeo á fund öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hélt því fram að Bandaríkin væru enn aðilar að samkomulaginu. Því höfnuðu Evrópuríkin áðurnefndu alfarið. Rússar hafa sömuleiðis sagt aðgerðir Pompeo „fáránlegar“. Sjá einnig: Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Þrátt fyrir það lagði Pompeo fram formlega kröfu um að þvingunum yrði beitt gegn Íran á nýjan leik og er útlit fyrir frekari deilur milli Bandaríkjanna annars vegar og Bretlands, Frakklands og Þýskalands hins vegar. Pompeo gagnrýndi í leiðinni þessi ríki og sagði þau hafa tekið sér stöðu með æðstuklerkum Íran. „Aðgerðir þeirra ógna íbúum Írak, Jemen, Líbanon, Sýrlandi og þeirra eigin borgurum,“ sagði Pompeo. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu ekki reyna að sefa leiðtoga Íran og myndu leiða baráttuna gegn þeim, samkvæmt frétt Guardian. Einangrun Bandaríkjanna í málefnum Íran var augljós í síðustu viku þegar öryggisráðið greiddi atkvæði um að framlengja vopnasölubann gagnvart Íran, sem rennur út í október. Eina ríkið sem studdi Bandaríkin í þeirri atkvæðagreiðslu var Dóminíska lýðveldið. Grateful to the Dominican Republic for standing with the United States and voting to extend the arms embargo on Iran at the @UN Security Council. We appreciate their support as we work to prevent Iran from gaining access to new and powerful weapons. pic.twitter.com/SfWWSA31PJ— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 21, 2020 Pompeo sagði þá að það væru mikil mistök að framlengja vopnasölubannið ekki áfram og ítrekaði að Bandaríkin myndu aldrei leyfa Íran að kaupa eða selja hefðbundin vopn eins og skriðdreka, samkvæmt frétt BBC. Frá því að Bandaríkin slitu sig frá samkomulaginu og byrjuðu að beita eigin þvingunum gegn Íran hefur samkomulagið verið nærri því að liðast upp en Evrópuríkin hafa reynt að halda því virku. Yfirvöld í Íran hafa þó hætt að framfylgja nokkrum skilyrðum samkomulagsins, vegna einhliða aðgerða Bandaríkjanna. Til að mynda eru Íranir að framleiða meira auðgað úran en þeim er leyfilegt samkvæmt samkomulaginu. Það úran er hægt að nota bæði til orkuframleiðslu og í kjarnorkuvopn. Bretar, Frakkar og Þjóðverjar virkjuðu sjálfir í byrjun ársins ágreiningsákvæði samkomulagsins vegna aðgerða Írana, með því markmiði að þvinga þá til að fylgja skilmálum þess á nýjan leik. Það ferli er enn í gangi en gæti að endingu leitt til þess að ríkin beiti Íran öllum eldri þvingunum á nýjan leik.
Bandaríkin Íran Bretland Frakkland Þýskaland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Skutu eldflaugum á eftirlíkingu af bandarísku skipi Íranska byltingarvarðliðið skaut í morgun eldflaug á eftirlíkingu af flugmóðurskipi á Hormuzsundi. Æfingin þykir til þess gerð að ögra Bandaríkjamönnum. 28. júlí 2020 20:00 Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27 Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Sjá meira
Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25
Skutu eldflaugum á eftirlíkingu af bandarísku skipi Íranska byltingarvarðliðið skaut í morgun eldflaug á eftirlíkingu af flugmóðurskipi á Hormuzsundi. Æfingin þykir til þess gerð að ögra Bandaríkjamönnum. 28. júlí 2020 20:00
Mannleg mistök og léleg samskipti innan hersins hafi valdið flugslysinu Léleg samskipti innan hersins og mannleg mistök urðu til þess að úkraínsk farþegaþota var skotin niður í Teheran skömmu eftir flugtak. 13. júlí 2020 06:27
Telur drápið á íranska hershöfðingjanum brot á alþjóðalögum Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í aftökum utan dóms og laga telur að dráp Bandaríkjastjórnar á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, hafi verið brot á alþjóðalögum. 9. júlí 2020 22:47