„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 12:01 Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfsisstofnun Vísir Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Síðustu daga hefur minna sést til sólar á suðvestanverðu landinu vegna svokallaðrar gosmóðu. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun segir að hún hafi mælst í nokkrum styrk. „Gosmóða er þá ekki þessi venjulegi gosmökkur sem kemur beint frá gosinu sem er fyrst og fremst brennisteinsgas. Þetta getur verið gamall eða þroskaður mökkur sem er búinn að þvælast um í 3-4 daga rétt fyrir utan land og kemur svo inn aftur og þá er hann búinn að breytast í brennisteinsagnir. Þær brjóta ljósið þannig að þetta sést sem þokumóða,“ segir Þorsteinn. Tengist heitari dögum Gosmóðan er tengd lofthita og sólgeislun. „Það má frekar búast við henni á hlýjum og sólríkum dögum. Gosmóðan í sjálfu sér ýtir undir venjulega þokumyndun,“ segir Þorsteinn. Gosmóðan geti farið um allt land. „Fyrir svona hálfum mánuði var hún nokkur á Akureyri og ef eitthvað er sést hún frekar fjær gosstöðvunum,“ segir hann. Þorsteinn segir brýnt að fólk fylgist vel með mengun á vefnum Loftgæði.is. Í dag voru t.d.allar stöðvar grænar nema í Dalsmára í Kópavogi sem var rauð um tíma en þar mældist mikil PM1 mengun. Í gosmengun á fólk að fylgjast með SO2 og fínu svifryki sérstaklega PM10. „Astmasjúklingar og fólk með undirliggjandi lungnasjúkdóma getur alveg fundið fyrir versnun á sínum sjúkdómum. Ef þetta gos verður viðvarandi þurfum við að setja okkur í loftgæðagosgír og fylgjast vel með. Það er ekki hægt að mæla með því að hlaupa langhlaup í mikilli mengun oftast hægt að fara milli húsi en viðkvæmt fólk ætti að forðast útiveru ef það er mikil gosmóða,“ segir Þorsteinn.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira