Tómar hillur verslana í Bretlandi Jón Frímann Jónsson skrifar 27. ágúst 2021 13:00 Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Þar á undan barðist elsta fólkið í þessum hópi gegn aðild Íslands að EFTA í kringum 1968 til ársins 1970 þegar Ísland varð aðildarríki að EFTA. Þegar Bretland fór úr Evrópusambandinu þá lofaði þetta fólk öllu fögru. Raunveruleikinn hefur verið ekki svo góður, reyndar hefur raunveruleikinn verið svo hrikalegur að fá dæmi eru um slíkt hjá þjóð í vestur Evrópu síðustu áratugi. Veitingastaðir eru farnir loka í Bretlandi vegna skorts á vörum, hillur verslana standa tómar og lítið virðist breytast þar um að vörur komi frá Evrópusambandinu. Þar sem vörur eru fastar í tolli eða hreinlega berast ekki vegna aukinnar skriffinnsku við innflutning og útflutning til Bretlands. Þar sem núna má ekki lengur flytja matvæli til Bretlands eða frá Bretlandi án sérstaks leyfis. Auki sem vörubílstjórar frá ríkjum Evrópusambandsins fá ekki lengur að starfa innan Bretlands án sérstaks leyfis frá breska ríkinu, leyfi sem er erfitt að fá og erfitt að uppfylla skilyrðin fyrir. Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands (EFTA samningur) er í raun verðlaus til lengri tíma. Samningur Íslands og Evrópusambandsins sem í daglegu tali kallast EES samningurinn er mun meira virði fyrir íslendinga. Það sem ég hef séð af fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands þýðir að verslun milli Íslands og Bretlands verður lítil miðað við það sem var þegar Bretland var aðili að Evrópusambandinu og EES. Bændur hafa komið einstaklega illa úr útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu enda var þar þeirra stærsti markaður sem lokaðist á einum degi þegar aðlögunartímabilinu lauk þann 1. Febrúar 2020 (klukkan 23:00 þann 31. Janúar 2020). Þar sem Bretland er ekki lengur hluti af sameiginlega markaðinum þá er bændum í Bretlandi óheimilt að selja vörur sínar til Evrópusambandsins án sérstaks samþykkis frá matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Sjómenn af öllum gerðum hafa einnig komið mjög illa úr Brexit. Þar sem sjómenn í Bretlandi geta ekki lengur flutt út fisk frá Bretlandi til Evrópusambandsins, þeirra stærsti markaður fyrir Brexit. Vandræðin enda ekki þarna, Wales er núna að fara á hausinn þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur ekki bætt þeim upp tekjutapið þegar styrkir frá Evrópusambandinu hættu að berast. Sögurnar af því hversu mikil hörmung Brexit eru endalausar og það á talsvert eftir að bætast við í framtíðinni í vandræðum Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar upplifi. Þeir vilja fá það í gegn að Ísland fari úr EES og jafnvel EFTA (EES samningurinn er EFTA samningur við Evrópusambandið). Þetta mundi einnig svipta íslendinga réttinum að búa hvar sem er innan Evrópusambandsins eins og gerðist hjá Bretum þann 31. Janúar 2020 klukkan 23:00. Ef manneskja frá Bretlandi ætlar sér að flytja til einhvers ríkis Evrópusambandsins og EES þá þarf viðkomandi að sækja um heimild til að fara til búa í viðkomandi ríki, heimild til þess að stunda vinnu, heimild til þess að kaupa húsnæði og fleira og fleira. Þetta er sá heimur sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar búi í. Staðinn fyrir það sem íslendingar hafa í dag, en það er frjáls búseta í 30 (27 ESB + 4 EFTA) ríkjum án þess að þurfa að sæta nokkrum takmörkum. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er í raun ekkert annað en öfgafull þjóðernishyggja sem mun leiða íslendinga til glötunar ef hún kemst til vinsælda á Íslandi. Í Bretlandi er þessi öfgafulla þjóðernishyggja nú þegar búinn að dæma Bretland til fátæktar næstu áratugina. Þangað til að þeirri ákvörðun Bretlands að ganga úr Evrópusambandinu verður breytt og Bretland gengur aftur inn í Evrópusambandið, hafi Bretland ekki liðast í sundur þegar að þessu kemur. Það er annað og stærra mál sem er mögulega á leiðinni í Bretlandi en það er ekki til umfjöllunar hérna en engu að síður nauðsynlegt að nefna það. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Bretland Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Þar á undan barðist elsta fólkið í þessum hópi gegn aðild Íslands að EFTA í kringum 1968 til ársins 1970 þegar Ísland varð aðildarríki að EFTA. Þegar Bretland fór úr Evrópusambandinu þá lofaði þetta fólk öllu fögru. Raunveruleikinn hefur verið ekki svo góður, reyndar hefur raunveruleikinn verið svo hrikalegur að fá dæmi eru um slíkt hjá þjóð í vestur Evrópu síðustu áratugi. Veitingastaðir eru farnir loka í Bretlandi vegna skorts á vörum, hillur verslana standa tómar og lítið virðist breytast þar um að vörur komi frá Evrópusambandinu. Þar sem vörur eru fastar í tolli eða hreinlega berast ekki vegna aukinnar skriffinnsku við innflutning og útflutning til Bretlands. Þar sem núna má ekki lengur flytja matvæli til Bretlands eða frá Bretlandi án sérstaks leyfis. Auki sem vörubílstjórar frá ríkjum Evrópusambandsins fá ekki lengur að starfa innan Bretlands án sérstaks leyfis frá breska ríkinu, leyfi sem er erfitt að fá og erfitt að uppfylla skilyrðin fyrir. Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands (EFTA samningur) er í raun verðlaus til lengri tíma. Samningur Íslands og Evrópusambandsins sem í daglegu tali kallast EES samningurinn er mun meira virði fyrir íslendinga. Það sem ég hef séð af fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands þýðir að verslun milli Íslands og Bretlands verður lítil miðað við það sem var þegar Bretland var aðili að Evrópusambandinu og EES. Bændur hafa komið einstaklega illa úr útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu enda var þar þeirra stærsti markaður sem lokaðist á einum degi þegar aðlögunartímabilinu lauk þann 1. Febrúar 2020 (klukkan 23:00 þann 31. Janúar 2020). Þar sem Bretland er ekki lengur hluti af sameiginlega markaðinum þá er bændum í Bretlandi óheimilt að selja vörur sínar til Evrópusambandsins án sérstaks samþykkis frá matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Sjómenn af öllum gerðum hafa einnig komið mjög illa úr Brexit. Þar sem sjómenn í Bretlandi geta ekki lengur flutt út fisk frá Bretlandi til Evrópusambandsins, þeirra stærsti markaður fyrir Brexit. Vandræðin enda ekki þarna, Wales er núna að fara á hausinn þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur ekki bætt þeim upp tekjutapið þegar styrkir frá Evrópusambandinu hættu að berast. Sögurnar af því hversu mikil hörmung Brexit eru endalausar og það á talsvert eftir að bætast við í framtíðinni í vandræðum Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar upplifi. Þeir vilja fá það í gegn að Ísland fari úr EES og jafnvel EFTA (EES samningurinn er EFTA samningur við Evrópusambandið). Þetta mundi einnig svipta íslendinga réttinum að búa hvar sem er innan Evrópusambandsins eins og gerðist hjá Bretum þann 31. Janúar 2020 klukkan 23:00. Ef manneskja frá Bretlandi ætlar sér að flytja til einhvers ríkis Evrópusambandsins og EES þá þarf viðkomandi að sækja um heimild til að fara til búa í viðkomandi ríki, heimild til þess að stunda vinnu, heimild til þess að kaupa húsnæði og fleira og fleira. Þetta er sá heimur sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar búi í. Staðinn fyrir það sem íslendingar hafa í dag, en það er frjáls búseta í 30 (27 ESB + 4 EFTA) ríkjum án þess að þurfa að sæta nokkrum takmörkum. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er í raun ekkert annað en öfgafull þjóðernishyggja sem mun leiða íslendinga til glötunar ef hún kemst til vinsælda á Íslandi. Í Bretlandi er þessi öfgafulla þjóðernishyggja nú þegar búinn að dæma Bretland til fátæktar næstu áratugina. Þangað til að þeirri ákvörðun Bretlands að ganga úr Evrópusambandinu verður breytt og Bretland gengur aftur inn í Evrópusambandið, hafi Bretland ekki liðast í sundur þegar að þessu kemur. Það er annað og stærra mál sem er mögulega á leiðinni í Bretlandi en það er ekki til umfjöllunar hérna en engu að síður nauðsynlegt að nefna það. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar