Ríkið bregst þolendum ofbeldisglæpa Indriði Ingi Stefánsson skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Kynferðisofbeldi Indriði Stefánsson Kópavogur Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir ofbeldi getur verið nokkuð löng þrautarganga að fá einhvers konar réttlæti. Verður málið rannsakað? Verði það rannsakað, verður það tekið fyrir? Verði það tekið fyrir, verður þá ákært? Verði ákært, næst sakfelling? Göngum nú út frá því að allt þetta gerist og sakfelling náist, þá er þolenda mögulega dæmdar bætur. Þá er síðasta spurningin, tryggir ríkið bæturnar? Ríkið tryggir bara sumar bætur Til að ríkið tryggi bæturnar þarf upphæðin að uppfylla ákveðin skilyrði. Séu bætur hærri en 400 þúsund tryggir ríkið bæturnar upp að 5 milljónum. Þetta varð til þess að ég sendi fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem ég óskaði eftir árlegum fjölda þolenda sem eru dæmdar bætur undir 400 þúsund og áætluðum kostnaði við að tryggja greiðslur til þessara þolenda. Svar sem ekki svarar fyrirspurninni Nýlega barst mér svar við þessari fyrirspurn, sem þó svaraði ekki spurningunni efnislega heldur eingöngu að á síðustu 10 árum hefði í 900 málum verið dæmdar bætur en tilgreindi ekki hversu oft bæturnar hefðu verið undir 400 þúsund krónum. Í raun eru fyrir hvert mál tveir möguleikar að bæturnar hafi verið yfir 400 þúsund krónum eða ekki. Í þeim tilfellum sem bæturnar eru hærri er ríkið þegar að greiða kostnaðinn og því aðeins um að ræða þau mál sem bæturnar eru lægri en 400 þúsund, fyrir hvert þeirra mála er svo aðeins um þann hluta bótana sem ríkið nær ekki að innheimta af geranda. Metum samt umfangið Við getum samt út frá þessum upplýsingum gróflega áætlað þennan kostnað, því skulum við þá framkvæma þá einföldu útreikninga sem þarf til að umfangsmeta þetta. Meðalfjöldi mála á ári hverju eru 900/10 = 90, gefum okkur einfaldlega að í öllum málunum séu dæmdar bætur 399.999 og því ekki tryggðar af ríkinu og að ríkið nái ekki að innheimta eina krónu af gerendum. Í þessu allra versta tilfelli væri kostnaðaraukning ríkisins á ári hverju tæpar 36 milljónir. En nokkuð augljóslega verður kostnaðaraukningin ekki svona mikil. Þessu átti fyrirspurnin að svara en gerir ekki. Óháð öllu er tilfellið er að þessi kostnaður er smánarlega lítill sem og sparnaðurinn, sem er á kostnað þolenda ofbeldisglæpa. Hvað er á bak við tölurnar? Tölur eru ekki mannlegar, en á bak við hverja einustu tölu er þolandi sem brotið var á. Með því að tryggja þolendum ekki bæturnar þýðir fyrir þolanda að málinu er ekki lokið, þarna er óuppgerð skuld sem þolandi hefur litla möguleika á að innheimta og í mörgum tilfellum hefur þolandi ekki þrek til þess. Það er skömm að því að ekki fáist þetta einfalda svar, að það kosti ríkið að hámarki 36 milljónir á ári að tryggja þessum þolendum þessar bætur. Sem geta aldrei bætt þann skaða sem þolandi varð fyrir en væru fyrst og fremst viðurkenning og merki um að málinu væri lokið. Það er óskiljanlegt að þessu hafi ekki verið breytt fyrir löngu. Verandi varaþingmaður er óvíst hvort eða hvenær ég fæ tækifæri, en það mun verða mitt fyrsta verk komi til þess, að mæla fyrir þessari breytingu, nema annar þingmaður verði fyrri til - sem ég sannarlega vona. Höfundur er varaþingmaður Pírata og frambjóðandi í prófkjöri Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun