Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 22:00 Það mun skýrast á næstu dögum hvort samkomulag náist milli ríki og borgar í þessu máli. Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum. Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“ Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um þjóðarhöll sem íþróttahreyfingunni hefur lengi verið lofað og ríkisstjórnin segir í stjórnarsáttmála sínum að verði loks að veruleika á þessu kjörtímabili. Ekkert bólar nefnilega á tillögum stýrihóps sem ráðherra hefur falið að halda utan um málið. „Það er mjög mikilvægt að við komum verkefnunum af stað. Þetta eru auðvitað stórar og miklar framkvæmdir en þetta hefur tekið eilítið lengri tíma,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Verkefnin eru raunar þrjú. Það vantar nýjan fótboltavöll fyrir landsliðið, aðra höll fyrir inniíþróttir og loks frjálsíþróttahöll. Flestir búast við að þjóðarleikvangarnir þrír verði í Laugardalnum en svo þarf ekki endilega að vera. „Við höfum þess vegna verið í samtali við Reykjavíkurborg um það til þess að ná saman um kostnaðarskiptingu notkun á þessu mannvirki og svo framvegis. Ég bind bara vonir við að það geti gengið. Nú ef að það gengur ekki þá sjáum við að það er fjöldinn allur af sveitarfélögum sem að hefur sýnt því áhuga og jafnvel taka þátt í þessum verkefnum,“ segir Ásmundur. Mörg sveitarfélög spennt fyrir verkefninu Í gær skrifuðu allir sveitarstjórar á Suðurnesjunum sameiginlega grein þar sem þeir stungu upp á því að höllin yrði á Suðurnesjum en bæði Mosfellsbær og Selfoss hafa áður lýst yfir samskonar vilja. En hvað segir borgin við þessu? Við hittum borgarstjóra sem var við störf niðri í miðbæ Reykjavíkur í dag. „Það er þá bara þannig. Ég held að það þurfi bara fyrst og fremst að fara að taka af skarið í þessum efnum þannig að við getum farið að vinna að íþróttahúsi í Laugardalnum. Vonandi verður það þjóðarhöll en annars verður það hús fyrir Þrótt og Ármann,“ segir Dagur B. Eggertsson. Málið virðist eins og svo mörg önnur sem ríki og sveitarfélög koma bæði að snúast um það hver eigi að borga. „Þetta stendur í raun ekki á borginni en okkur finnst eðlilegt að ríkið taki þann hluta kostnaðar sem lýtur að áhorfendum, fjölmiðlaaðstöðu og þessum svona þjóðarleikvangshluta af framkvæmdinni,“ segir Dagur. En er ríkið ekki sammála ykkur þar? „Það skýrist bara vonandi núna á allra næstu dögum því að það skiptir máli að fá alveg skýrar línur í þetta fyrir þessi mánaðamót.“ Hefur ekki séð þjóðarleikvang fyrir sér annars staðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í gær að hún sæi fyrir sér að þjóðarleikvangurinn myndi rísa í höfuðborginni. „Ég hef alltaf séð þjóðarleikvanginn fyrir mér í Reykjavík svo ég segi það nú bara heiðarlega,“ sagði Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm „En auðvitað er ekkert útilokað í þeim efnum og það bara hangir á niðurstöðunni í þessum stýrihópi – hvort við náum ekki góðri niðurstöðu út úr honum.“
Ný þjóðarhöll Reykjavík Suðurnesjabær Reykjanesbær Vogar Grindavík Mosfellsbær Ölfus Fótbolti Handbolti Körfubolti Frjálsar íþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira