Töluverð fjölgun á göngu- og hjólaleiðum í Hafnarfirði Hilmar Ingimundarson skrifar 10. maí 2022 10:45 Göngu- og hjólaleiðum, sem hluti af samgöngukerfi Hafnarfjarðar, hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum og er ánægjulegt að sjá að þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að nýta sér þennan virka samgöngumáta reglulega. Við undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019 einsettum við Hafnfirðingar okkur, sem hluta af því samkomulagi, að auka enn frekar vægi gangandi og hjólandi umferðar. Markmiðið er að 30% allra ferða verði með þeim hætti fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt og eftirsóknarvert markmið. Hjóla- og göngustígar sem tengja höfuðborgarsvæðið Með því að skapa aðstæður sem hvetja fólk til að nýta fleiri samgöngumáta fjölgum við þeim sem vilja ferðast gangandi eða á hjóli og stuðlum þar með að heilsueflingu og minni kolefnislosun. Næsta verkefni er að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um hjóla- og göngustíga innan bæjarmarkanna með það að markmiði að tengjast betur nágrannasveitarfélögunum og auðvelda fólki þannig að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt núgildandi Samgöngusáttmála munu um 8,2 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til þessa verkefnis á öllu höfuðborgarsvæðinu á næstu tuttugu árum. Uppland Hafnarfjarðar upplagt fyrir hjólreiðar Verðugt verkefni er jafnframt að koma helstu hjólaleiðum inn í GoogleMaps til þess að auðvelda val um öruggustu og fljótlegustu leiðirnar. Einnig þarf að koma upp hjólabrautum (e. pumptrack) til að auka við þjálfunar- og afþreyingarmöguleika þeirra sem vilja efla hjólafærni sína. Jafnframt þarf að tryggja að upplandið okkar verði áhugaverður áfangastaður fyrir sívaxandi fjölda þeirra sem stunda malar- og fjallahjólreiðar. Markmiðin þurfa síðan að vera mælanleg og tímasett til að bæjarbúar geti fylgst með framvindu mála. Það er heilsusamlegt að hjóla Hjólreiðar hafa nú öðlast viðurkenndan sess sem fýsilegur ferðamáti. Ánægjulegt er að sjá hvað þeim hefur fjölgað mjög sem vilja nýta sér stofnstíga bæjarins til að komast til vinnu, fara á milli staða eða til heilsueflingar. Við viljum vissulega gera mun betur og því er mikilvægt að uppfæra núverandi hjólreiðaáætlun til að auka enn frekar vægi þessara virku ferðamáta og gera fleirum kleift að velja þá. Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti og styðja vel við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem er leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar. Hjólum inn í sumarið - örugg og vel áttuð! Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Göngu- og hjólaleiðum, sem hluti af samgöngukerfi Hafnarfjarðar, hefur fjölgað töluvert á umliðnum árum og er ánægjulegt að sjá að þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að nýta sér þennan virka samgöngumáta reglulega. Við undirritun Samgöngusáttmálans árið 2019 einsettum við Hafnfirðingar okkur, sem hluta af því samkomulagi, að auka enn frekar vægi gangandi og hjólandi umferðar. Markmiðið er að 30% allra ferða verði með þeim hætti fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt og eftirsóknarvert markmið. Hjóla- og göngustígar sem tengja höfuðborgarsvæðið Með því að skapa aðstæður sem hvetja fólk til að nýta fleiri samgöngumáta fjölgum við þeim sem vilja ferðast gangandi eða á hjóli og stuðlum þar með að heilsueflingu og minni kolefnislosun. Næsta verkefni er að ráðast í gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um hjóla- og göngustíga innan bæjarmarkanna með það að markmiði að tengjast betur nágrannasveitarfélögunum og auðvelda fólki þannig að komast leiðar sinnar um höfuðborgarsvæðið. Samkvæmt núgildandi Samgöngusáttmála munu um 8,2 milljarðar króna renna úr ríkissjóði til þessa verkefnis á öllu höfuðborgarsvæðinu á næstu tuttugu árum. Uppland Hafnarfjarðar upplagt fyrir hjólreiðar Verðugt verkefni er jafnframt að koma helstu hjólaleiðum inn í GoogleMaps til þess að auðvelda val um öruggustu og fljótlegustu leiðirnar. Einnig þarf að koma upp hjólabrautum (e. pumptrack) til að auka við þjálfunar- og afþreyingarmöguleika þeirra sem vilja efla hjólafærni sína. Jafnframt þarf að tryggja að upplandið okkar verði áhugaverður áfangastaður fyrir sívaxandi fjölda þeirra sem stunda malar- og fjallahjólreiðar. Markmiðin þurfa síðan að vera mælanleg og tímasett til að bæjarbúar geti fylgst með framvindu mála. Það er heilsusamlegt að hjóla Hjólreiðar hafa nú öðlast viðurkenndan sess sem fýsilegur ferðamáti. Ánægjulegt er að sjá hvað þeim hefur fjölgað mjög sem vilja nýta sér stofnstíga bæjarins til að komast til vinnu, fara á milli staða eða til heilsueflingar. Við viljum vissulega gera mun betur og því er mikilvægt að uppfæra núverandi hjólreiðaáætlun til að auka enn frekar vægi þessara virku ferðamáta og gera fleirum kleift að velja þá. Hjólreiðar eru hagkvæmur, heilsusamlegur og skemmtilegur ferðamáti og styðja vel við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem er leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar. Hjólum inn í sumarið - örugg og vel áttuð! Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar