Varhugavert að saka fólk um glæp sem hafi unnið í góðri trú Jón Þór Stefánsson skrifar 11. apríl 2024 12:25 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að ekki megi rifta samningi Landsbankans um kaup á TM nema það verði skoðað gaumgæfilega. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir óskynsamlegan kost fyrir fjármálaráðherra að rifta samningi Landsbankans um kaup á TM, þó hann sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín áfjármálamarkaði með kaupunum. Slíkt þyrfti að gera eftir að lagaleg atriði riftunar samningsins yrðu skoðuð gaumgæfilega. „Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
„Eða hvað myndu menn segja um fjármálaráðherra sem rifti slíkum kaupum ef í ljós kæmi að með því væri ríkinu bökuð margra milljarða skaðabótakrafa?“ spurði Bjarni í þingsal í dag. Uppspretta þessarar spurningar var fyrirspurn Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þingkonu Flokks fólksins. Hún fullyrti í ræðu sinni að fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM frá Kviku banka væru hugsuð til að rétta við rekstur síðastnefnda fyrirtækisins. Kauptilboð hefði ekki verið gert með hag almennings í huga líkt og haldið hefur verið fram. „Þetta er ekki yfirsjón heldur einbeittur brotavilji,“ sagði Ásthildur sem hvatti Bjarna til að rifta kaupunum. Bjarni svaraði með því að segja að gangrýni Ásthildar beindist að stjórn og stjórnendum Landsbankans, sem enginn ráðherra bæri beina ábyrgð á. Ríkisstjórnin hefði ekkert með dagsdaglegan rekstur Landsbankans að gera. „Hér segir háttvirtur þingmaður að fjármálaráðherra, eða eftir atvikum forsætisráðherra, ætti að beita sér fyrir því að samningum sem hér er vísað til sé rift. Ég myndi fyrir mitt leyti segja að þótt ég sé pólitískt sammála því að það sé óréttlætanlegt að ríkið sé að auka umsvif sín á fjármálamarkaði þá leiði það ekki af sjálfu sér til þess að hægt sé að taka slíkar ákvarðanir án þess að gaumgæfa til dæmis öll lagaleg atriði,“ sagði Bjarni. Líkt og áður sagði að illa yrði tekið í það ef ráðherra myndi baka ríkinu stóra skaðabótakröfu með því að rifta. „Nú er það staðreynd að bankaráðið brást og það gerði Bankasýslan einnig. Ríkisstjórnin þarf að grípa til aðgerða. Það er búð að fremja glæpinn og nú er það skylda ríkisstjórnarinnar að stíga inn og taka afstöðu sem handhafi 98% hlutar í bankanum. Það hlýtur að þurfa að huga að því gríðarlega alvarlega fordæmi til framtíðar ef stjórnendur fyrirtækja í ríkiseigu geta bara komist upp með að brjóta gegn eigendastefnu bankans og gegn vilja eigenda, bara með því að leyna fyrir þeim hvað þeir eru að gera,“ svaraði Ásthildur. Hún metur það sem svo að umrædd möguleg skaðabótakrafa yrði hugsanlega í kringum átta milljarða. „Við ættum samt tuttugu milljarða eftir sem væri hægt að nota til góðs fyrir almenning í landinu,“ bætti Ásthildur við. Þá sagði Bjarni að sér þætti varhugavert að fólk sem hafi, líklega verið að vinna sína vinnu í góðri trú yrði sakað um glæpi í þingsal. „Ég ætla í fyrsta lagi að gjalda varhuga við því að hér í þingsal sé fjallað um löggerninga í samfélaginu sem glæp. Með því er held ég algerlega að ósekju verið að varpa alvarlegri sök á fólk sem ég tel reyndar að hafi bara verið að vinna sína vinnu eftir góðri samvisku.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flokkur fólksins Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira