Upp­gjör: Vestri - Valur 1-5 | Vals­menn eyði­lögðu opnunarpartý nýja gervigrassins á Ísa­firði

Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar
Patrick Pedersen er orðin einn markahæstur í Bestu deildinni.
Patrick Pedersen er orðin einn markahæstur í Bestu deildinni. Vísir/Anton Brink

Vestri og Valur áttust við á glænýjum Kerecisvellinum á Ísafirði í dag í 11. umferð Bestu deildar karla.

 Mikið húllumhæ var fyrir leik þar sem var verið að vígja nýja gervigrasvöllinn sem Ísfirðingar hafa beðið lengi eftir. Ekki var þetta þó byrjunin sem þeir höfðu óskað sér en leikar enduðu 1-5 fyrir Val.

Valur byrjaði betur í dag og uppskáru mark á 16. mínútu þegar Jónatan Ingi kom boltanum í netið. Vestri lét þetta ekki á sig fá og á 31. mínútu jafnaði Benedikt Waren metinn fyrir Vestra og þar við sat í fyrri hálfleik.

Eitthvað hefur Arnar Grétarsson sagt við sína menn í hálfleik því að þá kom annað lið inn á völlinn og menn greinilega búnir að skipta um gír.

Það var Patrick Pedersen sem byrjaði seinni hálfleikinn á 57. mínútu með góðu marki eftir sending frá Tryggva Hrafni. Þeir félagar skiptu svo um hlutverk sjö mínútum seinna þegar Pedersen renndi boltanum á Tryggva Hrafn eftir mistök hjá markamanni Vestra.

Það var svo á 75. mínútu að Valur skoraði fjórða mark sitt eftir hræðileg mistök frá Eskelinen sem hitti ekki boltann og Lúkas Logi skoraði í autt markið.

Það var svo Jónatan Ingi sem kórónaði frábæran leik sinn á 93. mínútu og skoraði fimmta mark Vals.

Atvik leiksins

Ég var ekki á svæðinu en ég ætla að gefa hálfleiksræðu Arnars Grétarssonar þetta. Valur var annað lið í seinni hálfleik, í allt öðrum gír.

Stjörnur og skúrkar

Við setjum stjörnuna á Tryggva Hrafn í dag, hann var stórkostlegur í liði Vals. Jónatan má svo sem líka nefna, hann var engu minna frábær.

Skúrkur dagsins var því miður markmaður Vestra, Eskelinen. Gríðarlega vondur dagur hjá honum blessuðum og nokkur afdrifarík mistök sem kostuðu mörk.

Stemning og umgjörð

Það var flott stemming í dag á Kerecisvellinum og góð mæting, tæplega 500 manns.

Vestri var að vígja nýja grasið sitt og voru formaður og framkvæmdarstjóri KSÍ mættir, heiðursverðlaun afhent og ég veit ekki hvað og hvað. Söngatriði, grill. Eina sem hefði geta toppað þetta væri hærra hitastig.

Dómarar

Maður tók lítið eftir honum, sem er alltaf gott. Engar stórar ákvarðanir sem þurfti að taka í dag og gekk þetta bara fínt hjá þeim félölgum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira