Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Gunnar Reynir Valþórsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 18. febrúar 2025 07:15 Ekkert um Úkraínu nema með Úkraínu, sögðu menn. En hvað nú? Vólódímír Selenskí og aðrir Evrópuleiðtogar hafa verið settir á bekkinn í bili. Getty Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hittast á fundi í Sádí Arabíu nú í morgunsárið þar sem Úkraínustríðið verður til umræðu. Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París. Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem háttsettir fulltrúar ríkjanna tveggja ræðast við augliti til auglits frá því Rússar réðust inn í Úkraínu af fullum krafti. Á fundinum verða utanríkiráðherrarnir Sergei Lavrov frá Rússlandi og Bandaríkjamaðurinn Marco Rubio en fulltrúum Úkraínu er hinsvegar ekki boðið og ekki heldur fulltrúum Evrópuríkjanna. Bandaríkjamenn segja um könnunarviðræður að ræða til þess að kanna hvort Rússar séu í raun og veru tilbúnir til að láta af stríðsrekstrinum. Rússar segja tilgang viðræðnanna hinsvegar að koma eðlilegu skikki á samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið í frosti frá því Rússar gerðu innrásina. Þá er fundinum einnig ætlað að undirbúa jarðveginn fyrir leiðtogafund Donalds Trump og Vladimírs Pútíns. Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar sagt að það komi ekki til greina að virða samninga sem séu gerðir í hans fjarveru. Evrópa verði að axla aukna ábyrgð á öryggismálum Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, biðlaði til Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær að styðja við evrópska friðargæsluliða í Úkraínu ef samið verður um frið, til þess að koma í veg fyrir að átök brjótist út á ný. Ef marka má erlenda miðla er þó ekki eining meðal Evrópuleiðtoga um að senda friðargæsluliða til Úkraínu. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sem stendur frammi fyrir kosningum í heimalandinu, er meðal þeirra sem er sagður hafa verið á móti því að eiga þá umræðu á þessum tímapunkti. Leiðtogarnir funduðu í París í gær en eftir fundinn sagði Starmer að friður yrði ekki tryggður í Úkraínu án aðkomu Bandaríkjamanna. Það er að segja að þeir þyrftu að eiga aðkomu að málum til að tryggja að Rússar létu af yfirgangi sínum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hafa rætt við bæði Trump og Selenskí og sagði aðila munu vinna saman að friði í Úkraínu, jafnvel þótt Úkraínumenn og Evrópumenn hafi verið settir á hliðarlínuna í viðræðum Bandaríkjamanna og Rússa. Starmer fullyrti fyrir sitt leyti að Bandaríkjamenn væru ekki á leið úr Atlantshafsbandalaginu en hins vegar væri kominn tími til að Evrópumenn öxluðu aukna ábyrgð á öryggi sínu. Um þetta virðist hafa verið almenn sátt á fundinum í París.
Úkraína Bandaríkin Rússland Frakkland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent