Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Liverpool eykur pressuna á City

    Liverpool átti ekki í miklum erfiðleikum með Brighton & Hove Albion í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann leikinn 0-2 á Amex vellinum í Brighton.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Haaland nær samkomulagi við Man City

    Breskir og þýskir fjölmiðlar hafa margir verið að greina frá því síðasta sólarhring að Manchester City sé búið að ná samkomulagi við norsku markamaskínuna Erling Braut Haaland.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Nike mun standa við samning sinn við Chelsea

    Íþróttavörurisinn Nike hefur staðfest að félagið mundi standa við gerðan samning við enska knattspyrnuliðið Chelsea. Mörg fyrirtæki hafa rift samningi sínum við félagið eftir að allar eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, í Englandi voru frystar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Banka­reikningum Chelsea lokað tíma­bundið

    Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rútuferðir og ódýr hótel fyrir stjörnurnar?

    Stjörnurnar í knattspyrnuliði Chelsea gætu þurft að ferðast með áætlunarflugi eða rútu og gista á ódýrum hótelum til að spila útileiki, vegna ákvörðunar bresku ríkisstjórnarinnar um að frysta eigur Romans Abramovich.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Newcastle ekki tapað í seinustu níu | Enn eitt tapið hjá Leeds

    Newcastle United vann góðan 2-1 sigur gegn Southampton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og liðið hefur nú ekki tapað deildarleik síðan fyrir jól. Þá vann Aston Villa öruggan 3-0 sigur gegn Leeds, en þeir síðarnefndu hafa tapað sjö af seinustu átta deildarleikjum sínum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Chelsea vann öruggan sigur gegn botnliðinu

    Leikmennn Chelsea létu fréttir af eiganda félagsins ekki hafa áhrif á sig er liðið heimsótti botnlið Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea tók forystuna snemma leiks og vann að lokum öruggan 3-1 sigur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gerrard vill halda Coutinho

    Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, óskar eftir því að félagið tryggi sér varanlega þjónustu brasilíska leikstjórnandans Philippe Coutinho.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Mér fannst Eriksen vanta faðmlag

    Brentford heimsótti Norwich og vann 1-3 sigur í fallbaráttuslag um liðna helgi. Atvikið sem náði flestum fyrirsögnum úr leiknum var þó hvorki mörk eða boltatækni, heldur tækling Christian Eriksen.

    Enski boltinn