Er ferðaþjónustan að rústa íslenskunni? Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sem ber heitið „Hernaðurinn gegn tungumálinu“. Ég deili áhyggjum Bubba af íslenskunni og er fyrsta manneskjan til að styðja aðgerðir til þess að gera veg hennar sem mestan. Skoðun 18. ágúst 2023 15:59
Hjalti launahæsti forstjórinn Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri Bókunar, var launahæsti forstjóri landsins árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna. Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjórana. Viðskipti innlent 18. ágúst 2023 09:41
Skiptar skoðanir í garð ferðamanna: „Þetta er orðið eins og skrímsli sums staðar“ Íslendingar hafa aldrei verið neikvæðari í garð erlendra ferðamanna en nú, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að þessu beri að taka alvarlega en að niðurstöðurnar komi ekki á óvart í ljósi mikillar fjölgunar ferðamanna. Innlent 17. ágúst 2023 23:01
Stundin runnin upp til að berjast fyrir móðurmálinu Bubbi Morthens segir Íslendinga vera komna á þann stað að þeir þurfi að spyrja sig hvort þeir vilji tala íslensku áfram, tungumálið sé að verða hornreka í orðsins fyllstu merkingu. Hann segir stundina hafa runnið upp þar sem berjast þurfi fyrir móðurmálinu. Innlent 17. ágúst 2023 11:16
Aðgangsstýring í ferðaþjónustu einföld en óþörf „Það er ekki flókið viðfangsefni ef við viljum gera breytingar á hversu margir ferðamenn heimsækja landið. Við erum með fluggáttina, og Isavia er þar með flugstæði. Ef við teljum að við séum að ganga of mikið á landið okkar vegna þess að aðgangsstýring sé ekki nægileg, þá getum við alltaf stýrt aðgengi með þessari fluggátt okkar. Þetta er bara auðlindastýring og það eru tæki til þess.“ Innlent 17. ágúst 2023 07:17
Farþegar selfluttir í land: Reykjavíkurhöfn stútfull af skemmtiferðaskipum Fjögur skemmtiferðaskip eru nú við höfn í Reykjavíkurhöfn og liggur eitt þeirra við ytri höfnina þar sem legupláss nær henni er upptekið. Það þýðir að selflytja þarf farþega í land. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ljóst að um háönn sé að ræða. Innlent 16. ágúst 2023 16:48
Slógu met á Norðurlandi í júní Metfjöldi skráðra gistinótta mældist á hótelum á Norðurlandi í júnímánuði. Nemur aukningin átta prósentum frá sama mánuði í fyrra og hefur nýting hótelherbergja ekki verið betri frá því mælingar hófust. Viðskipti innlent 15. ágúst 2023 10:36
Umferð á hringveginum aldrei verið meiri Aldrei hefur mælst meiri umferð á hringveginum í einum mánuði og í júlí síðastliðnum. Samkvæmt Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði um sjö prósentum meiri en árið 2022 og slái öll umferðamet. Innlent 14. ágúst 2023 14:49
Greinahöfundur Guardian sleppti Íslandsför og ofgreiddi bjórinn heima Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna. Lífið 14. ágúst 2023 13:07
Könnuðust við gæjann á hjólinu Nemendur við Davie County high í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum komust í feitt á dögunum þegar þeir skoðuðu sig um á Bessastöðum. Unglingarnir voru að búa sig undir að yfirgefa svæðið þegar maður kom hjólandi í blárri peysu. Lífið 14. ágúst 2023 10:42
Hittust fyrir tilviljun í flugvél Icelandair og eru í dag hjón Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón. Lífið 13. ágúst 2023 20:00
„Þetta mun ekki jafna sig á meðan við lifum“ Ljót ummerki utanvegaaksturs eru við gervigígana á Mýrdalssandi. Leiðsögumanni krossbrá þegar hann sá förin sem munu liggja við náttúruperluna líklega næstu hundrað árin. Innlent 11. ágúst 2023 17:45
Ferðaþjónustan: Er til burðarþol? Sjálfbær ferðaþjónusta byggir meðal annars á þolmörkum heimsóknarstaða og landsvæða þar sem þjónusta og innviðir eru í lagi samkvæmt flókinni greiningu á sjálfbærninni. Skoðun 11. ágúst 2023 16:30
Annar stærsti júlí frá upphafi mælinga Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna. Viðskipti innlent 10. ágúst 2023 16:14
Rúta brann í Kömbunum Eldur kviknaði í rútu sem var á leið niður Kambana skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Töluverður reykur leggur frá rútunni sem er frá fyrirtækinu SBA Norðurleið. Innlent 9. ágúst 2023 21:46
Hafa samið um sjóböð í Önundarfirði Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju. Viðskipti innlent 8. ágúst 2023 13:12
Ekki barist sérstaklega fyrir betra aðgengi að Landmannalaugum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Stjórnarmaður Landverndar segir mikilvægt að vernda svæðið. Innlent 6. ágúst 2023 16:24
Stöðvuðu erlendan bílstjóra hópbifreiðar á nöglum og án réttinda Lögregla hafi afskipti af bílstjóra hópbifreiðar í nótt sem reyndist hvorki vera með atvinnuréttindi hér á landi né ökuréttindi til að aka hópbifreið. Þrír farþegar voru um borð en bílstjórinn er kínverskur ríkisborgari með dvalarleyfi í Svíþjóð. Innlent 6. ágúst 2023 13:19
Hætti fljótt við umdeilt þjónustugjald Eigandi veitingahússins Legendary Nordic Restaurant á Hellu hefur ákveðið að hætta að rukka fimmtán prósent þjónustugjald. Hann hafði sagt gjaldið ætlað að mæta þeim mikla kostnaði sem fylgi veitingahúsarekstri á Íslandi. Neytendur 6. ágúst 2023 07:48
Af hverju er þörf á uppbyggingu í Landmannalaugum? Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Skoðun 4. ágúst 2023 18:30
Leggst gegn áformum um þyrluflug á Hólmsheiði Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varar við hugmyndum um að þyrluflug verði flutt frá Reykjavíkurflugvelli á Hólmsheiði. Þær leysi engan vanda heldur flytji hann einungis til innan svæðisins. Innlent 4. ágúst 2023 11:44
Drónar bannaðir en ekki þyrlur: „Þarna leggurðu heilu hóteli inn í miðju friðlandi“ Fornleifafræðingur furðar sig á því að skemmtiferðaskipum og þyrlum sé leyfilegt að ferja ferðamenn að Dynjanda í friðlandi í Arnarfirði á meðan drónaflug sé óheimilt á þeim forsendum að það raski friði fugla og manna í friðlandinu. Innlent 4. ágúst 2023 06:46
Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Ferðaskrifstofuleyfi TT ferða, sem lengst af hét Tripical Travel, hefur verið fellt úr gildi af hálfu Ferðamálastofu. Forsvarsmenn félagsins, sem reka einnig Tripical Ísland, segja það ekki hafa verið virkt undanfarið ár og því hafi þau ákveðið að viðhalda leyfinu ekki virku. Viðskipti innlent 4. ágúst 2023 06:30
Eigum ekki að geyma íslensku í formalíni Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar skilur óþol Íslendinga fyrir ensku á skiltum og í auglýsingum. Prófessor í íslenskri málfræði segir Íslendinga verða að sýna þolinmæði og fjölga tækifærum til íslenskukennslu. Innlent 2. ágúst 2023 21:00
Umhverfisstofnun segir uppbygginguna „löngu tímabæra“ Umhverfisstofnun setur sig ekki upp á móti fyrirhugaðri uppbyggingu á ferðamannaaðstöðu í Landmannalaugum. Sviðstjóri náttúruverndar segir núverandi ástand á svæðinu óboðlegt. Innlent 2. ágúst 2023 13:58
Áform um „massatúrisma“ sem enginn vilji Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Formaður umhverfissamtaka segir að með uppbyggingunni eigi að færa svæðið nær því sem hann kallar massatúrisma. Skipulagsstofnun vill að varlega verði stigið til jarðar. Innlent 1. ágúst 2023 16:41
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. Innlent 1. ágúst 2023 11:54
Brýnt að finna þyrluflugi í Reykjavík nýjan stað Borgarstjóri segir brýnt að finna útsýnisflugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flugleiðir í lágflugi séu almennt ekki yfir íbúabyggð. Borgaryfirvöld skoði nú Hólmsheiði sem mögulegan kost sem nýst gæti til útsýnisflugs, bæði tímabundið og til frambúðar. Stjórnir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vettvangi. Innlent 1. ágúst 2023 06:46
Youtube-stjarna eldaði örbylgjurétt á glóandi hrauninu Breska YouTube-stjarnan Max Fosh kom til landsins á dögunum í þeim tilgangi að sjá eldgosið við Litla-Hrút. Á meðan flestir hefðu látið sjónarspilið við hraunið nægja sér gerði Fosh sér lítið fyrir og eldaði sér örbylgjurétt á hrauninu. Lífið 31. júlí 2023 14:17
Met slegið sjötta mánuðinn í röð Metfjöldi gistinótta var skráður í júní og nemur fjölgunin um 17 prósentum frá fyrra metárinu 2022. Met hafa verið slegin í öllum mánuðum það sem af er þessu ári samkvæmt tölum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 31. júlí 2023 10:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent