Þjálfari Dana mætti reiður með síma í viðtal: „Svona á fótbolti ekki að vera“ Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leiknum gegn Þýskalandi á EM í gær. Hann sagði regluna um hendi vera fáránlega. Fótbolti 30. júní 2024 09:31
„Við erum svona fimm prósentum frá þeim stað sem við viljum vera á“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir frammistöðu liðsins á mótinu hingað til ekki eins slæma og fólk segir og gaf það í skyn að litlar breytingar yrðu á liði Englands fyrir leikinn gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum síðar í dag. Fótbolti 30. júní 2024 09:00
Sjáðu mörkin sem skiluðu Sviss áfram í átta liða úrslit Sviss komst nokkuð óvænt áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins þegar liðið lagði ríkjandi Evrópumeistara Ítalíu 2-0 í dag. Mörk leiksins má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 29. júní 2024 23:00
Liverpool afþakkaði boð Newcastle um Gordon fyrir Quansah Newcastle er að reyna að losa sig við vinstri vængmanninn Anthony Gordon og bauð Liverpool að semja við hann í skiptum fyrir miðvörðinn Jarrell Quansah auk ótilgreindar fjárupphæðar. Það hugnaðist rauða hernum ekki. Enski boltinn 29. júní 2024 22:31
Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 29. júní 2024 20:24
„Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. Fótbolti 29. júní 2024 19:30
Evrópumeistararnir úr leik á EM og Sviss í átta liða úrslit Ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu eru úr leik á Evrópumótinu eftir 2-0 tap gegn Sviss í sextán liða úrslitum. Sviss mætir annað hvort Englandi eða Slóvakíu í 8-liða úrslitum. Fótbolti 29. júní 2024 18:00
„Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með lið sitt eftir 3-0 sigur gegn Þrótti en Valskonum tókst þar að tryggja farseðilinn í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Íslenski boltinn 29. júní 2024 17:40
Belgar biðjast afsökunar á því að hafa hótað að sparka í Mbappé Myndband af Amadou Onana hóta því að sparka í sköflunginn á Kylian Mbappé hefur verið fjarlægt af samfélagsmiðlum belgíska knattspyrnusambandsins. Fjölmiðlafulltrúi sambandsins segir þetta hafa verið gert í gríni en baðst afsökunar engu að síður. Fótbolti 29. júní 2024 17:01
Sneri aftur eftir tveggja mánaða fjarveru og skoraði Sædís Rún Heiðarsdóttir sneri aftur eftir meiðsli og skoraði í stórsigri Vålerenga á Roa, 5-0, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 29. júní 2024 15:31
Uppgjör og viðtöl: Valur - Þróttur 3-0 | Valskonur í bikarúrslit Valur og Þróttur mættust í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna nú í dag. Svo fór að Valur vann sannfærandi 3-0 sigur og í leiðinni tryggði liðið sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Breiðablik bíður þeirra en Blikar tryggðu sig í úrslitin í gær með 2-1 sigri á Þór/KA eftir framlengdan leik. Íslenski boltinn 29. júní 2024 14:50
Elísabet ekki ráðin til Villa Ekkert verður af því að Elísabet Gunnarsdóttir taki við þjálfun kvennaliðs Aston Villa. Enski boltinn 29. júní 2024 14:31
Sjáðu Dag Dan skora gegn New York Dagur Dan Þórhallsson var á skotskónum þegar Orlando City laut í lægra haldi fyrir New York City, 4-2, í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt. Fótbolti 29. júní 2024 13:46
Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. Fótbolti 29. júní 2024 13:02
Pálmi klárar tímabilið með KR Pálmi Rafn Pálmason stýrir KR út tímabilið. Félagið greindi frá þessu í dag. Íslenski boltinn 29. júní 2024 11:57
Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. Fótbolti 29. júní 2024 11:31
Keane bað Maguire afsökunar: „Ég fór yfir strikið“ Roy Keane bað Harry Maguire, leikmann Manchester United, afsökunar á að hafa gagnrýnt hann of harkalega. Írinn kvaðst hafa farið yfir strikið. Enski boltinn 29. júní 2024 10:46
Sjáðu dramatíkina á Akranesi og hvernig FH og KA unnu sína leiki Níu mörk voru skoruð í seinni þremur leikjunum í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 29. júní 2024 10:00
Vinícius Júnior í stuði þegar Brassar svöruðu fyrir sig Eftir að hafa gert markalaust jafntefli í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni vann Brasilía öruggan sigur á Paragvæ í nótt, 4-1. Vinícius Júnior var í stuði í leiknum í Las Vegas og skoraði tvívegis. Fótbolti 29. júní 2024 09:31
Þrátt fyrir allan bölmóðinn þá er Englandi enn spáð sigri á EM Ofurtölvan fræga er enn á því að Englendingar fagni sigri á Evrópumótinu í fótbolta en sextán liða úrslitin hefjast í dag. Fótbolti 29. júní 2024 09:00
Króatar fengu stóra sekt frá UEFA Króatíska knattspyrnusambandið var í dag sektað um 105 þúsund evrur af evrópska knattspyrnusambandinu vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins á EM í Þýskalandi. Fótbolti 28. júní 2024 23:01
Uppgjör: Þór/KA 1-2 Breiðablik | Írena kom Blikum í bikarúrslitin með marki beint úr horni Breiðablikskonur eru komnar í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð eftr 2-1 sigur á Þór/KA fyrir norðan í undanúrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 28. júní 2024 22:19
„Fannst við vera betri allan leikinn“ Böðvar Böðvarsson spilaði af stakri prýði í vinstri bakvarðarstöðunni hjá FH þegar liðið fór með 1-0 sigur af hólmi gegn Breiðabliki í leik liðanna í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. Íslenski boltinn 28. júní 2024 22:18
„Við erum fullir sjálfstrausts“ Steinar Þorsteinsson, leikmaður ÍA, gerði heldur betur mikilvægt mark fyrir ÍA þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í 3-2 sigri gegn Val á Akranesi í kvöld. Sigurmarkið skoraði Steinar á 90. mínútu leiksins. Sport 28. júní 2024 22:09
Uppgjör og viðtöl: HK - KA 1-2 | KA sloppið úr fallsæti eftir tvo sigra í röð KA-menn hoppuðu upp úr fallsæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á HK í Kórnum í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem KA liðið vinnur tvo deildarleiki í röð og um leið enduðu þeir tveggja leikja sigurgöngu HK-liðsins. Íslenski boltinn 28. júní 2024 21:29
„Við börðumst eins og ljón“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með að ná í þrjú stig í Kórnum í kvöld. Leikurinn var annar sigurleikur KA í röð í Bestu deildinni og er liðið komið úr fallsæti. Íslenski boltinn 28. júní 2024 21:21
Uppgjör og viðtöl: ÍA - Valur 3-2 | Steinar tryggði Skagamönnum sigur á síðustu stundu Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Valsmönnum í kvöld og Valsliðinu tókst því ekki að minnka forskot Víkinga á toppi Bestu deildarinnar. Nýliðar Skagamanna halda áfram að sýna sig og sanna í deildinni. Íslenski boltinn 28. júní 2024 21:16
Uppgjör og viðtöl: FH- Breiðablik 1-0 | Ástbjörn reyndist hetja FH-liðsins þegar liðið vann Breiðablik FH lagði Breiðablik að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í rjómablíðu á Kaplakrikavelli í kvöld. Það var bakvörðurinn snaggaralegi Ástbjörn Þórðarson sem skoraði markið sem skildi liðin að í þessari rimmu. Íslenski boltinn 28. júní 2024 21:14
„Hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur“ Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var allt annað en sáttur við dómara leiksins eftir 2-1 tap á móti KA. Íslenski boltinn 28. júní 2024 20:42
Fjölskyldur leikmanna urðu fyrir glösunum sem áttu að fara í Southgate Stuðningsmenn enska landsliðsins voru mjög ósáttir eftir litlausa og bitlausa frammistöðu liðsins á móti Slóveníu í lokaleik liðsins í riðlakeppninni á EM í fótbolta. Fótbolti 28. júní 2024 19:31