Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Darri: Höfum allt að vinna og engu að tapa

„Þetta var virkilega svekkjandi, sérstaklega þar sem við vorum með þetta í lokin. Virkilega leiðinlegt að missa þetta svona úr höndunum á sér,“ sagði Darri Aronsson en hann kom óvænt inn í lið Íslands sem tapaði með eins marks mun gegn Króatíu á EM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Frá Tene til Búdapest

Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, kom óvænt inn í íslenska liðið fyrir leikinn gegn Frökkum. Fékk að spila og stóð sig vel.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin Páll laus úr einangrun

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, má spila gegn Króatíu á EM í dag. Hann er laus úr einangrun sem hann var skikkaður í eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit í síðustu viku.

Handbolti
Fréttamynd

Sigur í dag gæti dugað Íslandi í undanúrslit

Ísland getur komið sér í dauðafæri á að spila um verðlaun með því að vinna Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag, klukkan 14.30. Sigur í dag gæti mögulega dugað Íslandi til að komast í undanúrslit og tap yrði ekki dauðadómur.

Handbolti
Fréttamynd

Pólverjar sóttu sitt fyrsta stig

Pólverjar og Rússar skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust á EM í handbolta í dag. Loktölur urðu 29-29, en úrslitin þýða það að möguleikar Rússa á að fara upp úr milliriðli eru nánast orðnir að engu.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó skoraði fallegasta mark gærdagsins

Í gær fóru fram þrír leiki á Evrópumótinu í handbolta og í þeim voru skoruð samtals 166 mörk. Viggó Kristjánsson, hægri skytta íslenska landsliðsins, skoraði þó það fallegasta af þeim öllum.

Handbolti
Fréttamynd

Nældi sér í Covid-19 á EM

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fylgdi í fótspor fjölmargra landsliðsmanna í handbolta og nældi sér í Covid-19 er hann skellti sér á EM í handbolta í Ungverjalandi.

Innlent