Snæfell leiddar til slátrunar í Ljónagryfjunni á meðan Fjölnir vann í Smáranum Njarðvík vann stórsigur með stóru S-i á Snæfelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 108-46. Þá vann Fjölnir tólf stiga sigur á Breiðabliki í Smáranum, lokatölur 86-98. Körfubolti 19. nóvember 2023 23:10
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 70 - 50 | Keflavíkurkonur áfram taplausar á toppnum Stórleikur helgarinnar í Subway-deild kvenna var viðureign Keflavíkur og Vals. Fyrirfram mátti eflaust búast við hörkuleik en raunin varð allt önnur. Körfubolti 19. nóvember 2023 22:07
Hjalti Þór: „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“ Endurkoma Hjalta Þórs Vilhjálmssonar til Keflavíkur fór heldur betur ekki eins og hann hafði vonast eftir en hans konur í Val náðu sér aldrei á strik í kvöld. Lokatölur í Keflavík 70-50 þar sem úrslitin voru í raun ráðin eftir þriðja leikhluta. Körfubolti 19. nóvember 2023 21:46
Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. Körfubolti 19. nóvember 2023 13:29
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 77-75 | Stjarnan á skriði eftir nauman sigur Stjarnan vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í dag, 77-75. Þetta var fjórða tap Hauka í röð, en Stjörnukonur hafa nú unnið þrjá í röð. Körfubolti 18. nóvember 2023 16:48
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Þór Ak. 93-63 | Upprúllun hjá Grindavíkurkonum Grindavík vann þrjátíu stiga sigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í Smáranum í Subway-deild kvenna. Gríðarleg stemmning var á leiknum og Grindvíkingar fjölmenntu í Smárann. Körfubolti 18. nóvember 2023 16:43
„Heilt yfir fannst mér dómgæslan hjá tveimur dómurum mjög skrýtin“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta, var eðlilega svekktur eftir tveggja stiga tap gegn Stjörnunni í dag. Lokatölur 77-75, en Bjarna fannst dómgæslan í leiknum halla á sitt lið. Körfubolti 18. nóvember 2023 16:17
Þorleifur Ólafsson: „Samstaðan og krafturinn í stelpunum alveg ótrúlegur“ Grindavík vann mjög öruggan 30 stiga sigur á Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna í dag. Lokatölur leiksins 93-63 en Grindvíkingur léku þennan „heimaleik“ í Smáranum í skugga jarðhræringa á Reykjanesskaga. Körfubolti 18. nóvember 2023 16:13
Auglýsingatekjur renna óskiptar til Grindvíkinga Kvennalið Grindavíkur í körfubolta spilar við Þór frá Akureyri klukkan 14 í dag og karlaliðið mætir Hamri klukkan 17. Leikirnir fara fram í Smáranum og verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport og í opinni dagskrá. Sölutekjur Stöðvar 2 vegna auglýsinga á leikjunum renna óskiptar til Grindvíkinga. Samstarf 18. nóvember 2023 09:15
Grindvíkingar æfðu í fyrsta sinn eftir rýminguna Körfuboltalið Grindavíkur eru byrjuð að æfa eftir að bærinn var rýmdur á föstudag vegna jarðhræringa á svæðinu. Körfubolti 15. nóvember 2023 14:00
Leikir Grindavíkur í opinni dagskrá og allar tekjur renna til Rauða krossins Stöð 2 Sport blæs til körfuboltaveislu næstkomandi laugardag en þá verða tveir tvíhöfðar í beinni útsendingu. Körfubolti 15. nóvember 2023 12:30
Næstu heimaleikir Grindavíkur í Smáranum Næstu leikir karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfubolta fara fram í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn og það í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Körfubolti 14. nóvember 2023 14:28
„Getum öll séð það að það verður röskun á mótahaldi“ Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, segir að líta verði framhjá öllum reglum sambandsins varðandi heimaleiki Grindvíkinga í þessum fordæmalausu aðstæðum. Körfubolti 13. nóvember 2023 21:25
Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. Körfubolti 13. nóvember 2023 06:38
„Leið eins og jörðin myndi brotna og taka okkur“ Dani Rodriguez leikmaður Grindavíkur í körfuknattleik lýsir ógnvænlegum aðstæðum þegar hún og unnusta hennar voru á leið frá Grindavík á föstudagskvöld. Hún segist aldrei hafa verið jafn hrædd á ævinni. Körfubolti 12. nóvember 2023 11:46
„Sérstakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“ Dagný Lísa Davíðsdóttir var árið 2022 valin besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta og var hún á sama tíma reglulegur hluti af íslenska landsliðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfuboltavellinum og óvíst er hvenær hún snýr aftur. Körfubolti 3. nóvember 2023 09:31
Stigahæsta íslenska stelpan í deildinni ekki valin í landsliðið Körfuboltakvöld fór aðeins yfir nýjasta landsliðsvalið í gær en Subway deild kvenna er á leiðinni í smá hlé vegna landsliðsverkefna. Körfubolti 2. nóvember 2023 09:30
„Ég þurfti að láta þær heyra það“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum sáttur með 15 stiga endurkomusigur sinna kvenna á öflugu liði Fjölnis í Subway-deild kvenna í kvöld, 61-76. Körfubolti 1. nóvember 2023 22:22
Umfjöllun og viðtal: Fjölnir - Njarðvík 61-75 | Gestirnir kláruðu dæmið í fjórða leikhluta Njarðvík vann góðan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í Grafarvogi í kvöld. Leikurinn var jafn lengst af en Njarðvík keyrði yfir heimakonur í fjórða leikhluta. Körfubolti 1. nóvember 2023 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 78-80 | Háspenna lífshætta í toppslagnum Grindavík og Keflavík, tvö efstu lið Subway-deildar kvenna, áttust við í toppslag deildarinnar í kvöld. Gestirnir höfðu að lokum betur í háspennuleik, 78-80. Körfubolti 31. október 2023 22:20
„Við þurfum bara að vera sterkari á svellinu“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var bæði furðu rólegur og sáttur eftir tap í æsispennandi leik gegn Keflavík í Subway-deild kvenna, lokatölur 78-80 í Grindavík í kvöld. Körfubolti 31. október 2023 21:43
Nýliðarnir unnu óvæntan sigur gegn bikarmeisturunum Nýliðar Þórs frá Akureyri gerðu sér lítið fyrir og unnu óvæntan fimm stiga sigur er liðið tóka á móti bikarmeisturum Hauka í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 74-69. Körfubolti 31. október 2023 20:23
Hafa áhyggjur af Haukaliðinu: „Mér finnst þær ekki glaðar“ Haukakonur eru bara í sjötta sæti Subway deildar kvenna í körfubolta eftir fyrstu sex leikina sem kemur mörgum mikið á óvart. Körfuboltakvöld ræddi gengi liðsins. Körfubolti 27. október 2023 11:01
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 115-85 | Öruggur fyrsti sigur Grindvíkinga Grindavík vann öruggan 30 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 115-85 og fyrsti sigur Grindvíkinga á tímabilinu í hús, en Blikar eru enn án sigurs. Körfubolti 26. október 2023 22:21
Arnar sér eftir orðum sínum: „Ógeðslega lélegt af mér“ Arnar Guðjónsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta, skammast sín fyrir ummæli í leikhléi í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Subway deild kvenna í gærkvöldi þar sem að hann kallaði leikmann Njarðvíkur feita. Hann segir ekkert afsaka slíka hegðun, þetta sé honum ekki til framdráttar. Körfubolti 26. október 2023 11:09
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 81-87 | Stjörnusigur eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni Njarðvík mistókst að halda sigurhrinu sinni gangandi þegar Stjarnan heimsótti þær í kvöld. Framlengingu þurfti til að skilja liðin að en Stjörnukonur unnu að endingu með sex stigum. Æsispennandi leikur þar sem ungir leikmenn liðanna voru í aðalhlutverki. Körfubolti 25. október 2023 23:04
„Enginn á að reikna með auðveldum leik á móti okkur“ Nýliðar Stjörnunnar unnu frækinn sigur á Njarðvík í kvöld í Subway-deild kvenna í framlengdum leik. Lokatölur 81-87 eftir mikla dramatík í lok venjulegs leiktíma þar sem Katarzyna Trzeciak jafnaði leikinn með þremur vítum. Körfubolti 25. október 2023 22:07
Leikmannakönnun Tomma Steindórs: Hvaða leikmaður vælir mest? Stefán Árni Pálsson og Tómas Steindórsson héldu áfram að fara yfir niðurstöður úr könnun Tómasar meðal leikmanna Subway deildar karla í körfubolta. Þeir fara alltaf yfir svörin við einni spurningu í hverjum þætti af Subway Körfuboltakvöldi Extra. Körfubolti 25. október 2023 13:00
Guillermo Sánchez: Varnarleikurinn okkar er að drepa okkur Það var ansi niðurlútur Guillermo Sánchez sem kom til tals við blaðamann eftir 71-92 tap Breiðabliks gegn Þór Ak. í 6. umferð Subway deildar kvenna. Breiðablik er enn sigurlaust það sem af er tímabils. Körfubolti 24. október 2023 21:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Þór 71-92 | Nýliðarnir sóttu sinn fyrsta útivallarsigur gegn lánlausum Blikum Breiðablik tók á móti Þór Ak. í 6. umferð Subway deildar kvenna. Heimakonur höfðu ekki unnið leik fyrir þennan og engin breyting varð á því í kvöld. Þór komst snemma yfir í leiknum og hélt forystunni örugglega fram að lokaflauti, þeirra fyrsti útivallarsigur. Körfubolti 24. október 2023 20:45