Birtist í Fréttablaðinu

Segir fjármálaráðherra tala niður til verkafólks í landinu
Formaður Framsýnar á Húsavík segir stöðuna í kjaramálum þannig að ráðherrar og deiluaðilar þurfi að hittast og finna lausnir. Fari fram sem horfir geti deilan orðið nánast óleysanleg. Hann segir málflutning fjármálaráðherra olíu

Góðgæti fyrir standandi gesti
Snorri Victor Gylfason, yfirkokkur á Vox, gefur hér uppskriftir að nokkrum gómsætum fermingarréttum sem henta vel til að borða í veislum þar sem ekki er endilega sæti fyrir alla.

Vegan góðgæti á fermingarborðið
Þau Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Aron Gauti Sigurðarson bera grænkeralífsstílnum fagurt vitni. Á vef þeirra, grænkerar.is, má finna ýmislegt vegan góðgæti. Meðal annars það sem gæti átt heima á veisluborði fermingarbarnsins.

Fermingarterta skreytt með gulli
Berglind Hreiðarsdóttir hefur haldið úti glæsilegri bloggsíðu þar sem sjá má gullfallegar tertur. Berglind bauð upp á gulltertu í fermingu dóttur sinnar og gefur hér uppskriftina að henni.

Sigur í kúluvarpi kom á óvart
María Rún Gunnlaugsdóttir vann til fimm verðlauna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Hún varð einnig Íslandsmeistari í fimmtarþraut á dögunum. María segir árangurinn hvetjandi.

Bleikur áberandi á Óskarnum
Það kvað við annan tón í litavali stjarnanna á Óskarsverðlaununum nú í ár en árið á undan.

Skoða bókmenntasöguna með nýjum augum
Nýtt bókaforlag lítur dagsins ljós. Stofnendur eru ungt fólk sem hefur lengi fylgst með bókaútgáfu. Fyrsta bókin er endurútgáfa á Undir fána lýðveldisins.

Jöfnuður, traust og sátt
Innan norrænna samfélaga mælist ekki bara minni ójöfnuður en annars staðar heldur líka meira traust, meiri sátt, meiri samheldni, betri heilsa og færri glæpir. Allt fylgir þetta jöfnuðinum. Stjórnvöld ættu því að setja aukinn jöfnuð í algjöran forgang.

Aron og Gylfi mætast í fimmta sinn í kvöld
Það verður Íslendingaslagur á Englandi í kvöld þegar Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff taka á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton í 28. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur
Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu.

Tíminn og rýmið
Tumi Magnússon sýnir verk sín á sýningunni Áttir sem nú stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Nýtir þar þrjá sali.

Ónæmi og óþarfi
Samráð er hafið um frumvarpsdrög atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra sem tekur til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.

Þegar þeim sýnist
Nýverið sendu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, frá sér frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu.

Hagfræði auðkýfinganna
Þeir ríku verða ríkari og hinir fátæku fátækari.

Hundrað ára gljúfur
Miklagljúfursþjóðgarður fagnar aldarafmæli sínu í dag. Hátíðarhöld í tilefni dagsins. Woodrow Wilson forseti gerði gljúfrið að þjóðgarði en það hefur ratað á nýja lista yfir undur veraldar.

Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist
Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra.

Setur spurningarmerki við tímasetninguna
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, setur spurningarmerki við tímasetningu Fésbókarfærslu Stefáns Eiríkssonar borgarritara.

Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun starfsmanna Eflingar sem starfa við þrif og hreingerningar á hótelum og gistihúsum hófst í gær. Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðsluna ekki standast lög og hvetja Eflingu til að stöðva hana.

Aðrir gætu myndað blokk gegn Miðflokknum um nefndaskipan
Þingflokkur Miðflokksins hefur ekki óskað eftir að kosið verði aftur í nefndir þingsins.

Ríkið endurgreiði sektir
Seðlabankinn telur eðlilegt að endurskoða strax allar sektarákvarðanir og sættir vegna brota á fjármagnshöftum í gildistíð tiltekinna eldri reglna um gjaldeyrismál, þar til reglurnar voru lögfestar síðla árs 2011, og fara þess á leit að ríkissjóður endurgreiði sektir vegna brota á reglunum.

Iðnaðarmenn hjóla í verkalýðshreyfinguna
Fjölmennur fundur fagaðila í iðnaði, sem haldinn var í gær, fordæmdi harðlega það sem þeir telja óforskömmuð vinnubrögð verkalýðshreyfingarinnar þar sem þeir hafi gengið freklega fram hjá innlendri framleiðslu við innflutning á fullbúnum húsum, innréttingum og húsgögnum hingað til lands.

Áhyggjur innan hótelgeirans
Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla.

Tók á móti Eddu ólétt af fimmta barni sínu
Andrea Eyland Björgvinsdóttir lyfti á laugardaginn Edduverðlaunum fyrir mannlífsþátt ársins, Líf kviknar, en Andrea á von á sínu fimmta barni; áttunda barni hennar og kærastans samtals.

Ruddaskapur og villimennska á Sinfóníutónleikum
Ég fylgdist aðeins með Eurovision undankeppninni. Þar var athyglisvert að upplifa að lög sem höfðu komið ágætlega út í stúdíóútgáfu hljómuðu miklu verr í lifandi flutningi. Hljóðið hjá RÚV var afleitt en ekki bara það; flytjendur voru sumir hverjir ekki upp á sitt besta.

Safnar orku fram að EM
Það hefur verið í nógu að snúast hjá Hafdísi Sigurðardóttur undanfarið. Síðustu vikur hefur hún hreppt silfur á Norðurlandamóti, gull á Reykjavíkurleikum og um helgina varð hún Íslandsmeistari í langstökki.

Kepa varð skúrkurinn
Eftir markalausan úrslitaleik í enska deildabikarnum réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar voru það leikmenn Man. City sem voru sterkari á svellinu.

Kerfið refsi þeim sem þolað hafa óbærilegar þjáningar
Lögmaður segir lögreglu þurfa að líta í eigin barm í baráttu gegn mansali. Fórnarlömbum sé refsað með fangelsisvist. Verjandi burðardýra segir skjólstæðinga sína lítið hafa upp úr því að aðstoða lögreglu.

Stefna á að vera glaðasta sveitarfélag landsins
Útlitið var ekki bjart á Djúpavogi þegar Vísir lokaði fiskvinnslu þar fyrir fimm árum. Íbúar létu það ekki slá sig út af laginu. Margvísleg verkefni hafa sprottið upp síðan þá.

Ísland sé feimið við að tryggja rétt fatlaðra
Öryrkjabandalag Íslands gagnrýnir orð dómsmálaráðherra um valkvæða bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Bókunin sé alls ekki tilgangslaus líkt og ráðherra hélt fram í svari við fyrirspurn á þingi.

Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum
Sú hugmynd samflotsstéttarfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði við hugsanlegar verkfallsaðgerðir er ekki einsdæmi. Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, segir þetta hafa verið gert áður, síðast í aðgerðum í álverinu í Straumsvík. VR og Efling leggja til um sjö milljarða sjóði.