Dýr

Fréttamynd

„Guð minn góður, ég er í gini hvals“

Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið.

Erlent
Fréttamynd

Hundar drápu ungt barn í Noregi

Eins og hálfs árs gamalt barn lést þegar tveir hundar réðust á það í bænum Brumunddal í austanverðum Noregi í gær. Hundarnir voru aflífaðir strax í kjölfar.

Erlent
Fréttamynd

Tóku 68 framandi dýr úr dýragarði Tiger King

Yfir­völd í Okla­homa í Banda­ríkjunum gerðu í dag rassíu á dýra­garði tígri­s­kóngsins Jeff Lowe sem Net­flix-heimilda­þættirnir vin­sælu Tiger King fjölluðu um. Sam­kvæmt til­kynningu yfir­valda tóku þau 68 framandi dýr af Lowe.

Erlent
Fréttamynd

Blóðug aftaka náðist á myndband

Það var ójafn leikur þegar þrír háhyrningar tóku varnarlausan sel af lífi skammt vestan við Hvammsvík í Hvalfirði á dögunum, eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum

Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá.

Innlent
Fréttamynd

Fylfullar hryssur geta frestað köstun

Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Prins sakaður um að hafa banað „stærsta birni Rúmeníu“

Umhverfisverndarsamtök í Rúmeníu hafa sakað Emanuel, prins í Liechtenstein, um að hafa skotið björninn Artúr á verndarsvæði í Karpatafjöllum. Artúr er sagður hafa verið „stærsti björn Rúmeníu“, en bann ríkir við minjaveiðum á stærri rándýrum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Sauðfjár- og geitabændur mega nú slátra sjálfir

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að í dag sé verið að ná ákveðnum áfanga, ganga frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum sem vilja slátra sjálfir og markaðssetja vöru sína, það kleift.

Innlent