Slökkvilið Eldur í Gyðufelli Eldur kviknaði í geymslu í kjallara íbúðablokkar í Gyðufelli í Fellahverfi Reykjavíkur í dag. Tilkynning barst um eldinn um klukkan 15:30 og gekk slökkviliði greiðlega að ná tökum á eldsvoðanum. Innlent 30.6.2023 16:14 Rafmagnshlaupahjól orsök eldsvoðans Talið er að eldur sem kviknaði í timburhúsi við Blesugróf í Fossvogi í Reykjavík í gær hafi kviknað út frá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu. Þetta er niðurstaða tæknideildar lögreglu sem rannsakaði vettvang brunans í dag en húsið er nú gjörónýtt. Innlent 28.6.2023 20:17 Tæknideild rannsakar vettvang í dag Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði mun í dag rannsaka vettvang bruna sem varð í Blesugróf í Fossvogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex og lauk aðgerðum laust eftir miðnætti. Innlent 28.6.2023 10:44 Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. Innlent 27.6.2023 21:27 Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. Innlent 27.6.2023 18:30 Eldur í Teigunum Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í Teigahverfinu í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldur upp í þaki hússins, enginn sé slasaður. Innlent 26.6.2023 18:55 Kofi við Elliðavatn brann til kaldra kola Eldur kviknaði í kofa sem stóð við Elliðavatn á ellefta tímanum í kvöld. Ekki er enn vitað um upptök eldsins. Innlent 21.6.2023 22:12 Eldur kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli vegna elds sem kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum í Reykjavík. Innlent 10.6.2023 22:50 Missti stjórn á bílnum og endaði uppi á hól Um klukkan 17 varð umferðaróhapp á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar í Reykjavík. Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bílnum og keyrði út af veginum og upp á hól. Innlent 10.6.2023 17:39 Einn fluttur á bráðamóttöku vegna áreksturs Fyrir skömmu varð árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík. Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar en hann er ekki alvarlega slasaður. Innlent 5.6.2023 20:36 Töluverður eldur þegar kviknaði í stjórnborði fyrir heitan pott Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt þegar eldur kviknaði í stjórnborði fyrir heitan pott, á svölum fjölbýlishúss. Engan sakaði í eldsvoðanum en eldurinn var töluverður. Innlent 5.6.2023 06:23 Fimm bílar eyðilögðust í bruna í Engihjalla Íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun eftir að það kviknaði í fimm bílum á bílastæði við íbúðablokk í Engihjalla í Kópavogi í nótt. Innlent 4.6.2023 08:31 Hlaupahjólasprenging og árekstrar á meðal fjölmargra verkefna Slökkvilið hefur sinnt hátt í sextíu sjúkraflutningum og farið í átta dælubíla-útköll það sem af er degi. Meðal verkefna er sprenging sem varð út frá hlaupahjóli og umferðarslys í Garðabæ og Heiðmörk. Innlent 3.6.2023 21:06 „Þú mátt aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust“ Blind reykköfun, vatnssöfnun og ákvarðanataka undir gífurlegu álagi er meðal þess sem nemar í slökkviliðsfræðum voru prófaðir í þegar lokapróf í greininni fóru fram í gær. Nemendurnir segja úthaldið og baráttu við hausinn það erfiðasta. Innlent 3.6.2023 20:01 Mikið viðbragð eftir að ekið var utan í götuvita Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna umferðarslyss á ellefta tímanum í kvöld. Þegar slökkviliðsmenn og sjúkraflutningarmenn bar að vettvangi reyndist aðeins hafa verið ekið laust á götuvita. Innlent 28.5.2023 22:58 Sóttu slasaða hestakonu á Valahnúka Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð. Innlent 27.5.2023 23:44 Eldur kom upp í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Innlent 25.5.2023 09:28 Mikill viðbúnaður vegna elds í Ármúla Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í Ármúla 5. Innlent 20.5.2023 13:40 Ekki hægt að bjarga bátnum og hann látinn brenna „Hann var látinn brenna, það var lítið annað hægt að gera.“ Innlent 19.5.2023 14:07 Sinubruni á Akureyri var ekki til mikilla vandræða Sinubruni kom upp í brekkunni fyrir ofan Skautahöllina á Akureyri í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri segir að tekið hafi um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Um sé að ræða fyrsta sinubrunann fyrir norðan í vetur. Innlent 13.5.2023 10:39 Féll tvo metra ofan holu við Kleppsmýrarveg Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 8.5.2023 12:29 Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Innlent 6.5.2023 18:30 Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað. Innlent 6.5.2023 11:04 Tveir fluttir á slysadeild eftir eld á Höfðabakka Eldur kviknaði í herbergi á Höfðabakka rétt eftir miðnætti í nótt vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Náðu allir að koma sér úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Innlent 6.5.2023 07:25 Egilshöll rýmd vegna íkveikju á klósetti Egilshöll hefur verið rýmd vegna tilkynningar um eld. Viðbragðsaðilar voru fljótir á svæðið og verið er að reykræsta húsnæðið. Innlent 5.5.2023 22:09 Búið að tala við ungmennin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði. Innlent 3.5.2023 17:28 Hafa ekki náð tali af ungmennunum í tengslum við brunann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki náð tali af fjórum ungmennum í tengslum við bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Frumniðurstöðu úr rannsókn tæknideildar á tildrögum eldsins er að vænta síðar í dag. Innlent 3.5.2023 10:43 Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. Innlent 2.5.2023 18:29 Útskrifaður af gjörgæslu eftir skipsbrunann í Njarðvíkurhöfn Skipverji sem slasaðist þegar Grímsnes GK-555 brann í Njarðvíkurhöfn fyrir viku er útskrifaður af sjúkrahúsi. Rannsókn lögreglu á brunanum mannskæða er sögð miða vel áfram en ekki er talið að upptök eldsins hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 2.5.2023 13:47 Húsið rústir einar Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar. Innlent 2.5.2023 13:30 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 55 ›
Eldur í Gyðufelli Eldur kviknaði í geymslu í kjallara íbúðablokkar í Gyðufelli í Fellahverfi Reykjavíkur í dag. Tilkynning barst um eldinn um klukkan 15:30 og gekk slökkviliði greiðlega að ná tökum á eldsvoðanum. Innlent 30.6.2023 16:14
Rafmagnshlaupahjól orsök eldsvoðans Talið er að eldur sem kviknaði í timburhúsi við Blesugróf í Fossvogi í Reykjavík í gær hafi kviknað út frá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu. Þetta er niðurstaða tæknideildar lögreglu sem rannsakaði vettvang brunans í dag en húsið er nú gjörónýtt. Innlent 28.6.2023 20:17
Tæknideild rannsakar vettvang í dag Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæði mun í dag rannsaka vettvang bruna sem varð í Blesugróf í Fossvogi í gærkvöldi. Tilkynnt var um brunann laust eftir klukkan sex og lauk aðgerðum laust eftir miðnætti. Innlent 28.6.2023 10:44
Í áfalli yfir að hafa misst æskuheimili barna sinna Eigandi tveggja hæða timburhúss við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur segist í miklu áfalli eftir að hafa misst æskuheimili barna sinna í eldsvoða í kvöld. Húsið telst nú ónýtt en eigandinn þakkar fyrir að engin slys urðu á fólki. Íbúðin hafi verið í útleigu síðastliðið ár og staðið til að hún tæki aftur við lyklunum næsta laugardag. Innlent 27.6.2023 21:27
Allt tiltækt lið kallað út vegna alelda húss í Blesugróf Slökkvilið hefur verið kallað út vegna elds sem kviknaði í tveggja hæða timburhúsi í Blesugróf í Reykjavík. Mikinn reyk leggur frá húsinu. Innlent 27.6.2023 18:30
Eldur í Teigunum Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Laugardalnum í Teigahverfinu í kvöld. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldur upp í þaki hússins, enginn sé slasaður. Innlent 26.6.2023 18:55
Kofi við Elliðavatn brann til kaldra kola Eldur kviknaði í kofa sem stóð við Elliðavatn á ellefta tímanum í kvöld. Ekki er enn vitað um upptök eldsins. Innlent 21.6.2023 22:12
Eldur kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli vegna elds sem kviknaði í bílaverkstæði á Esjumelum í Reykjavík. Innlent 10.6.2023 22:50
Missti stjórn á bílnum og endaði uppi á hól Um klukkan 17 varð umferðaróhapp á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Listabrautar í Reykjavík. Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bílnum og keyrði út af veginum og upp á hól. Innlent 10.6.2023 17:39
Einn fluttur á bráðamóttöku vegna áreksturs Fyrir skömmu varð árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í Reykjavík. Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar en hann er ekki alvarlega slasaður. Innlent 5.6.2023 20:36
Töluverður eldur þegar kviknaði í stjórnborði fyrir heitan pott Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi eða nótt þegar eldur kviknaði í stjórnborði fyrir heitan pott, á svölum fjölbýlishúss. Engan sakaði í eldsvoðanum en eldurinn var töluverður. Innlent 5.6.2023 06:23
Fimm bílar eyðilögðust í bruna í Engihjalla Íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun eftir að það kviknaði í fimm bílum á bílastæði við íbúðablokk í Engihjalla í Kópavogi í nótt. Innlent 4.6.2023 08:31
Hlaupahjólasprenging og árekstrar á meðal fjölmargra verkefna Slökkvilið hefur sinnt hátt í sextíu sjúkraflutningum og farið í átta dælubíla-útköll það sem af er degi. Meðal verkefna er sprenging sem varð út frá hlaupahjóli og umferðarslys í Garðabæ og Heiðmörk. Innlent 3.6.2023 21:06
„Þú mátt aldrei panika, þá ferðu að hugsa vitlaust“ Blind reykköfun, vatnssöfnun og ákvarðanataka undir gífurlegu álagi er meðal þess sem nemar í slökkviliðsfræðum voru prófaðir í þegar lokapróf í greininni fóru fram í gær. Nemendurnir segja úthaldið og baráttu við hausinn það erfiðasta. Innlent 3.6.2023 20:01
Mikið viðbragð eftir að ekið var utan í götuvita Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna umferðarslyss á ellefta tímanum í kvöld. Þegar slökkviliðsmenn og sjúkraflutningarmenn bar að vettvangi reyndist aðeins hafa verið ekið laust á götuvita. Innlent 28.5.2023 22:58
Sóttu slasaða hestakonu á Valahnúka Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð. Innlent 27.5.2023 23:44
Eldur kom upp í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Innlent 25.5.2023 09:28
Mikill viðbúnaður vegna elds í Ármúla Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna elds í Ármúla 5. Innlent 20.5.2023 13:40
Ekki hægt að bjarga bátnum og hann látinn brenna „Hann var látinn brenna, það var lítið annað hægt að gera.“ Innlent 19.5.2023 14:07
Sinubruni á Akureyri var ekki til mikilla vandræða Sinubruni kom upp í brekkunni fyrir ofan Skautahöllina á Akureyri í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á Akureyri segir að tekið hafi um hálftíma að ráða niðurlögum eldsins. Um sé að ræða fyrsta sinubrunann fyrir norðan í vetur. Innlent 13.5.2023 10:39
Féll tvo metra ofan holu við Kleppsmýrarveg Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi. Innlent 8.5.2023 12:29
Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Innlent 6.5.2023 18:30
Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað. Innlent 6.5.2023 11:04
Tveir fluttir á slysadeild eftir eld á Höfðabakka Eldur kviknaði í herbergi á Höfðabakka rétt eftir miðnætti í nótt vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Náðu allir að koma sér úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. Innlent 6.5.2023 07:25
Egilshöll rýmd vegna íkveikju á klósetti Egilshöll hefur verið rýmd vegna tilkynningar um eld. Viðbragðsaðilar voru fljótir á svæðið og verið er að reykræsta húsnæðið. Innlent 5.5.2023 22:09
Búið að tala við ungmennin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði. Innlent 3.5.2023 17:28
Hafa ekki náð tali af ungmennunum í tengslum við brunann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki náð tali af fjórum ungmennum í tengslum við bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði á mánudagskvöld. Frumniðurstöðu úr rannsókn tæknideildar á tildrögum eldsins er að vænta síðar í dag. Innlent 3.5.2023 10:43
Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. Innlent 2.5.2023 18:29
Útskrifaður af gjörgæslu eftir skipsbrunann í Njarðvíkurhöfn Skipverji sem slasaðist þegar Grímsnes GK-555 brann í Njarðvíkurhöfn fyrir viku er útskrifaður af sjúkrahúsi. Rannsókn lögreglu á brunanum mannskæða er sögð miða vel áfram en ekki er talið að upptök eldsins hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 2.5.2023 13:47
Húsið rústir einar Mikinn svartan reyk lagði upp frá húsi við gamla slippinn í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Þegar slökkvilið mætti á vettvang var húsið þegar alelda. Húsið brann til kaldra kola og verður það rifið á næstunni. Eftir standa rústirnar einar. Innlent 2.5.2023 13:30