Rúmenía

Fréttamynd

Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finn­landi

Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman.

Erlent
Fréttamynd

Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal

Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns.

Erlent
Fréttamynd

Neyðar­á­stand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu

Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar.

Erlent
Fréttamynd

Rutte næsti fram­kvæmda­stjóri NATO

Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka.

Erlent
Fréttamynd

Brott­fall ungra karla á Ís­landi úr námi hæst í Evrópu

Um 16 prósent ungs fólks á aldrinum 18 til 24 á Íslandi flosnuðu upp úr námi eftir mennta- eða framhaldsskóla samkvæmt niðurstöðum nýrrar greiningar fyrir árið 20230 á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Ísland er í þriðja sæti meðal Evrópuríkja. 

Innlent
Fréttamynd

Draumur Antons rættist: „Ó­trú­lega hrærður og meyr“

Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjöl­far þess að hafa unnið til silfur­verð­launa á Evrópu­meistara­mótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðar­stolti er hann stóð á verð­launa­pallinum og sá ís­lenska fánann birtast.

Sport
Fréttamynd

Rúmenskri konu vísað úr landi í annað sinn á rúmum mánuði

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rúmensk kona sem verið hefur í haldi lögreglu á Keflavíkurflugvelli frá því síðdegis í gær verði vísað úr landi. Þetta er í annað skiptið á rúmum mánuði sem konan fær ekki að koma til landsins. Lögmaður konunnar er ósátt að hafa ekki fengið afrit af ákvörðun lögreglustjórans.

Innlent
Fréttamynd

Kom til landsins fyrir rúmum sjö tímum og er enn í haldi

Rúmensk kona sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálf fjögur í dag, hefur verið í haldi lögreglu inni í lokuðu herbergi á flugvellinum frá því að hún lenti fyrir rúmum sjö tímum síðan. Lögmaður hennar segir ljóst að ekki sé löglegt að meina konunni inngöngu í landið, enda sé um að ræða EES-borgara í atvinnuleit hérlendis. 

Innlent
Fréttamynd

Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“

Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans.

Erlent
Fréttamynd

Andrew Tate laus úr stofufangelsi

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Segja rannsóknina hafa undið upp á sig

Saksóknarar í Rúmeníu segja rannsókn þeirra á meintu mansali Andrew Tate og bróður hans Tristan hafa undið upp á sig. Þeir séu þar að auki sakaðir um að hafa brotið á sjö konum en ekki sex.

Erlent
Fréttamynd

Tate-bræður úr­skurðaðir í stofu­fangelsi

Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda Andrew Tate, bróðir hans Tristan og tveir vitorðsmenn þeirra eru lausir úr gæsluvarðhaldi í Rúmeníu. Þeir hafa hins vegar verið úrskurðaðir í stofufangelsi.

Erlent
Fréttamynd

Andrew Tate blæs á krabba­meins­orð­róm

Samfélagsmiðlastjarnan Andrew Tate segist ekki vera með krabbamein líkt og sögur sem ganga um á samfélagsmiðlum hafa kveðið um. Hann segist í raun vera með heilsu á við íþróttamann á Ólympíuleikunum. 

Erlent
Fréttamynd

Nauðganir, „þræla­hald“ og falskt lof­orð um hjóna­band

Andrew Tate og bróðir hans, Tristan, eru sakaðir um að hafa gabbað konur til að ferðast til Rúmeníu, neytt þær í að framleiða klám, bannað þeim að fara úr húsi og að hafa haldið þeim sem þrælum samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði í Rúmeníu. Talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir miklar líkur á að bræðurnir verði ákærðir.

Erlent
Fréttamynd

Á­frýjun Tate-bræðra hafnað en þeir segjast sak­lausir

Áfrýjun Andrew Tate og bróður hans, Tristan, var hafnað af áfrýjunardómstól Búkarest í dag. Þeir munu þurfa að dvelja í fangelsi þar til undir lok febrúar. Andrew öskraði á aðdáendur sína og fjölmiðla að hann væri saklaus þegar hann var leiddur inn í dómhús í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Dómari út­skýrir gæslu­varð­halds­úr­skurð yfir Tate-bræðrum

Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis.

Erlent
Fréttamynd

Tate segist ekkert hafa gert af sér

Andrew Tate segir saksóknara í Rúmeníu ekki hafa mál gegn sér í höndunum. Hann, Tristan bróðir hans, og tvær konur hafa verið handtekin og eru meðal annars sökuð um mansal og nauðgun. Rannsakendur eru að grandskoða síma þeirra og önnur tæki vegna rannsóknar lögreglunnar.

Erlent
Fréttamynd

Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate

Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 

Erlent