Tómas Guðbjartsson

Fréttamynd

Gekk örna sinna á fjall­stoppi í Nepal í mínus 27

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp.

Lífið
Fréttamynd

Orkuúlfur snýr úr sauðagæru

HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa.

Skoðun
Fréttamynd

Göt­óttar kvíar og enn lekara reglu­verk

Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. 

Skoðun
Fréttamynd

Til­gangs­lausar kvala­fullar hval­veiðar

Þegar ég var strákur var oft hvalkjöt í matinn og í minningunni fannst mér það bara allt í lagi matur. Pabbi hafði ungur unnið í Hvalstöðinni og heima hjá okkur þóttu hvalveiðar sjálfsagðar. Meðfram læknanámi vann ég sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn um hálendi Íslands, en um svipað leyti var sett á alþjóðlegt hvalveiðibann.

Skoðun
Fréttamynd

Orku­bús­stjóra Vest­fjarða svarað

Á dögunum birti Elías Jónatansson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða grein á visir.is, þar sem hann bregst við grein minni sem birtist nokkrum dögum áður á sama miðli.

Skoðun
Fréttamynd

Lækum ekki bruna­út­sölu á „læk“

Salan á verksmiðju Icelandic Water Hold­ings í nágrenni Þorlákshafnar er sorglegt dæmi um sofandahátt okkar Íslendinga og nýlenduhegðun. Í dag var tilkynnt að salan dragist um a.m.k. viku, án nánari útskýringa. Vonandi munu þessi vafasömu viðskipti tefjast um meira en viku - og aldrei verða. Við Íslendingar höfum alltaf haldið bláeyg að vatnið okkar sé gefins - og að það sé óþrjótandi.

Skoðun
Fréttamynd

Felu­leikur með fossa í ein­stöku frið­landi

Undanfarið hefur möguleg 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði verið töluvert í umræðunni, ekki síst að frumkvæði Orkubús Vestfjarða sem þykir virkjunin frábær hugmynd og telja hana nánast leysa orkuvanda Vestfjarða. Undir þessi undarlegu áform hafa ýmsir framámenn tekið; að því er virðist án þess að ræða fórnarkostnaðinn. 

Skoðun
Fréttamynd

Rafmagnaður hræðsluáróður

Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­skemmti­leg skemmti­ferða­skip

Það er öfugsnúið að þegar hver stórborgin á fætur annarri úti heimi eru að banna komur skemmtiferðaskipa, þar á meðal Amsterdam og Feneyjar - þá séum við Íslendingar að bæta í, nú síðast Reykjanesbær.

Skoðun
Fréttamynd

Sannleikurinn er sagna bestur

Undanfarnar vikur hefur Ferðafélag Íslands verið mikið í fjölmiðlum þar sem m.a. hafa komið fram alvarlegar ásakanir í garð stjórnar, og félagið jafnvel kallað „skjallbandalag“ þar sem þöggun og meðvirkni ráði ríkjum”.

Skoðun
Fréttamynd

Ber­skjaldað heil­brigðis­starfs­fólk - sem aldrei fyrr

Líkt og margir aðrir las ég með athygli viðtal sem nýlega birtist við fyrrverandi samstarfskonu mína Ástu Kristínu Andrésdóttur, svæfinga- og gjörgæsluhjúkrunarfræðing. Við höfum þekkst í fjöldamörg ár og unnið náið saman, bæði í hjartaaðgerðum á stofu 5 og á gjörgæsludeildinni við Hringbraut.

Skoðun
Fréttamynd

Pönkast á nauð­syn­legum sótt­vörnum

Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis.

Skoðun
Fréttamynd

Róm brennur en ráð­herra spyr spurninga

Nú hefur Landspítali verið á neyðarstigi frá 28. desember síðastliðinn, en róðurinn var sömuleiðis afar þungur allan mánuðinn á undan. Víða er erfitt að halda starfsemi gangandi innan veggja spítalans vegna uppsafnaðs álags á starfsfólk og vaxandi fjarveru þess sem rekja má til smita í samfélaginu. 

Skoðun
Fréttamynd

Hallærislegt virkjanaútspil

Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðar að fresta samþykkt þjóðgarðs á Vestfjörðum „þar til lausnir fáist á orkumálum á Vestfjörðum“ er einkar hallærislegt útspil – og óskiljanlegt. Þarna notar bæjarstjórn þjóðgarð sem skiptimynt í pókerspili sem í aðalatriðum snýst um vægast sagt umdeildar virkjanir á Vestfjarðakjálkanum.

Skoðun
Fréttamynd

Elexír við virkjana­á­ráttu?

Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira.

Skoðun
Fréttamynd

Dýr myndi Elliði allur

Í fyrradag tókumst við Elliði Vignisson á í Bítinu, en þar ræddum við umhverfis- og orkumál. Tilefnið var grein sem ég birti á Vísi og bar heitið Hægri græn orka?

Skoðun
Fréttamynd

Hægri græn orka?

Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrirsjáanleg skynsemi

Í snúinni fimmtu bylgju Covid hefur oft verið kallað eftir fyrirsjáanleika, ekki síst frá samtökum atvinnulífsins og vissum stjórnmálamönnum. Nýlega kölluðu tveir ráðherrar eftir því að allar Covid-takmarkanir yrðu afnumdar hér á landi – allt í nafni einstaklingsfrelsis.

Skoðun
Fréttamynd

Flaggskip með net í skrúfunni

Það er sárt að sjá hvernig sumar lykildeildir Landspítala eru hægt og sígandi að sökkva í sæ. Það eru engar ýkjur að flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins er komið með net í skrúfuna – og virðist reka að klettóttri strönd.

Skoðun
Fréttamynd

Leiðarar úr leið

Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­rettur að brenna út?

Það voru sérlega ánægjulegar fréttir sem birtust á forsíðu Fréttablaðsins í gær en þar kom fram að rafrettunotkun 10. bekkinga hefur dregist saman um næstum helming, eða úr 10% árið 2018 í 6% nú.

Skoðun
Fréttamynd

Hæpin auglýsing

Sígarettumyndin af Bubba í auglýsingu Borgarleikhússins á söngleiknum Níu líf hefur fengið vægast sagt mikla athygli - en fyrirmyndin er gömul ljósmynd úr tímaritinu Samúel.

Skoðun
Fréttamynd

Arion banki í bulli

Það er eins og Arion banka sé fyrirmunað að taka skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að kísilverinu í Helguvík segir Tómas Guðbjartsson læknir.

Skoðun
Fréttamynd

Nemar eru mikilvægt tannhjól

Í viðtali við Heimi & Gulla í Bítinu í morgun var ég spurður út í klíníska kennslu læknanema á 4-6 ári á Landspítala á tímum Covid-19 faraldurs.

Skoðun
Fréttamynd

Sjötugur unglingur

Það var vel til fundið hjá Fréttablaðinu að hafa forsíðumynd frá 70 ára afmælistónleikum Sinfó í gær.

Skoðun
Fréttamynd

„Umhverfisvænt ál“ - úlfur í sauðargæru?

Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs í Hafnarfirði sendir mér tóninn í grein sem kallast Tvískinnungur náttúruverndarsinnans og birtist á visir.is í gær. Tilefnið er ummæli mín um álverið í Straumsvík, fyrirtæki sem ég hef sagt vera í dauðastríði og lækning ekki í sjónmáli.

Skoðun
Fréttamynd

Álinu kálað

Ál er mál málanna í fréttum dagsins. Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbúnu útspili Rio Tinto varðandi lokun álversins í Straumsvík.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2