Erlent Sex látnir eftir tilræði í Sómalíu Sex létust og nokkrir særðust þegar bíll sprakk fyrir utan sómalska þinghúsið í Baidoa í morgun. Haft er eftir utanríkisráðherra landsins að reynt hafi verið að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu af dögum. Þrír hinna látnu voru lífverðir og þrír óbreyttir borgarar. Erlent 18.9.2006 13:32 Grunaður um að hafa rænt og nauðgað 14 ára stúlku Lögreglan í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa rænt fjórtán ára stúlku, haldið henni nauðugri og nauðgað. Erlent 18.9.2006 12:12 Scania felldi tilboð Man Stjórn sænska bílaframleiðandans Scania fundaði um yfirtökutilboð frá þýska keppinautinum Man í gær og ákvað að taka því ekki. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 9,6 milljarða evrur eða jafnvirði tæpra 859 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 18.9.2006 12:53 Vill að páfi verði dreginn fyrir dómstóla Íraskur múslimaklerkur krafðist þess í morgun að páfi verði dregin fyrir dómstóla vegna ummæla hans um Múhameð spámann. Múslimar segja afsökunarbeiðni páfa ekki fullnægjandi. Erlent 18.9.2006 12:07 Einn látinn eftir tilræði við forseta Sómalíu Einn lést og nokkrir særðust þegar reynt var að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu, af dögum í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af tilræðinu en samkvæmt Reuters-fréttastofunni mun bílsprengja hafa sprungið nærri þinghúsinu í borginni Baidoa en þar á forsetinn að hafa verið til að samþykkja nýja ríkisstjórn í landinu. Erlent 18.9.2006 11:42 Ekki ákveðið hvort hætt verði að augða úran tímabundið Talsmaður Íransstjórnar segir það misskilning hjá Vesturveldunum að Íranar séu tilbúnir að hætta auðgun úrans tímabundið. Engar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar. Erlent 18.9.2006 10:59 Ráðist gegn hermönnum í Afganistan Fjórir hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins létust og um 25 óbreyttir borgarar. flestir börn, særðust í sjálfsmorðsárás í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var á hjóli og ók upp að hermönnunum sem voru að dreifa gjöfum til barna í Kandahar-héraði. Erlent 18.9.2006 09:59 Man gerir tilboð í Scania Þýski vöruflutningabílaframleiðandinn Man gerði yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðila sinn, hinn sænska Scania, í síðustu viku. Yfirtökutilboð Man hljóðar upp á 9,6 milljarða evrur eða jafnvirði tæpra 859 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna fyrirtækjanna verður til stærsti bílaframleiðandi á þessu sviði í Evrópu. Viðskipti erlent 18.9.2006 09:16 Sögulegur sigur hægrimanna í Svíþjóð Hægra bandalagið í Svíþjóð vann sögulegan sigur í sænsku þingkosningunum í nótt. Göran Persson, formaður Jafnaðarmanna, biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag og segir af sér formennsku frá og með vorinu. Erlent 18.9.2006 08:16 Vill að Hutu öfgasinnar verði dæmdir Forseti Rúanda, Paul Kagame, segir að Hutu öfgasinnar sem skipulögðu þjóðarmorðin á Tutsi þjóðarbrotinu árið 1994 geti ekki vænst fyrirgefningar gjörða sinna. Talið er að hópur Hutu öfgasinna hafi flúið til Kongó þegar þjóðarmorðunum lauk og eru þeir sagðir ábyrgir fyrir þeim óstöðugleika sem hefur ríkt í austur Kongó á síðustu árum. Erlent 18.9.2006 08:00 Sendi SMS-skilaboð til móður sinnar Elizabeth Shoaf, 14 ára stúlku frá Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, var bjargað ómeiddri frá mannræningja í fyrradag eftir að henni hafði tekist að senda SMS-skilaboð úr farsíma ræningjans til móður sinnar. Ekkert hafði spurst til hennar síðan 6. september. Erlent 17.9.2006 22:20 Boðað verði til þingkosninga Helle Thorning-Schmidt, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, vill að boðað verði til kosninga í landinu sem fyrst. Segir hún danska velferðarkerfið í hættu vegna skattalækkana ríkisstjórnarinnar. Talsmaður ríkisstjórnarflokksins Venstre segir hugmyndina ekki koma sér á óvart. Erlent 17.9.2006 22:21 Kyssandi sjóliði gómaði þjóf Maður sem hefur um árabil haldið því fram að hann sé sjóliði sem kyssir hjúkrunarkonu á heimsfrægri mynd Life tímaritsins af fagnaðarlátum New York búa við lok seinni heimsstyrjaldar, kom nýverið í veg fyrir rán á heimili sínu. Erlent 17.9.2006 22:21 Nauðsynlegt að stöðva spillingu Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, telur nauðsynlegt að stjórnvöld, fyrirtæki og fjármálastofnanir sameinist í baráttunni gegn spillingu til að binda endi á fátækt og óstöðugleika. Erlent 17.9.2006 22:21 Illa gengur að mynda stjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur frestað viðræðum við Hamas um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Töfin þykir benda til þess að Abbas eigi í erfiðleikum með að fá Hamas til að mýkjast í afstöðu sinni gagnvart Ísrael, en Bandaríkin hafa sett það sem skilyrði ef þau eigi að samþykkja nýju stjórnina að hún viðurkenni Ísraelsríki. Erlent 17.9.2006 22:21 Vill alþjóðlegt kjarnorkuver Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segist styðja hugmyndir um að koma á fót alþjóðlegu kjarnorkuveri til að auðga úran fyrir þróunarlönd. Hann telur að slíkt ver geti hjálpað til við að verjast frekari útbreiðslu kjarnavopna. Erlent 17.9.2006 22:21 Mikil reiði í garð kaþólikka Benedikt XVI páfi sagðist í gær vera „innilega leiður“ yfir þeim viðbrögðum sem nýleg ummæli hans um íslam hafa valdið. Hann sagði orð sín, að boðskapur Múhameðs hefði verið illur og ómannúðlegur, vera tilvitnun í miðaldatexta sem lýsti ekki hans eigin skoðunum. Erlent 17.9.2006 22:21 Vilja afnema nauðgunarlög Mannréttindasamtök í Pakistan hafa krafist þess að stjórnvöld ógildi íslömsk nauðgunarlög sem eru við lýði í landinu. Samkvæmt núverandi lögum þarf kona að framvísa fjórum vitnum til þess að sanna að sér hafi verið nauðgað. Erlent 17.9.2006 22:21 Bræður í hnattrænni baráttu Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, heimsótti Venesúela í fyrsta skipti í gær til að styrkja samband sitt við Hugo Chávez, forseta landsins. Leiðtogarnir hafa sameinast í andstöðu við bandarísk stjórnvöld. Erlent 17.9.2006 22:21 Talin vera 24.000 ára gömul Neanderdalsmenn lifðu þúsund árum lengur en áður var talið, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem gerð var í Gíbraltar á Suður-Spáni. Fjallað er um niðurstöðurnar í nýjasta töluhefti vísindatímaritsins Nature. Erlent 17.9.2006 22:21 Renna hýru auga til Moskvu Íbúar Trans-Dniester-héraðs í fyrrverandi sovétlýðveldinu Moldavíu kusu í gær um hvort héraðið ætti að halda áfram baráttu sinni um að sameinast Rússlandi. Búist er við að sameiningarstefnan verði samþykkt með yfirburðum, enda styðja allir stjórnmálaflokkar héraðsins sameiningu og móðurmál langflestra af 390 þúsund íbúum þess er rússneska. Opinbert mál Moldavíu er rúmenska. Erlent 17.9.2006 22:21 Dauðadómur var staðfestur Hæstiréttur í Japan hafnaði á föstudag áfrýjunarbeiðni frá Shoko Asahara, leiðtoga trúarsafnaðarins Aum Shinrikyo, sem hlaut dauðadóm fyrir eiturefnaárás í neðanjarðarlestum Tókýóborgar árið 1995. Erlent 17.9.2006 22:21 Kynskiptingur í framboði Frambjóðandi í sjöunda sæti á framboðslista Folkpartiet fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Svíþjóð um helgina, fæddist drengur en hefur farið í leiðréttingaraðgerð á kyni. Erlent 17.9.2006 22:21 Fundu hundrað fílsskrokka Eftir að þjóðgarðsverðir í Zakouma-garðinum í Tsjad gengu fram á tíu tannlausa fílsskrokka á föstudag fóru þeir í eftirlitsferð og fundu níutíu skrokka til viðbótar. Allir fílarnir höfðu verið drepnir vegna fílabeinstanna, en skrokkarnir skildir eftir á víðavangi. Erlent 17.9.2006 22:21 Vilja að stjórnvöld sýni varúð Stærsti stjórnarandstöðuflokkur hindúa á Indlandi hefur hvatt stjórnvöld til að sýna varúð í friðarviðræðum við Pakistan sem hófust að nýju um helgina. Viðræðunum hafði verið frestað eftir að hryðjuverkamenn sprengdu upp lestir í Mumbai í júlí síðastliðnum. Erlent 17.9.2006 22:21 Hafa hrakið vígamenn burt David Richards, hershöfðingi sem leiðir 20.000 manna herlið NATO í Afganistan, sagði um helgina að aðgerðir sem miðuðu að því að hrekja herskáa talíbana úr fylgsnum sínum í Suður-Afganistan hefðu heppnast vel og væri lokið. Erlent 17.9.2006 22:21 Kyrkti sinn eigin leigumorðingja Hjúkrunarkona í Portland í Bandaríkjunum lét leigumorðingja ekki yfirbuga sig þegar hún kom að honum á heimili sínu heldur drap hann með berum höndum. Hann réðst að konunni með hamri þegar hún kom heim til sín en átökunum lauk með því að konan kyrkti árásarmann sinn, enda nokkuð stærri en hann. Erlent 17.9.2006 22:21 14 ákærðir fyrir vanrækslu Saksóknari í Egyptalandi hefur ákært 14 starfsmenn lestarfélags landsins fyrir vítaverða vanrækslu vegna lestarslyss við Kaíró í síðasta mánuði. 58 manns létust þegar tvær lestir skullu saman. Erlent 17.9.2006 22:21 Hægri flokkurinn er sigurvegari kosninganna "Sænska þjóðin hefur kosið hægrabandalagið til að stjórna. Hægri flokkurinn er stóri sigurvegari kosninganna," sagði Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð á kosningavöku fyrir stundu. Reinfeldt lýsti yfir sigri þegar fyrir lá að hægrabandalagið hafði hlotið 178 þingmenn en vinstri flokkarnir aðeins 171. Þá var búið að telja úr 5.578 kjördeild af 5.783 eða rúmlega 96%. Erlent 17.9.2006 20:53 Hægri sigur Hægri sigur blasir við í þingkosningunum í Svíþjóð. Eftir því sem liðið hefur á talninguna í kvöld hefur heldur dregið í sundur með fylkingum hægri og vinstri. Talning kjörfundaratkvæða er nú langt komin. Vinstri flokkarnir hafa samkvæmt nýjustu tölum 171 þingsæti en hægrabandalagið hefur 178 þingsæti. Kjörsókn var 79,9% en búið er að telja atkvæði frá 5.578 kjörstöðum af 5.783. Allsendis óvíst er að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en eftir helgi en þá ætti talningu utankjörfundaratkvæða að vera lokið. Erlent 17.9.2006 20:14 « ‹ 274 275 276 277 278 279 280 281 282 … 334 ›
Sex látnir eftir tilræði í Sómalíu Sex létust og nokkrir særðust þegar bíll sprakk fyrir utan sómalska þinghúsið í Baidoa í morgun. Haft er eftir utanríkisráðherra landsins að reynt hafi verið að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu af dögum. Þrír hinna látnu voru lífverðir og þrír óbreyttir borgarar. Erlent 18.9.2006 13:32
Grunaður um að hafa rænt og nauðgað 14 ára stúlku Lögreglan í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa rænt fjórtán ára stúlku, haldið henni nauðugri og nauðgað. Erlent 18.9.2006 12:12
Scania felldi tilboð Man Stjórn sænska bílaframleiðandans Scania fundaði um yfirtökutilboð frá þýska keppinautinum Man í gær og ákvað að taka því ekki. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 9,6 milljarða evrur eða jafnvirði tæpra 859 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 18.9.2006 12:53
Vill að páfi verði dreginn fyrir dómstóla Íraskur múslimaklerkur krafðist þess í morgun að páfi verði dregin fyrir dómstóla vegna ummæla hans um Múhameð spámann. Múslimar segja afsökunarbeiðni páfa ekki fullnægjandi. Erlent 18.9.2006 12:07
Einn látinn eftir tilræði við forseta Sómalíu Einn lést og nokkrir særðust þegar reynt var að ráða Abdullahi Yusuf, forseta Sómalíu, af dögum í morgun. Óljósar fregnir hafa borist af tilræðinu en samkvæmt Reuters-fréttastofunni mun bílsprengja hafa sprungið nærri þinghúsinu í borginni Baidoa en þar á forsetinn að hafa verið til að samþykkja nýja ríkisstjórn í landinu. Erlent 18.9.2006 11:42
Ekki ákveðið hvort hætt verði að augða úran tímabundið Talsmaður Íransstjórnar segir það misskilning hjá Vesturveldunum að Íranar séu tilbúnir að hætta auðgun úrans tímabundið. Engar ákvarðanir þar að lútandi hafi verið teknar. Erlent 18.9.2006 10:59
Ráðist gegn hermönnum í Afganistan Fjórir hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins létust og um 25 óbreyttir borgarar. flestir börn, særðust í sjálfsmorðsárás í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásarmaðurinn var á hjóli og ók upp að hermönnunum sem voru að dreifa gjöfum til barna í Kandahar-héraði. Erlent 18.9.2006 09:59
Man gerir tilboð í Scania Þýski vöruflutningabílaframleiðandinn Man gerði yfirtökutilboð í sænska samkeppnisaðila sinn, hinn sænska Scania, í síðustu viku. Yfirtökutilboð Man hljóðar upp á 9,6 milljarða evrur eða jafnvirði tæpra 859 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna fyrirtækjanna verður til stærsti bílaframleiðandi á þessu sviði í Evrópu. Viðskipti erlent 18.9.2006 09:16
Sögulegur sigur hægrimanna í Svíþjóð Hægra bandalagið í Svíþjóð vann sögulegan sigur í sænsku þingkosningunum í nótt. Göran Persson, formaður Jafnaðarmanna, biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í dag og segir af sér formennsku frá og með vorinu. Erlent 18.9.2006 08:16
Vill að Hutu öfgasinnar verði dæmdir Forseti Rúanda, Paul Kagame, segir að Hutu öfgasinnar sem skipulögðu þjóðarmorðin á Tutsi þjóðarbrotinu árið 1994 geti ekki vænst fyrirgefningar gjörða sinna. Talið er að hópur Hutu öfgasinna hafi flúið til Kongó þegar þjóðarmorðunum lauk og eru þeir sagðir ábyrgir fyrir þeim óstöðugleika sem hefur ríkt í austur Kongó á síðustu árum. Erlent 18.9.2006 08:00
Sendi SMS-skilaboð til móður sinnar Elizabeth Shoaf, 14 ára stúlku frá Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, var bjargað ómeiddri frá mannræningja í fyrradag eftir að henni hafði tekist að senda SMS-skilaboð úr farsíma ræningjans til móður sinnar. Ekkert hafði spurst til hennar síðan 6. september. Erlent 17.9.2006 22:20
Boðað verði til þingkosninga Helle Thorning-Schmidt, formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, vill að boðað verði til kosninga í landinu sem fyrst. Segir hún danska velferðarkerfið í hættu vegna skattalækkana ríkisstjórnarinnar. Talsmaður ríkisstjórnarflokksins Venstre segir hugmyndina ekki koma sér á óvart. Erlent 17.9.2006 22:21
Kyssandi sjóliði gómaði þjóf Maður sem hefur um árabil haldið því fram að hann sé sjóliði sem kyssir hjúkrunarkonu á heimsfrægri mynd Life tímaritsins af fagnaðarlátum New York búa við lok seinni heimsstyrjaldar, kom nýverið í veg fyrir rán á heimili sínu. Erlent 17.9.2006 22:21
Nauðsynlegt að stöðva spillingu Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóðabankans, telur nauðsynlegt að stjórnvöld, fyrirtæki og fjármálastofnanir sameinist í baráttunni gegn spillingu til að binda endi á fátækt og óstöðugleika. Erlent 17.9.2006 22:21
Illa gengur að mynda stjórn Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur frestað viðræðum við Hamas um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Töfin þykir benda til þess að Abbas eigi í erfiðleikum með að fá Hamas til að mýkjast í afstöðu sinni gagnvart Ísrael, en Bandaríkin hafa sett það sem skilyrði ef þau eigi að samþykkja nýju stjórnina að hún viðurkenni Ísraelsríki. Erlent 17.9.2006 22:21
Vill alþjóðlegt kjarnorkuver Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, segist styðja hugmyndir um að koma á fót alþjóðlegu kjarnorkuveri til að auðga úran fyrir þróunarlönd. Hann telur að slíkt ver geti hjálpað til við að verjast frekari útbreiðslu kjarnavopna. Erlent 17.9.2006 22:21
Mikil reiði í garð kaþólikka Benedikt XVI páfi sagðist í gær vera „innilega leiður“ yfir þeim viðbrögðum sem nýleg ummæli hans um íslam hafa valdið. Hann sagði orð sín, að boðskapur Múhameðs hefði verið illur og ómannúðlegur, vera tilvitnun í miðaldatexta sem lýsti ekki hans eigin skoðunum. Erlent 17.9.2006 22:21
Vilja afnema nauðgunarlög Mannréttindasamtök í Pakistan hafa krafist þess að stjórnvöld ógildi íslömsk nauðgunarlög sem eru við lýði í landinu. Samkvæmt núverandi lögum þarf kona að framvísa fjórum vitnum til þess að sanna að sér hafi verið nauðgað. Erlent 17.9.2006 22:21
Bræður í hnattrænni baráttu Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, heimsótti Venesúela í fyrsta skipti í gær til að styrkja samband sitt við Hugo Chávez, forseta landsins. Leiðtogarnir hafa sameinast í andstöðu við bandarísk stjórnvöld. Erlent 17.9.2006 22:21
Talin vera 24.000 ára gömul Neanderdalsmenn lifðu þúsund árum lengur en áður var talið, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem gerð var í Gíbraltar á Suður-Spáni. Fjallað er um niðurstöðurnar í nýjasta töluhefti vísindatímaritsins Nature. Erlent 17.9.2006 22:21
Renna hýru auga til Moskvu Íbúar Trans-Dniester-héraðs í fyrrverandi sovétlýðveldinu Moldavíu kusu í gær um hvort héraðið ætti að halda áfram baráttu sinni um að sameinast Rússlandi. Búist er við að sameiningarstefnan verði samþykkt með yfirburðum, enda styðja allir stjórnmálaflokkar héraðsins sameiningu og móðurmál langflestra af 390 þúsund íbúum þess er rússneska. Opinbert mál Moldavíu er rúmenska. Erlent 17.9.2006 22:21
Dauðadómur var staðfestur Hæstiréttur í Japan hafnaði á föstudag áfrýjunarbeiðni frá Shoko Asahara, leiðtoga trúarsafnaðarins Aum Shinrikyo, sem hlaut dauðadóm fyrir eiturefnaárás í neðanjarðarlestum Tókýóborgar árið 1995. Erlent 17.9.2006 22:21
Kynskiptingur í framboði Frambjóðandi í sjöunda sæti á framboðslista Folkpartiet fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Svíþjóð um helgina, fæddist drengur en hefur farið í leiðréttingaraðgerð á kyni. Erlent 17.9.2006 22:21
Fundu hundrað fílsskrokka Eftir að þjóðgarðsverðir í Zakouma-garðinum í Tsjad gengu fram á tíu tannlausa fílsskrokka á föstudag fóru þeir í eftirlitsferð og fundu níutíu skrokka til viðbótar. Allir fílarnir höfðu verið drepnir vegna fílabeinstanna, en skrokkarnir skildir eftir á víðavangi. Erlent 17.9.2006 22:21
Vilja að stjórnvöld sýni varúð Stærsti stjórnarandstöðuflokkur hindúa á Indlandi hefur hvatt stjórnvöld til að sýna varúð í friðarviðræðum við Pakistan sem hófust að nýju um helgina. Viðræðunum hafði verið frestað eftir að hryðjuverkamenn sprengdu upp lestir í Mumbai í júlí síðastliðnum. Erlent 17.9.2006 22:21
Hafa hrakið vígamenn burt David Richards, hershöfðingi sem leiðir 20.000 manna herlið NATO í Afganistan, sagði um helgina að aðgerðir sem miðuðu að því að hrekja herskáa talíbana úr fylgsnum sínum í Suður-Afganistan hefðu heppnast vel og væri lokið. Erlent 17.9.2006 22:21
Kyrkti sinn eigin leigumorðingja Hjúkrunarkona í Portland í Bandaríkjunum lét leigumorðingja ekki yfirbuga sig þegar hún kom að honum á heimili sínu heldur drap hann með berum höndum. Hann réðst að konunni með hamri þegar hún kom heim til sín en átökunum lauk með því að konan kyrkti árásarmann sinn, enda nokkuð stærri en hann. Erlent 17.9.2006 22:21
14 ákærðir fyrir vanrækslu Saksóknari í Egyptalandi hefur ákært 14 starfsmenn lestarfélags landsins fyrir vítaverða vanrækslu vegna lestarslyss við Kaíró í síðasta mánuði. 58 manns létust þegar tvær lestir skullu saman. Erlent 17.9.2006 22:21
Hægri flokkurinn er sigurvegari kosninganna "Sænska þjóðin hefur kosið hægrabandalagið til að stjórna. Hægri flokkurinn er stóri sigurvegari kosninganna," sagði Fredrik Reinfeldt, leiðtogi Hægriflokksins í Svíþjóð á kosningavöku fyrir stundu. Reinfeldt lýsti yfir sigri þegar fyrir lá að hægrabandalagið hafði hlotið 178 þingmenn en vinstri flokkarnir aðeins 171. Þá var búið að telja úr 5.578 kjördeild af 5.783 eða rúmlega 96%. Erlent 17.9.2006 20:53
Hægri sigur Hægri sigur blasir við í þingkosningunum í Svíþjóð. Eftir því sem liðið hefur á talninguna í kvöld hefur heldur dregið í sundur með fylkingum hægri og vinstri. Talning kjörfundaratkvæða er nú langt komin. Vinstri flokkarnir hafa samkvæmt nýjustu tölum 171 þingsæti en hægrabandalagið hefur 178 þingsæti. Kjörsókn var 79,9% en búið er að telja atkvæði frá 5.578 kjörstöðum af 5.783. Allsendis óvíst er að endanleg úrslit liggi fyrir fyrr en eftir helgi en þá ætti talningu utankjörfundaratkvæða að vera lokið. Erlent 17.9.2006 20:14