Bandaríski fótboltinn

Fréttamynd

Tap hjá Guðmundi og New York í fyrsta leik

MLS deildin í Bandaríkjunum er farin af stað og Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði New York City FC sem heimsótti DC United í nótt. Guðmundur og félagar þurftu að sætta sig við 2-1 tap í fyrsta leik tímabilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þeir vilja halda mér í landsliðinu“

„Þetta er allt saman mjög spennandi og þeir seldu mér þetta strax,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í fótbolta, um vistaskiptin til New England Revolution. Arnór flytur til Boston í næsta mánuði og byrjar að spila í MLS-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Neville orðinn þjálfari liðs Beckhams

Bandaríska knattspyrnufélagið Inter Miami, sem er að hluta í eigu Davids Beckham, hefur ráðið einn af félögum eigandans úr sigursælu liði Manchester United, Phil Neville, sem þjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Söngur Gumma Tóta sló í gegn hjá New York City

Það getur oft verið ansi pínlegt fyrir nýliða í knattspyrnuliðum að ganga í gegnum þá algengu vígsluathöfn að syngja einsöng fyrir nýju liðsfélagana. Fyrir Guðmund Þórarinsson er það hins vegar lítið mál.

Fótbolti
Fréttamynd

Litla baunin leysir ljónið frá Svíþjóð af hólmi

Javier Hernandez eða "Chicharito“ eins og hann er oftar en ekki kallaður er genginn til liðs við LA Galaxy í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Þar mun hann leysa Zlatan Ibrahimovic af hólmi en Zlatan gekk til liðs við ítalska stórveldið AC Milan fyrr á þessu ári.

Fótbolti