Auglýsinga- og markaðsmál

Fréttamynd

Sahara tók gull og silfur

Markaðs- og auglýsingastofan Sahara hlaut verðlaunin Global Digital Excellence Awards 2023 í tveimur flokkum á dögunum. Gull fyrir herferðina „Keeping London Warm Since 2022“ sem stofan gerði fyrir 66°Norður og silfur fyrir herferðina „Life's Too Short“ sem gerð var fyrir Blue Car Rental.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytingar í stjórn­enda­t­eymi TM

Fríða Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsmála og sölu hjá TM. Þá hefur Garðar Þ. Guðgeirsson verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnu og áhættu og mun Kjartan Vilhjálmson taka sæti í framkvæmdastjórn yfir lögfræðiþjónustu og vöruþróun hjá félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Notaður í aug­lýsingu með gervi­greind án leyfis

Tom Hanks hefur varað að­dá­endur sína við því að í um­ferð sé aug­lýsing á vegum trygginga­fyrir­tækis þar sem gervi­greind er nýtt til að nota leikarann í aug­lýsingunni. Þetta er án hans að­komu og sam­þykkis.

Lífið
Fréttamynd

„Svaka­leg“ markað­setning hjá sól­baðs­stofum landsins

Merki eru um að ungmenni sæki í síauknum mæli í ljósabekki. Húðlæknir segir markaðsetningu villandi en dæmi séu um að sólbaðstofur auglýsi ljósabekki sem sagðir eru auka collagen framleiðslu húðarinnar og séu d-vítamínbætandi. Hún telur að banna ætti ljósabekkjanotkun algjörlega hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Jón Júlíus til Við­skipta­ráðs

Jón Júlíus Karlsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra UMF Grindavíkur síðustu ár, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðskiptaráði og mun annast verkefni á sviði samskipta, miðlunar og viðburðahalds auk þátttöku í málefnastarfi og annarri daglegri starfsemi ráðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fá sekt vegna full­yrðinga um CBD-olíuna Sprota

Neytendastofa hefur ákveðið að sekta Healing Iceland ehf. um 100 þúsund krónur vegna fullyrðinga um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“. Brotin eru metin alvarleg auk þess að stríða gegn góðum viðskiptaháttum.

Neytendur
Fréttamynd

Í átt að sjálf­bærni í ferða­þjónustu á höfuð­borgar­svæðinu

Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfa ekki að fjarlægja mynd af roða á hálsi

Heilbrigðisráðuneyti hefur fellt úr gildi ákvörðun Lyfjastofnunar sem gerði umboðsmanni lyfsins Septabene að fjarlægja mynd af roða í hálsi og ljósan borða á umbúðum lyfsins. Taldi ráðuneytið ákvörðunina ekki samræmast jafnræðisreglu þar sem fjöldi annarra lyfja væru áletruð með sambærilegum myndum. 

Neytendur