
Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Væntanlegur fjöldi ferðamanna ekki aðalmálið
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir fjölda ferðamanna sem leggur leið sína hingað til lands ekki aðalmálið. Mikilvægara sé að horfa til þess sem ferðaþjónustan skilur eftir sig; verðmætasköpun og samkeppnishæfni.

Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun
Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi.

Snúið að afgreiða fulla flugvél á skömmum tíma
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli.

Segir hugmyndirnar „nokkuð í þeim anda“ sem hann hafi verið að hugsa
Sóttvarnalæknir segir þær hugmyndir sem kynntar voru um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar „nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa.“

Stórt en varfærið skref segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir segir að þau skref sem kynnt voru á blaðamannafundi í dag sem miða að því létta á ferðatakmörkunum til og frá landinu séu stór en á sama tíma varfærin.

Leggja til skimun á Keflavíkurflugvelli í stað sóttkvíar
Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli.

Borgarstjóri London vill enga fótboltaleiki í borginni strax
Enska úrvalsdeildin ætlar sér að koma til baka í júní en þangað til þarf að sannfæra marga um að þetta sér rétta skrefið á tímum kórónuveirunnar.

Shaquille O'Neal: Við eigum að aflýsa þessu NBA tímabili
NBA-goðsögnin Shaquille O'Neal er harður á því að NBA-deildin eigi að flauta tímabilið af vegna kórónuveirunnar.

Búið að semja við bankana um brúarlánin
Samningar hafa verið undirritaðir við viðskiptabankana fjóra um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svonefndra brúarlána.

Fleiri sögð látin í Rússlandi en gefið er upp
Rússland er nú í öðru sæti ríkja heimsins yfir fjölda smitaðra sem hafa verið greind. Alls hafa 232.243 greinst með nýju kórónuveirunnar í Rússlandi.

Svona var blaðamannafundurinn um afléttingu ferðatakmarkana
Fundurinn verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og hefst hann klukkan 15:00.

Lést vegna Covid-19 eftir hráka frá ókunnugum manni
Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú dauðsfall starfsmanns sem vann í Victoria-lestarstöðinni í London. Hún lést í upphafi apríl vegna Covid-19, skömmu áður hafði maður sem sagðist vera sýktur af veirunni hrækt á hana og annan starfsmann.

Ragnar Þór segir stjórnendasögu Icelandair einkennast af spillingu
Formaður VR segir Maríu Stefánsdóttur sölustjóra flugfélagsins á villigötum í vörn sinni fyrir félagið. Nú ríki heilagt stríð

Rekstrarhalli Landspítalans nemur rúmum átta hundruð milljónum króna
Halli á rekstri Landspítalans á fyrstu þremur mánuðum ársins nemur rúmum átta hundruð milljónum króna. Mestu munar þar um aukinn launakostnað sem fer rúmum sex hundruð milljónum fram úr áætlun í janúar, febrúar og mars.

Vill að ferðatakmörkunum verði aflétt tafarlaust
Sigríður Á. Andersen telur jafnframt að það henti ekki Íslandi að loka landamærum vegna faraldurs kórónuveiru, sem hún kveður umdeilda aðgerð, og segir lokunina stuðla að fátækt.

Talsmaður Pútíns á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits
Dmitry Peskov, fjölmiðlafulltrúi Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, hefur greinst með kórónuveiruna.

Fólki í sóttkví fjölgar um 133
Fimmta daginn í röð greinist enginn með kórónuveirusmit á Íslandi.

Segir Obama hafa átt að halda kjafti
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefði ekki átt að gagnrýna Donald Trump, núverandi forseta, fyrir viðbrögð hans við heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og vegna inngripa hans í dómskerfi Bandaríkjanna.

Ríkisstjórnin kynnir breytingar á ferðatakmörkunum síðar í dag
Ríkisstjórnin hyggst boða til blaðamannafundar síðar í dag þar sem kynntar verða breytingar á ferðatakmörkunum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum.

Hefja mótefnamælingar fyrir einstaklinga sem telja sig hafa fengið Covid-19
Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans er byrjuð að mæla mótefni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19 fyrir þá einstaklinga sem telja sig hafa fengið sjúkdóminn.

Norðmenn sækja milljarða í olíusjóðinn
Stjórnvöld í Noregi hyggjast sækja nærri 420 milljarða norskra króna, um sex þúsund milljarða íslenskra króna, úr olíusjóði sínum til að fjármagna aðgerðir sínar vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Af hverju leggst veiran harðar á karla en konur?
Ýmislegt bendir til þess að karlar séu í meiri hættu á að veikjast alvarlega af kórónuveirunni. Ný bresk rannsókn sýnir fram á að karlmenn þar í landi áttu talsvert meira á hættu að látast úr veirunni en konur.

Rakningarappið ekki valdið straumhvörfum í smitrakningu
Gestur Pálmason, einn af meðlimum smitrakningarteymis almavannavarna, telur að þó að smitrakningarforritið Rakning C-19 hafi reynst gagnlegt í nokkrum tilfellum hafi það ekki valdið straumhvörfum í starfi teymisins við það að rekja smit hér á landi.

Fleiri deyja á dvalarheimilum en sjúkrahúsum á Bretlandi
Rúmlega 40 þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19 á Bretlandi. Það er hæsta talan í Evrópu og eingöngu hafa fleiri dáið í Bandaríkjunum, eða minnst 80.684.

Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu
Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi.

Hyggjast skima alla borgarbúa í Wuhan
Borgaryfirvöld í Wuhan, þar sem kórónuveiran var fyrst staðfest, ætla að ráðast í gríðarlega umfangsmikla rannsókn á útbreiðslu veirunnar þar í borg.

113 ára kona jafnaði sig af Covid-19
Hin 113 ára gamla María Branyas er talin vera elsti einstaklingurinn sem hefur jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur.

Sjá fram á lengri kórónuveirukreppu
Forsvarsmenn fyrirtækja innan vébanda Samtaka atvinnulífsins áætla að frekari uppsagnir séu væntanlegar og að kórónuveirukreppan verði lengri en þeir töldu.

Mörg ríki ekki undirbúin fyrir tilslakanir á félagsforðun
Víða um heim er verið að draga úr takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun. Það er þó óljóst hve mörg ríki eru í raun undirbúin og sérfræðingar vara við því að mörg ríki séu það ekki.

Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær.