Náttúruhamfarir

Örvæntingin eykst á Haítí en stjórnvöld afþakka aðstoð
Stjórnvöld á Haítí afþökkuðu aðstoð alþjóðlegra hjálparsamtaka vegna jarðskjálftans um helgina þrátt fyrir að erlendir hjálparstarfsmenn í landinu segi sjúkrahús á hamfarasvæðinu að mestu óstarfhæf og að skortur sé á lækningatækjum.

Mikil flóð eftir úrhelli í sænsku Dölunum
Skemmdir hafa orðið á vegum og brúm og flætt hefur inn í íbúðarhús í miklum flóðum í kjölfar úrhellisúrkomu í Gävleborg og Dölunum í austanverðri Svíþjóð. Íbúar á svæðinu eru varaðir við því að vera á ferðinni nema alger nauðsyn krefji.

Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí
Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir.

Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag
Staðfestum dauðsföllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugardag fjölgaði mjög í dag. Opinberar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað.

Þúsundir flýja gróðurelda á Frönsku rivíerunni
Þúsundir manna, þeirra á meðal mikill fjöldi erlendra ferðamanna á tjaldsvæðum, hafa þurft að flýja af hluta Frönsku rivíerunni vegna gróðurelda sem hafa þar blossað upp.

Úrhelli og yfirvofandi aurskriður gera björgunarliði erfitt fyrir
Talsmenn haítískra yfirvalda segja tölu látinna vegna skjálftans mikla sem reið yfir á laugardag nú vera komna í 1.419 og þá er vitað um 6.900 manns sem hafi slasast. Ekki er vitað um nákvæman fjölda þeirra sem enn er saknað.

Stormur í kjölfar jarðskjálfta
Hitabeltisstormurinn Grace skall á Haítí í gærkvöldi aðeins tveimur dögum eftir öflugan jarðskjálfta sem kostað hefur rúmlega fjórtán hundruð manns lífið. Um sex þúsund manns slösuðust og þúsundir bygginga eyðilögðust.

Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra
Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa.

Haítar búa sig undir komu hitabeltisstormsins Grace
Búist er við að hitabeltisstormurinn Grace skelli á Haíti í kvöld. Almannavarnir þar í landi vara við miklum stormi og rigningu, mikilli ölduhæð á hafi úti, aurskriðum og flóðum.

Minnst 1.297 eru látin á Haítí
Tala látinna eftir öflugan jarðskjálfta á Haítí í gær er komin í 1.297.

Tala látinna á Haítí er komin í 304
Minnst 304 hafa látist eftir að öflugur jarðskjálfi varð á Haítí fyrr í dag. Hundruðir eru særðir og mikils fjölda er enn saknað.

Minnst 44 eru látin í flóðum í Tyrklandi
Gríðarleg flóð hafa verið í Tyrklandi síðustu daga. Tala látinna er komin í 44.

Telja hundruð til viðbótar hafa látist í hitabylgju
Þrefalt fleiri dauðsföll urðu þegar öflug hitabylgja gekk yfir norðvesturríki Bandaríkjanna í júní en yfirvöld hafa hafa rakið til hitans. Líklegt er að mannfallið í hitabylgjunni hafi því verið enn meira en greint hefur verið frá.

Stærstu gróðureldar á jörðinni loga í Síberíu
Gróðureldar sem nú loga á þúsundum ferkílómetra lands í Síberíu eru stærri en allir aðrir gróðureldar sem loga á jörðinni. Rússnesk yfirvöld berjast nú við fleiri en 190 skógarelda en tugir annarra elda fá að loga óáreittir fjarri mannabyggð.

Minnst 65 fórust í umfangsmiklum eldum í Alsír
Minnst 65 dóu vegna umfangsmikilla skógarelda í Alsír í gær. Þar á meðal voru 28 hermenn sem voru að hjálpa við slökkvistarf og brottflutning íbúa í Kabylie-héraði. Smærri eldar loga í minnst sextán öðrum héruðum landsins.

Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna og losun koltvísýrings afar mikil
Mörg þúsund hafa flúið heimili sín á grísku eyjunni Evia í gær og í dag þar sem ekkert lát er á einhverjum verstu gróðureldum í manna minnum. Eldar loga enn í Síberíu, Tyrklandi og Kaliforníu. Veðurfræðingur segir losun koltvísýrings vegna eldanna afar mikla.

Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi
Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum.

Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu
Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm.

Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum
Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð.

Tala látinna í Kína er komin í þrjú hundruð
Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag að tala látinna í flóðunum sem riðu yfir Henanhérað í júlí væri komin í 302. Þá er minnst fimmtíu enn saknað.

Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi
Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna.

Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni
Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu.

Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska
Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins.

Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu
Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð.

Flæðir inn á sjúkrahús og lestarkerfi í Lundúnum
Miklar rigningar í suðurhluta Englands og í Wales hafa orðið þess valdandi að flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út á fimm svæðum, þar á meðal í höfuðborginni Lundúnum.

Fórst eftir að hafa kastað barni sínu í öruggt skjól
Kona sem kastaði barni sínu í öruggt skjól rétt áður en aurskriða féll á heimili hennar í Kína er dáin. Barnungri dóttur hennar var bjargað af björgunarsveitarmönnum á miðvikudag, sólarhring eftir að aurskriðan féll á heimilið.

Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns
Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku.

Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni
Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga.

Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína
Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum.

Mesta rigning Kína í þúsund ár
Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga.