Fuglar
Sölubann sett á til bjargar grágæsarstofninum
Óheimilt er nú að bjóða til sölu eða selja grágæs og afurðir hennar og sömuleiðis að flytja hana út.
Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum
Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund.
„Ef það eru ekki mávar þá er það seðlabankastjóri“
Fuglafræðingur segir aukinn ágang máva á höfuðborgarsvæðinu og kvartanir vegna þeirra vera árlegan viðburð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan áhættusamari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt uppdráttar, líkt og aðra sjófugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma.
Hvimleitt vandamál í sundlauginni á Laugum: „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“
Loka þurfti sundlauginni á Laugum í Þingeyjarsveit í dag og í gær sökum þess hve mikill andaskítur var í lauginni. Magnús Már Þorvaldsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum segir að óhætt sé að halda því fram að um hvimleitt vandamál sé að ræða.
Vestmanneyingar velkomnir í Grímsey að redda sér lunda
Grímseyingar segja skýr merki þess að lunda hafi fjölgað í eynni. Svo mikið er þar af lunda að von er á hópum Vestmanneyinga norður til að redda eigin lundaballi.
Geirfuglinn kominn á sinn stað
Listaverkið Geirfugl eftir Ólöfu Nordal er aftur komið á sinn stall eftir að hafa fallið niður við högg í mikilli ísingu í vetur.
Kríuvarp á Snæfellsnesi minnkað stórlega
Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum.
Páfagaukar geta nú hringt í vini sína
Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri.
Hólmum í tjörninni fjölgar um fjóra
Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipulagi Reykjavíkurtjarnar. Í breytingunum felst meðal annars bygging fjögurra nýrra hólma.
Æðarkolla ver hreiður sitt með goggi og klóm
Æðarkolla í Fremri-Langey á Breiðafirði var ekki alvel á því að fara af hreiðri sínu þegar Snorri Pétur Eggertsson æðarbóndi vildi taka hjá henni dúninn í vikunni. Hann segir kollurnar hvektar á tófu og örnum sem hafi af þeim eggin og þessi hafi reynst einstaklega baráttuglöð.
Dimma gæðir sér á pönnuköku úr munni eiganda síns
Pönnukökur eru í mestu uppáhaldi hjá Dimmu, sem er taminn hrafn, sem býr í Heiðmörk í Reykjavík. Dimma er ánægðust þegar eigandinn heldur á henni og biður hana að gera ýmsar æfingar. Á heimilinu er líka risa hundur, sem heitir Rjúpa.
Fólk beðið um að láta af brauðgjöf til andanna
Dýravinir á öllum aldri eru beðnir um að standast þá freistingu að gefa öndunum brauð við Tjörnina í Reykjavík í sumar. Ástæðan eru sílamávar sem eru líklegir til að vaða í nýklakta andarungana.
Harmar óþarfa fugladráp og biðlar til kattaeigenda að vera á varðbergi
María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum.
Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat
Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur.
Óvænt ánægja þegar tjaldsegg fundust við leiði
Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir gerði fallega uppgötvun í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi í gær þegar tjaldur hafði hreiðrað um fjögur egg sín við leiði föður hennar.
Fuglaflensa ekki talin ástæða fjöldadauðans
Fuglaflensa er ekki talin ástæða fjöldadauða fugla sem hefur valdið vísindamönnum áhyggjum upp á síðkastið. Hundruð fugla hafa fundist dauð víða um land.
Bólusetja endur í haust
Franska landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að bólusetningartilraunir við fuglaflensu á öndum hafi gefið viðunandi árangur. Stefnt er að því að bólusetja aliendur í haust.
„Ég man ekki eftir svona miklum dauða“
Dauðir lundar og ritur hafa sést hundraðatali í fjörum á Faxaflóasvæðinu undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur og mikið áhyggjuefni að mati fuglafræðings.
Fjöldadauði fugla á Faxaflóa
Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig.
„Þær litu hvorki til hægri né vinstri“
„Nei, ég er bara alveg undrandi,“ segir eldri borgarinn og fyrrverandi héraðsdómarinn Arngrímur Ísberg hlæjandi í samtali við Vísi spurður að því hvort hann hafi búist við því að mynd hans af gæsafjölskyldu í Hlíðunum myndi vekja eins mikla athygli og raun ber vitni.
Minnkandi lundastofn hræðir ferðaþjónustuna
Íslenski lundastofninn er í miklum vandræðum og hefur dregist saman um sjötíu prósent á síðustu þrjátíu árum. Þetta kemur ekki síst illa við ferðaþjónustuna sem hefur markaðssett lundann sem einkennisfulg landsins.
Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarðvík
Tæplega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávarmálinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarðvík. Meindýraeyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Matvælastofnunar til rannsóknar. Sérfræðingar Matvælastofnunar hafa áður viðrað áhyggjur sínar af óútskýrðum fjöldadauða rita.
Dúfur eru með jafnrétti kynjanna 100% á hreinu
Dúfur vita nákvæmlega hvað jafnrétti kynjanna þýðir því kerlingin liggur 12 klukkutíma á sólarhring á eggjum og karlinn hina tólf tímana. Þá sjá bæði kynin um að gefa ungunum mjólkina sína fyrstu sólarhringana.
Álftir byrjaðar að drepast
Matvælastofnun hefur miklar áhyggjur af óútskýrðum fjöldadauða rita. Einnig hafa borist margar tilkynningar um dauðar álftir.
Hafa greint skæða fuglaflensu í stokkönd
Skæð fuglaflensa H5N1 hefur greinst í stokkönd sem fannst í húsagarði í Garðabæ í lok mars. Um er að ræða fyrstu skæðu fuglaflensuna sem greinist hér á landi á þessu ári. Sömuleiðis hefur verið tilkynnt um óútskýrðan fjöldadauða í ritum á síðustu vikum.
Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Íslandi
Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis.
Súlur sem lifa af fuglaflensu breyta um augnlit
Vísindamenn hafa komist að því að augnlitur þeirra súla sem lifa af fuglaflensu breytist úr bláum í svartan. Uppgötvunin gæti reynst mikilvæg við að flokka fugla.
Gæsirnar mun færri en í venjulegu ári
Mun færri gæsir virðast hafa lagt leið sína hingað til lands í vor en í venjulegu ári, í það minnsta á Suðausturlandi
Sjö egg í laup krummapars á Selfossi
Enn og aftur hafa hrafnarnir Hrefna og Hrafn gert sér laup við verslun Byko á Selfossi og þar er Hrefna búin að verpa sjö eggjum. En þetta er ekki eini laupurinn á Selfossi.
Svört gæs vekur athygli
Myndir náðust af sérkennilegri grágæs í Háaleitishverfinu í vikunni. Grágæsin er sérkennileg fyrir þær sakir að hún er ekki grá heldur svört. Líklega er um genagalla að ræða, svokallaða sortu sem veldur ofgnótt af litarefninu melaníni í húð dýra.