Kettir

Fréttamynd

Nóra er fundin og komin heim

Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir fengu köttinn Nóru aftur heim til sín í dag, mánuði eftir að Reykjavíkurborg fjarlægði hana. Þau vonast til þess að borgin endurskoði verkferla sína eftir málið.

Innlent
Fréttamynd

Tak­­marka eigi lausa­­göngu katta til að hlífa fuglum

Varptími smáfugla stendur yfir þessa dagana og bendir Fuglavernd kattaeigendum því á að halda köttum sínum inni á næturnar. Undanfarin ár hefur dýravinur í Vesturbæ vakið athygli á fuglaveiðum katta í nær árlegri færslu á Facebook. Hún segir kattaeigendur í nágrenninu orðna meðvitaðri um ábyrgðarhlutverk sitt af því í ár hafi ungar komist á legg í fyrsta skipti í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Losa sig við Covid-ketti

Kattholt er nærri fullt af heimilislausum köttum og hefur þeim fjölgað þar mikið að undanförnu. Rekstrarstjórinn segir kettina dvelja lengur en áður og eftirspurnina minni.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast banna lausa­­göngu katta að nætur­lagi

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Nýtti tækifærið og stökk út um glugga

Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum.

Innlent
Fréttamynd

Borgin fjar­lægði og týndi heimiliskettinum

Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita.

Innlent
Fréttamynd

„Lifði hamingjusöm til æviloka“

Nanna Lovísa Zophoníasdóttir gerði sér lítið fyrir og tók ákvörðun sem breytti öllu hennar lífið. Hún seldi yfirskuldsett húsið sitt í Hafnarfirði og flutti á Vatnsleysuströnd þar sem hún er að gera upp gamlan bóndabæ alveg niður við sjóinn.

Lífið
Fréttamynd

Kæru kjósendur

Á morgun er kosningadagurinn. Bæði í Eurovision og sveitastjórnarkosningum. Ég viðurkenni hér með að ég er enginn eurovision aðdáandi þó ég hafi átt skemmtilegar stundir og minningar við að horfa á keppnina sem ég hef gert stöku sinnum.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru Akureyringar

Eftir viku er kosið í sveitarstjórnarkosningum og ég óska eftir umboði ykkar til að starfa fyrir bæinn. Ég hef ekki starfað hjá bænum síðan í vinnuskólanum sem unglingur, en hef þó lagt mitt af mörkum við að lífga bæjarlífið. Kosningarnar gætu verið mikilvægustu kosningar í bænum í langan tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót.

Innlent
Fréttamynd

Safnar sögum um ketti sem finnast langt að heiman: „Þetta getur ekki verið tilviljun“

Nýjum Facebook hóp er ætlað að kortleggja sögur af köttum sem týnast og finnast langt frá heimili sínu en nokkuð hefur borið á því undanfarið. Stofnandi hópsins telur að í einhverjum tilvikum séu óprúttnir aðilar að fara með kettina í annað bæjarfélag. Hún segir það óskiljanlega mannvonsku að fara illa með ketti og því sé mikilvægt að ná þeim sem stunda slíkt. 

Innlent
Fréttamynd

Bjargaði kisa af vellinum í miðjum leik

Knattspyrnumaðurinn Jason Kerr kom kettinum Topsey til bjargar þegar hann hljóp inn á fótboltavöll í Hillsborough í gærkvöld. Topsey var þar með bjargað frá fljúgandi fótbolta leikmanna Sheffield Wednesday og Wigan Athletic sem öttu þar kappi. 

Fótbolti
Fréttamynd

Lögregla kölluð út vegna kattar  „í góðum gír“

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning á miðnætti um vælandi kött í póstnúmerinu 103. Þegar komið var á staðinn reyndist eigandinn ekki heima en kötturinn var „í góðum gír“ að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Rósalind rektor öll

Kötturinn Rósalind rektor, sem var þekktur af flestum sem hafa sótt Háskóla Íslands á síðustu árum, er öll. 

Lífið
Fréttamynd

Köttur gleypti nál og tvinna

Mjóu mátti muna þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í vikunni. Nálin hafði skorist í gegnum tungu og mjúkan góminn áður en Guðbjarti tókst að ýta nálinni niður að húð undir tungu.

Innlent