Slysavarnir

Fréttamynd

Tvö börn fót­brotin og Rush breytti reglunum

Trampólíngarðurinn Rush hefur tilkynnt breytingar á reglum sínum til að auka öryggi gesta. Eldri systkini barna fimm ára og yngri mega ekki fylgja þeim í krakkatíma án forráðamanns. Þar að auki mega börn á þessum aldri einungis sækja garðinn þegar fyrrnefndir krakkatímar eru. 

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan fær streymi frá Reynis­fjöru

Uppsetningu viðvörunar- og upplýsingaskilta í Reynisfjöru er lokið og búið er að koma fyrir löggæslumyndavélam á mastri í fjörukambinum. Þaðan er myndum streymt á varðstöfu lögreglunnar á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Eldvarnir í dagsins önn

Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks.

Skoðun
Fréttamynd

Þrettán hlutu varan­legt heilsu­tjón vegna flug­elda­slysa á rúmum ára­tug

Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla

Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferðar­öryggi skóla­barna

Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu.

Skoðun
Fréttamynd

Átt þú fram­rúðu­plástur?

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stefnir í að umferðin í ár verði jafnmikil og metárið 2018. Umferðin virðist vera að ná fyrri styrk frá því fyrir Covid-19, árin 2020 og 2021, og mældist umferðin í júní síðastliðnum tæpum 6% meiri en í sama mánuði á síðasta ári.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna“

Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan. 

Innlent
Fréttamynd

Aukning inn­brota á heimili

Innbrotum á heimili fjölgaði um 40% í fyrra miðað við árið 2020. Fjölgunin nemur 25% ef horft er til meðaltals síðustu þriggja ára. Tilkynningar um innbrot voru um 450 og voru 90% frá höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur“

„Við getum ekki horft á þessa stöðu mikið lengur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, um ástandið í Reynisfjöru þegar kemur að öryggi ferðamanna. Hún hyggst ræða við landeigendur og fulltrúa ferðaþjónustunnar um málið í næstu viku og kveðst opin fyrir því að loka ströndinni tímabundið þegar sjávarföll eru talin lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu skrefin á vinnu­markaði

Nú er sá tími ársins þegar skólar hnýta lokahnútinn á skólaárið og nemendur þyrpast fagnandi út í sumarið. Vinnuskólar sveitarfélaga taka til starfa en þar eru margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og er vinnuskólinn oft fyrsta launaða starfið þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Bættar forvarnir á sjó

Sjósókn við Íslandsstrendur hefur ávallt verið einn af okkar helstu atvinnuvegum. Oft hefur verið rætt um hetjur hafsins en í gegnum aldirnar hefur ýmis áhætta fylgt því að starfa á sjó og sjóslys voru tíð hér á árum áður.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“

Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys.

Innlent
Fréttamynd

Fækkum slysum á raf­magns­hlaupa­hjólum

Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast slysa­hættu af aug­lýsingum

Auglýsingar á gólfum íþróttahalla eru algeng sjón í handbolta og körfubolta hér á landi en þær virðast geta aukið hættuna á slysum hjá íþróttafólkinu.

Sport
Fréttamynd

Er hætta á gróður­eldum á Ís­landi?

Íslendingar þekkja vel árstíðabundnar áskoranir þegar kemur að veðri. Flestir reyna að haga seglum eftir vindi, fylgjast vel með veðurspám og sýna forvarnir í verki með því að gera ákveðnar ráðstafanir eftir því sem við á. En stundum skjóta upp kollinum nýjar áskoranir sem við þekkjum kannski ekki eins vel en þurfum að hafa í huga. Gróðureldar eru slík áskorun.

Skoðun
Fréttamynd

Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði

Tæplega tvö þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri úttekt, töluvert færri en þegar staðan var síðast könnuð fyrir fimm árum. Talið er æskilegt að fólk geti skráð búsetu sína í atvinnuhúsnæði til að auka á öryggi þess.

Innlent
Fréttamynd

Holu­fyllingar og fram­tíðar­sýn

Ástand vega er með verra móti nú eftir slæma veðratíð fyrstu mánuði ársins. Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni vegna skemmda á bílum sem rekja má til ástands vega og Vegagerðin hefur varla haft undan við að fylla í holur.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­taka sam­fé­lag

Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Dropinn holar steininn

Mikil kulda- og vætutíð hefur herjað á landann undanfarið og virðist ekkert lát vera á. Við erum flest vön því að fá fréttir af litríkum lægðum á þessum árstíma við mismikinn ef nokkurn fögnuð.

Skoðun