
Slysavarnir

Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu.

Eins og að ganga á grýttum jarðvegi frá Gróttu í Mosfellsbæ
Gríðarmikill fjöldi fólks streymir nú inn á gossvæðið til þess að sjá eldgosið við Litla-Hrút sem hófst í gær. Opnað var inn á svæðið síðdegis í dag og nú keppast viðbragðsaðilar við að koma upp skiltum við gönguleiðina.

2% ökumanna telja sig verri en meðalökumaðurinn
Júlí er umferðarþyngsti mánuðurinn á Ísland en þá leggja flestir land undir fót. Nær allar helgar eru hátíðir í bæjum og sveitum sem vel eru sóttar. Fólk fer í sumarbústaði og umferð erlendra ferðamanna er einnig mikil.

Ekki aka á mig - ég er í vinnunni!
Vegakerfi landsins er afar mikilvægur partur af innviðakerfi samfélagsins. Það tengir fólk og staði saman og öll nýtum við vegina á einn eða annan hátt.

Öryggi í sumarhúsum
Sumarið er tíminn sagði skáldið og sönglaði með. Hvernig sem viðrar eru sumarhús vinsælir griðarstaðir á Íslandi og þar sköpum við góðar minningar. Við viljum öll eiga notalega og áhyggjulausa dvöl í sumarhúsum og forðast óþægindi.

Gelkúlur úr leikfangabyssum valda usla á leikskólalóðum
Gelkúlur úr leikfangabyssum eru farnar að valda usla á leikskólalóðum landsins. Kennarar biðla til foreldra barna og unglinga að halda byssunum frá leikskólalóðum enda komist kúlurnar auðveldlega í litla munna, nef og eyru.

Takmörk fyrir fjölda blómakerja sem „spretti upp eins og gorkúlur“
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að eins mikið og hún hafi gaman af blómum þá séu takmörk fyrir því hvað rétt sé að koma upp mörgum blómakerjum í borgarlandinu. Borgin gerir ráð fyrir að áfram verði unnið að uppsetningu blómakerja í borgarlandinu.

„Við afgreiðum aldrei krakka um þurrís“
Þurrís er seldur í vel merktum umbúðum hér á landi og aldrei til barna að sögn söluaðila. Barn slasaðist í þurrís sprengingu á skólalóð Langholtsskóla.

Spyr hvort vandamálið séu ferðamenn sem borga ekki til að skoða Gullfoss
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spyr þingmann Sjálfstæðisflokksins hvort hann vilji meina að vandamálið við skort á neyðarþjónustu á ferðamannastöðum sé að ferðamenn borgi ekki þúsund krónur til að skoða Gullfoss.

Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist
Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst.

Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir
Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað.

Gelkúlubyssur valda usla í grunnskólum
Auknar vinsældir rafknúinna leikfangabyssa eru skólastjórnendum áhyggjuefni en nokkrir nemendur hafa skotið á samnemendur í skólanum. Fagstjóri á skóla-og frístundasviði segir þetta lið í ofbeldismenningu, það færist í aukana að nemendur mæti vopnaðir hnífum í skólann.

Þingmaður segir skort á símasambandi óviðunandi
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir óviðunandi að ekki sé símasamband við þjóðveg 1 eða stærstu ferðamannastaði landsins. Hann kallar eftir að byggt verði upp 5G fjarskiptakerfi eftir færeyskri fyrirmynd.

Vilja nýjan pott og segja þann gamla vera slysagildru
Rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í Kópavogslaug. Talsmaður hópsins segir núverandi pott vera slysagildru. Bæjarstjóri segir tillit verða tekið til ábendingana í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.

Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni
Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp.

Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu
Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum.

Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss
Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang.

Kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að dóttir slasaðist
Hafnfirðingurinn Svavar Halldórsson kallar eftir bættu öryggi á ærslabelgjum eftir að tíu ára dóttir hans slasaðist á Víðistaðatúni. Tognaði hún eftir að hafa verið hrint af eldri dreng.

Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli
Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra.

Bein útsending: Ekki skúta upp á bak
Uppfært: Vegna tæknilegra örðugleika reyndist ekki unnt að streyma fundinum frá Grand Hótel. Unnið er að því að koma upptöku af fundinum inn á Vísi.

Hnífaburður gerður útlægur
Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings.

Nýtt björgunarskip til heimahafnar á Siglufirði
Eftir hádegi í dag kom nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin, til hafnar á Siglufirði.

Telur ekki rétt að loka svæðinu við Glym
Jarðverkfræðingur og björgunarsveitarmaður telur ekki rétt að loka gönguleiðum að Glym þrátt fyrir að svæðið sé vissulega hættulegt. Það hafi sýnt sig að lokanir hafi ekki tilætluð áhrif. Síðan árið 2014 hafa orðið 26 slys á svæðinu.

Er reiðhjólið klárt?
Daginn er tekinn að lengja og fleiri birtustundir færa okkur yl í hjartað. Birtan bræðir ísinn og færðin verður betri, þó enn megi gera ráð fyrir stöku svikavori.

Minnst níu hafa látist í sundlaugum hérlendis
Frá árinu 2000 hafa að minnsta kosti níu manns látist í sundlaugum hér á landi. Þrír hafa látist í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á síðustu þremur mánuðum. Hafþór B. Guðmundsson sérfræðingur á sviði sund og björgunarmála hefur kallað eftir að komið verði á laggirnar sérstakri rannsóknarnefnd sundlaugarslysa.

Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við
Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum.

Eldur vegna rafmagnstækja í hleðslu
Nýverið var sagt frá því í fréttum að fjölskylda hefði misst nær allar eigur sínar í eldi sem kviknaði út frá hleðslutæki fyrir síma sem staðsett var upp í rúmi í barnaherbergi.

Landsmenn minntir á strangar reglur er varða geymslu á bensíni
Umhverfisstofnun minnir landsmenn á að olíu skal meðhöndla með varúð og gæta þess að hún komist ekki með neinum hætti út í jarðveg, niðurföll, frárennslislagnir, vatnsföll eða aðra staði þar sem hún getur dreifst um og valdið mengun.

Bjargaði lífi litla bróður síns
Fimmtán ára piltur sem bjargaði bróður sínum þegar hann grófst undir snjóflóði í Hveragerði í fyrra segir það hafa verið versta augnablik lífs síns. Hin unga hetja var útnefnd skyndihjálparmanneskja ársins í dag.

Tími umhleypinga
Fátt er oftar rætt á Íslandi en veðrið. Íslendingar sem dvelja erlendis spyrja iðulega um veðrið á Íslandi og hafa oft furðu mikinn áhuga á því. Römm er veðurtaugin, enda ekki skrýtið þar sem veðurfar hefur í gegnum aldirnar haft mikil áhrif á daglegt líf og afkomu Íslendinga.