
Tónleikar á Íslandi

„Ég er mjög tilfinningarík manneskja“
„Ég hef elskað tónlist síðan ég man eftir mér,“ segir tónlistarkonan Fríd en hún var að gefa út plötuna REBIRTH. Blaðamaður tók púlsinn á henni og hennar skapandi hugarheimi.

Mugison gefur allt í órafmagnaða tónleika hjá Bylgjunni
Klukkan 20 í kvöld verða sýndir tónleikar með Mugison úr tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Mugison gefur allt í tónleikana eins og honum einum er lagið.

Baggalútur afhjúpar samstarf við frægan erlendan listamann
Ástsæla og sívinsæla sveitin Baggalútur var að senda frá sér myndband af áhugaverðum blaðamannafundi þeirra. Ástæðan er komandi jólatónleikatörn sveitarinnar og samstarf við tékkneska listamanninn og hönnuðinn Krištof Kintera..

„Verð alltaf aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði“
Listasafn Reykjavíkur iðaði af lífi síðastliðið laugardagskvöld þar sem Iceland Airwaves hátíðin náði hápunkti sínum og þolinmóðir tónleikagestir biðu í langri röð sem einkenndist þó aðallega af gleði og fjöri.

Óli Palli poppar Skagann upp
Skaga- og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, hefur verið í önnum við að skipuleggja mikla tónlistarhátíð í sínum heimabæ.

Morgunsólin skín á Íslenska listanum
Tónlistarmaðurinn Aron Can skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur með sanni náð góðum árangri í íslensku tónlistarlífi. Lagið hans Morgunsólin situr í áttunda sæti íslenska listans á FM þessa vikuna.

Burstar alltaf tennurnar rétt áður en hún stígur á svið
KUSK er listamannsnafn tónlistarkonunnar Kolbrúnar Óskarsdóttur en hún skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu þegar hún bar sigur úr býtum í Músíktilraunum. KUSK kemur fram á Airwaves í ár en hún var jafnframt að senda frá sér plötuna Skvaldur í dag. Blaðamaður tók púlsinn á KUSK.

Segir lausnina að finna í meiri kærleik og umburðarlyndi
„Þessi kærleikur og umburðarlyndi, þessi góðu öfl, þau eru til staðar, þau eru bara í loftinu. Þau eru í okkur! En það er stíflað og það þarf að losa um þessa stíflu og þá flæðir þetta bara af sjálfu sér,“ segir tónlistarmaðurinn KK í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni.

Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim
Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár.

„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“
Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir.

Varð ólétt á Eurovision og gefur út nýja tónlist
Söngkonan ZÖE hefur komið víða að í heimi tónlistarinnar en hún var meðal annars bakraddasöngkona fyrir Eurovision atriði okkar Íslendinga í Torino síðastliðinn maí. Það er mikið á döfinni hjá ZÖE þar sem hún á von á barni, er að senda frá sér nýtt lag og kemur fram á nokkrum tónleikum.

„Sandy og Danny, þetta klikkar ekki!“
Grease tónleikasýning verður í Laugardalshöllinni næsta laugardag þar sem tónlistin er í flutningi Stuðlabandsins og öll umgjörð í leikstjórn Gretu Salóme.

Hömlulaus og hamingjusamur í kvenmannsklæðum
„Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag.

Vinátta í Eurovision leiddi til tónleika í Hörpu
Portúgalska Eurovision söngkonan Maro kemur fram í Hörpu næstkomandi mánudagskvöld á tónleikum Systra í Kaldalóni. Vinskapurinn myndaðist á keppninni í Torino í vor og segjast Systur spenntar að taka á móti henni.

Skapa ævintýralegan heim með nýrri plötu
Hljómsveitin Sycamore Tree er skipuð Gunna Hilmarssyni og Ágústu Evu Erlendsdóttir. Þau voru að senda frá sér plötuna Colors en hún hefur verið í bígerð í yfir þrjú ár. Blaðamaður tók púlsinn á Gunna.

SSSÓL hleypir lesendum Vísis á æfingu
Hljómsveitin SSSÓL hitar upp fyrir væntanlega afmælistónleika í beinni á Vísi í dag. Sent verður út frá æfingu þeirra í Stúdíó Sýrlandi klukkan 14.

Raftónlistarhátíð í Reykjavík um helgina
Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram dagana sjötta til níunda október í Reykjavík en þetta í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin.

SSSÓL æfir í beinni útsendingu á Vísi
Hljómsveitin SSSÓL heldur afmælistónleika í Háskólabíó á laugardaginn eftir viku. Það er uppselt á seinni tónleikana og miðasala í fullum gangi fyrir fyrri tónleika kvöldsins.

Grease tónleikasýning í Laugardalshöllinni
Grease tónleikasýningin sem fram fer í Laugardalshöllinni 29. október, mun laða fram allt það helsta úr söngleiknum. Tónlistin í flutningi Stuðlabandsins, allir hópdansarnir, sagan og stemningin í frábærri leikstjórn Gretu Salóme í umgjörð sem ekki hefur sést hingað til hérlendis.

Frumsýning á nýju tónlistarmyndbandi Systra
Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi hljómsveitarinnar Systur við lagið Dusty Road. Þetta er fyrsti síngúll sem Systur senda frá sér eftir þátttöku þeirra í Eurovision í vor en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá sköpunarferlinu á bak við lagið og myndbandið.

Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina.

Alix Perez á Íslandi í fyrsta skipti
Tónlistarmaðurinn Alix Perez kemur fram á Húrra föstudaginn 9. september og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa.

Ætlar að synda í myrkrinu
Rex Pistols hefur vakið athygli fyrir tónlist sína í grasrótarhreyfingum íslensks tónlistarlífs. Rex Beckett, manneskjan á bak við verkefnið, heldur sína síðustu tónleika næstkomandi föstudag en ætlar svo að loka dyrunum í bili og hefja nýjan kafla. Blaðamaður tók púlsinn á Rex.

Tónleikum frestað með eins dags fyrirvara en verða haldnir 353 dögum síðar
Tónleikar Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í gær en var frestað með eins dags fyrirvara í fyrradag hafa fengið nýja dagsetningu. Samkvæmt tilkynningu skipuleggjenda munu þeir fara fram 11. ágúst 2023, eða 353 dögum eftir að þeir áttu fyrst að fara fram.

Sandy er komin með nýjan Danny
Jóhanna Guðrún, sem fer með hlutverk Sandy, er komin með nýjan Danny í Grease tónleikasýningunni og er það enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson sem tekur við hlutverkinu. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Grétu Salóme.

Hundrað þúsund krónur í vaskinn eftir frestunina
Viktor Klimazewski flaug til Reykjavíkur frá Egilsstöðum í gærmorgun til þess að fara á tónleika með Lewis Capaldi sem áttu að fara fram í kvöld. Tónleikunum var frestað nokkrum tímum síðar og eru Viktor og kærasta hans hundrað þúsund krónum fátækari þar til annað kemur í ljós.

Óleysanleg vandamál hafi valdið frestun tónleika Lewis Capaldi en fólk fái tjón bætt
Skipuleggjandi tónleika Lewis Capaldi segir óleysanleg vandamál hafa valdið því að það þurfti að fresta tónleikunum með eins dags fyrirvara. Jafnframt sagði hann að allir þeir sem vilja muni fá endurgreitt og að skipuleggjendur ætli að bæta fólki upp það fjárhagslega tjón sem frestunin hafi ollið.

Tónleikum Lewis Capaldi frestað vegna vandamála við framkvæmd þeirra
Tónleikum Skotans Lewis Capaldi, sem fara áttu fram í Laugardalshöll á morgun, hefur verið frestað vegna vandamáls sem upp kom við framkvæmd þeirra.

„Verður í vöðvaminninu að eilífu“
Hljómsveitin Systur tók eftirminnilega þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision síðastliðið vor. Systurnar, þær Sigga, Beta og Elín, hafa notið lífsins í sumar og eru nú í óðaönn að skipuleggja tónleikaferðalag um landið sem hefst á miðvikudaginn og stendur til 27. ágúst næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Systrum og fékk að heyra frá tónleikunum, væntanlegri smáskífu og lífinu eftir Eurovision.

Hljómsveitin Wilco á leið til landsins
Hljómsveitin Wilco er á leiðinni til landsins og mun koma fram á sínum fyrstu tónleikum hér á landi. Ekki er um staka tónleika að ræða heldur fara þeir fram þrjú kvöld í röð í Hörpu: Sjötta, sjöunda og áttunda apríl á næsta ári og eingöngu er hægt að kaupa passa fyrir alla þrjá tónleikana.