Kvennaverkfall

Fréttamynd

Ráð­herra vill skera niður laun kvenna sem halda hjólum sam­fé­lagsins gangandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Silfrinu í gærkvöld að ofbeldi gegn konum líktist farsótt sem taka þurfi á líkt og öðrum farsóttum. Þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar eru rétt og þessa farsótt verður að uppræta á íslenskum vinnumarkaði. Það kallar á endurmat á virði kvennastétta og viðhorfsbreytingu stjórnvalda sem með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi halda stórum kvennastéttum í helgreipum lágra launa.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttu­dagur

Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á þessum degi, 24. október, kvennaverkfallsdegi. Það er gleði yfir því hvað við erum margar að taka þátt, en líka reiði og sorg yfir því að við þurfum að gera það. Það eru 48 ár frá kvennafrídeginum fræga 1975 og þó margt hafi breyst til batnaðar þá erum við stödd hér.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fram stálp og stelpur!

Í dag leggja konur og kvár niður störf í áttunda skiptið á 48 árum. Á hverjum einasta degi síðan þá hefur einhver kona tekið einhvern slag. Eftir að hafa velt fyrir sér hvort það sé þess virði.

Skoðun
Fréttamynd

Of margar konur sem fá ekki stuðning

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn.

Innlent
Fréttamynd

Kallarðu þetta jafnrétti?

24. október árið 1975. Dagurinn þegar Ísland stöðvaðist, þegar konur lögðu niður störf og þegar þreytta húsmóðirin var krossfest á jólatré er mörgum sterkur í minni. Dagurinn þegar konur sýndu fram á mikilvægi þeirra á vinnumarkaði og innan samfélagsins alls.

Skoðun
Fréttamynd

Vaktin: Áfram rífandi stemming niðri í bæ

Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu merki þess mátti sjá í umferðinni í morgun sem var afar lítil. Þá eru margir vinnustaðir ansi tómlegir eða hreinlega lokaðir vegna verkfallsins.

Innlent
Fréttamynd

Jafnrétti hefur ekki verið náð í Kópavogi

Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum.

Skoðun
Fréttamynd

Munar þig um 47 milljónir?

Í dag eru 48 ár frá því að konur hér á landi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns og krefjast viðurkenningar á launuðu og ólaunuðu framlagi kvenna til samfélagsins. Talið er að um 90% kvenna hafi lagt niður störf þennan fyrsta kvennafrídag þann 24. október 1975.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert gerist af sjálfu sér

Ung var ég á Arnarhól árið 1975. Stelpuskott sem andaði að sér stemninguna og kraftinn. Ég man eftir mömmu að steyta hnefann til merkis um baráttuna og syngja hástöfum með. Ég kann öll þessi baráttulög og textarnir eru innbyggðir í minnið, sem er til merkis um hvað lögin voru sungin mikið og spiluð í útvarpi.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrir vinnu­staðir sem ekki leyfa þátt­töku í kvenna­frí­deginum

Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni.

Innlent
Fréttamynd

Sýnum sam­stöðu

Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn.

Skoðun
Fréttamynd

Allir hata konur og allt sökkar

Þriðjudaginn 24. október er Kvennaverkfall. Þá leggja konur og kvár niður störf til að mótmæla vanmati á störfum kvenna, kynbundnu ofbeldi og öðru óréttlæti sem fólk verður fyrir kyns síns vegna. Verkfallið er skipulagt af félagasamtökum sem berjast fyrir jafnrétti með ýmsum hætti og stéttarfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

At­vinnu­rek­endur verði að upp­lýsa konur af er­lendum upp­runa

Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar.

Innlent
Fréttamynd

Af dyggða­skreytingu Reykja­víkur­borgar

Mannekla á leikskólum Reykjavíkurborgar er ekki ný af nálinni. Borgarstjórarnir okkar tveir hafa farið mikinn í fjölmiðlum og við foreldra leikskólabarna um hvernig þeir hyggjast ætla að bæta úr þessum vanda með ýmiskonar aðgerðum en allt kemur fyrir ekki, það næst ekki að ráða í stöður á nýju leikskólunum sem hafa verið byggðir og þeir leikskólar sem eru nú þegar starfræktir eru margir hverjir illa mannaðir.

Skoðun
Fréttamynd

Mis­skilningur for­ystu­kvenna um jafn­réttis­mál

Í morgun birtist grein á vísi.is „Hver á að sinna ólaunuðum störfum?” eftir hóp í framkvæmdastjórn kvennaverkfalls. Í greininni gætir misskilnings um getu feðra til að annast börnin sín ef foreldrar búa ekki saman. Ég vonast til að geta leiðrétt hann með nokkrum dæmum.

Skoðun