Stj.mál Stefnir lífeyrissjóðunum ef ekki verður fallið frá skerðingu Öryrkjabandalag Íslands hyggst stefna þeim lífeyrissjóðum sem hafa ákveðið að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja ef ekki verður horfið frá þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar bandalagsins í gær. Innlent 22.9.2006 09:17 Erla Ósk Ásgeirsdóttir nýr formaður Heimdallar Erla Ósk Ásgeirsdóttir var í kvöld kjörin formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir starfsárið 2006 til 2007 á fjölmennasta aðalfundi í sögu félagsins. 1550 manns kusu. Innlent 21.9.2006 22:31 Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Innlent 21.9.2006 19:27 Katrín gefur kost á sér í annað sætið Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. Innlent 21.9.2006 16:08 Auður Lilja nýr formaður UVG Auður Lilja Erlingsdóttir var kosin formaður Ungra vinstri-grænna á landsfundi samtakanna sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í október. Innlent 21.9.2006 15:13 Farið að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fara að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og leyfa veiði á 45 þúsund rjúpum í haust. Þetta kom fram á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í dag. Innlent 21.9.2006 15:05 Gylfi sækist eftir þriðja til fjórða sætinu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hyggst gefa kost á sér í þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmununum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 21.9.2006 13:40 Íslensk lögregla búi við þrengri skorður en starfsbræður annars staðar Embætti Ríkislögreglustjóra ætlar ekki að tjá sig um fréttaflutning af því að lögregluyfirvöld rannsaki nú mál manns sem sagður er ógn við þjóðaröryggi. Dómsmálaráðherra segir lögreglu hér á landi búa við þrengri skorður til að rannsaka mál sem þessi. Innlent 21.9.2006 12:46 Segir tæki og tól ekki keypt heldur leigð Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. Innlent 21.9.2006 12:49 Stefnir í mikla stækkun íslenska landgrunnsins Það stefnir í að flatarmál íslenska landgrunnsins stækki um þrjátíu þúsund ferkílómetra á næstunni, eða um tæpan þriðjung af flatarmáli landsins. Innlent 21.9.2006 12:42 Ráðherra fjallar um rjúpnaveiðar í dag Umhverfisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í umhverfisráðuneytinu kl. 14 í dag þart sem fjallað verður um veiðar á rjúpu í haust. Eins og greint var frá í fréttum á dögunum leggur Náttúrufræðistofnun til við ráðuneytið að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna þess að stofninn sé á niðurleið eftir tveggja ára uppsveiflu. Innlent 21.9.2006 10:14 Arnbjörg býðst til að leiða sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í komandi kosningum til Alþingis. Innlent 21.9.2006 09:14 Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir því að skipa 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Lúðvík hefur setið á þingi í ellefu ár og var annar maður Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum. Innlent 20.9.2006 17:28 Pétur sækist eftir öðru til þriðja sæti Pétur H. Blöndal þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Pétur hefur setið á þingi frá árinu 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er meðal annar formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Innlent 20.9.2006 17:21 Íslendingar komnir styttra í lagfæringum á slysastöðum Íslendingar eru óumdeilanlega komnir styttra en aðrar Evrópuþjóðir í lagfæringum á slysastöðum á þjóðvegum og innan þéttbýlis að mati höfunda skýrslu um umferðaröryggi vegakerfa hér landi sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið. Innlent 20.9.2006 17:09 Forseti Íslands verðlaunaður fyrir forystu í umhverfismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hlaut í gær verðlaun Loftlagsstofnunarinnar í Washington, Climate Institute, fyrir forystu í umhverfismálum. Innlent 20.9.2006 17:05 Samkomulag um skiptingu landgrunns í Smugunni Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við fundinn undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, auk lögmanns Færeyja, samkomulag um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni. Innlent 20.9.2006 16:18 Karl gefur kost á sér í forystusæti í Norðvesturkjördæmi Karl V. Matthíasson, prestur og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Innlent 20.9.2006 12:35 Slys undirstriki mikilvægi Sundabrautar Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir umferðartafir sem urðu í gær vegna þess að vörubíll með tengivagn valt í Ártúnsbrekkunni, undirstika mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og Öskjuhliðargöng verði forgangsverkefni fremur en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Innlent 20.9.2006 10:29 Nýtt afl og Frjálslyndir sameinast Forystumenn Nýs afls og Frjálslynda flokksins hafa komist að samkomulagi um að sameina flokkana. Hefur forysta Nýs afls ákveðið að samtökunum verði breytt úr stjórnmálaflokki og hvetur stjórnin félagsmenn í Nýju afli til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Innlent 20.9.2006 10:00 Gefur kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kolbrún var í níunda sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu alþingiskosningar. Innlent 20.9.2006 09:12 Unnið að fjölskyldustefnu hjá Reykjavíkurborg Samþykkt var á fundi borgarastjórnar Reykjavíkur í dag að hefja vinnu við fjölskyldustefnu í Reykjavík. Markmiðið með henni er að tryggja að gætt sé að hagsmunum barna, unglinga og fjölskylnda við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum Reykjavíkurborgar. Innlent 19.9.2006 17:06 Ekki ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir fari fram Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram. Innlent 19.9.2006 16:50 Önundur S. Björnsson sækist eftir 2.-3. sæti í Suðurkjördæmi Önunundur S. Björnsson hyggst sækjast eftir öðru til þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið verður 4. nóvember næstkomandi vegna komandi þingkosninga. Innlent 19.9.2006 15:52 Nýr fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu Stefán Lárus Stefánsson hefur afhent Terry Davis, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins í Strassborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu með aðsetur í Strassborg. Innlent 19.9.2006 15:06 Allri gjaldtöku verði hætt í grunnskólum Borgarfulltrúar Vinstri - grænan hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi sem nú er hafinn um að allri gjaldtöku af nemendum í grunnskólum borgarinnar verði hætt haustið 2007, þar með talið gjaldtöku fyrir hádegismat og frístundaheimili. Innlent 19.9.2006 14:30 Segist ekki bjóða sig fram gegn Birni Guðlaugur Þór Þórðarson, sem sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir, segist ekki vera að bjóða sig fram gegn Birni. Innlent 19.9.2006 12:52 Frjálslyndir og Nýtt afl ræða sameiginlegt framboð Frjálslyndir og Nýtt afl ræða nú þessa dagana hvort flokkarnir ætli að bjóða sameiginlega fram í næstu alþingiskosningum. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, segir flokkana vera að ræða saman og að sameiginlegt framboð sé tvímælalaust sinn vilji og hafi verið það frá því fyrir síðustu þingkosningar. Innlent 19.9.2006 12:14 Sólveig gefur ekki kost á sér aftur Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu samkvæmt heimildum NFS. Sólveig var fyrst kosin á þing árið 1991 en þar á undan var hún varaþingmaður. Innlent 19.9.2006 12:07 Meginlínur samkomulags liggja fyrir Forsætisráðherra vonast til að hægt verði að kynna samkomulag Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarviðræðum fyrir helgi og í síðasta lagi eftir helgi. Meginlínur liggja þegar fyrir. Innlent 19.9.2006 11:58 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 187 ›
Stefnir lífeyrissjóðunum ef ekki verður fallið frá skerðingu Öryrkjabandalag Íslands hyggst stefna þeim lífeyrissjóðum sem hafa ákveðið að skerða eða fella niður lífeyrisgreiðslur til öryrkja ef ekki verður horfið frá þeirri framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar bandalagsins í gær. Innlent 22.9.2006 09:17
Erla Ósk Ásgeirsdóttir nýr formaður Heimdallar Erla Ósk Ásgeirsdóttir var í kvöld kjörin formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir starfsárið 2006 til 2007 á fjölmennasta aðalfundi í sögu félagsins. 1550 manns kusu. Innlent 21.9.2006 22:31
Hefðin ein aðalástæða þess að launamunur helst óbreyttur Óbreyttur launamunur kynjanna fjórða árið í röð eru mikil vonbrigði, að sögn félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands. Þar vísar hann í launakönnun VR sem birt var í gær. Ráðherrann telur hefðina eina aðalástæðu þess að launamunurinn haldist, þrátt fyrir mikla umræðu um jafnréttismál á Íslandi undanfarin ár. Innlent 21.9.2006 19:27
Katrín gefur kost á sér í annað sætið Katrín Júlíusdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi þingkosninga. Innlent 21.9.2006 16:08
Auður Lilja nýr formaður UVG Auður Lilja Erlingsdóttir var kosin formaður Ungra vinstri-grænna á landsfundi samtakanna sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Auður Lilja er 27 ára stjórnmálafræðingur og er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands í október. Innlent 21.9.2006 15:13
Farið að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Umhverfisráðherra hefur ákveðið að fara að ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar Íslands og leyfa veiði á 45 þúsund rjúpum í haust. Þetta kom fram á blaðamannafundi í umhverfisráðuneytinu í dag. Innlent 21.9.2006 15:05
Gylfi sækist eftir þriðja til fjórða sætinu Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, hyggst gefa kost á sér í þriðja til fjórða sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmununum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Innlent 21.9.2006 13:40
Íslensk lögregla búi við þrengri skorður en starfsbræður annars staðar Embætti Ríkislögreglustjóra ætlar ekki að tjá sig um fréttaflutning af því að lögregluyfirvöld rannsaki nú mál manns sem sagður er ógn við þjóðaröryggi. Dómsmálaráðherra segir lögreglu hér á landi búa við þrengri skorður til að rannsaka mál sem þessi. Innlent 21.9.2006 12:46
Segir tæki og tól ekki keypt heldur leigð Íslensk stjórnvöld munu leigja bæði snjóruðningstæki og tækjabúnað Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli ásamt ýmiss konar fjarskiptabúnaði af Bandaríkjamönnum þegar herinn hverfur endanlega af landi brott í næstu viku. Þetta hefur Suðurnesjablaðið Víkurfréttir eftir heimildarmönnum sínum. Innlent 21.9.2006 12:49
Stefnir í mikla stækkun íslenska landgrunnsins Það stefnir í að flatarmál íslenska landgrunnsins stækki um þrjátíu þúsund ferkílómetra á næstunni, eða um tæpan þriðjung af flatarmáli landsins. Innlent 21.9.2006 12:42
Ráðherra fjallar um rjúpnaveiðar í dag Umhverfisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar í umhverfisráðuneytinu kl. 14 í dag þart sem fjallað verður um veiðar á rjúpu í haust. Eins og greint var frá í fréttum á dögunum leggur Náttúrufræðistofnun til við ráðuneytið að dregið verði verulega úr rjúpnaveiðum í ár vegna þess að stofninn sé á niðurleið eftir tveggja ára uppsveiflu. Innlent 21.9.2006 10:14
Arnbjörg býðst til að leiða sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og formaður þingflokks sjálfstæðismanna, sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu í komandi kosningum til Alþingis. Innlent 21.9.2006 09:14
Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir því að skipa 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Lúðvík hefur setið á þingi í ellefu ár og var annar maður Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum. Innlent 20.9.2006 17:28
Pétur sækist eftir öðru til þriðja sæti Pétur H. Blöndal þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Pétur hefur setið á þingi frá árinu 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er meðal annar formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Innlent 20.9.2006 17:21
Íslendingar komnir styttra í lagfæringum á slysastöðum Íslendingar eru óumdeilanlega komnir styttra en aðrar Evrópuþjóðir í lagfæringum á slysastöðum á þjóðvegum og innan þéttbýlis að mati höfunda skýrslu um umferðaröryggi vegakerfa hér landi sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið. Innlent 20.9.2006 17:09
Forseti Íslands verðlaunaður fyrir forystu í umhverfismálum Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hlaut í gær verðlaun Loftlagsstofnunarinnar í Washington, Climate Institute, fyrir forystu í umhverfismálum. Innlent 20.9.2006 17:05
Samkomulag um skiptingu landgrunns í Smugunni Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við fundinn undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, auk lögmanns Færeyja, samkomulag um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni. Innlent 20.9.2006 16:18
Karl gefur kost á sér í forystusæti í Norðvesturkjördæmi Karl V. Matthíasson, prestur og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Innlent 20.9.2006 12:35
Slys undirstriki mikilvægi Sundabrautar Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir umferðartafir sem urðu í gær vegna þess að vörubíll með tengivagn valt í Ártúnsbrekkunni, undirstika mikilvægi þess að Sundabraut komi án tafar og Öskjuhliðargöng verði forgangsverkefni fremur en mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Innlent 20.9.2006 10:29
Nýtt afl og Frjálslyndir sameinast Forystumenn Nýs afls og Frjálslynda flokksins hafa komist að samkomulagi um að sameina flokkana. Hefur forysta Nýs afls ákveðið að samtökunum verði breytt úr stjórnmálaflokki og hvetur stjórnin félagsmenn í Nýju afli til að ganga í Frjálslynda flokkinn. Innlent 20.9.2006 10:00
Gefur kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjötta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kolbrún var í níunda sæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir síðustu alþingiskosningar. Innlent 20.9.2006 09:12
Unnið að fjölskyldustefnu hjá Reykjavíkurborg Samþykkt var á fundi borgarastjórnar Reykjavíkur í dag að hefja vinnu við fjölskyldustefnu í Reykjavík. Markmiðið með henni er að tryggja að gætt sé að hagsmunum barna, unglinga og fjölskylnda við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum Reykjavíkurborgar. Innlent 19.9.2006 17:06
Ekki ólíklegt að Katrín Jakobsdóttir fari fram Varaformaður Vinstri grænna segir ekki ólíklegt að hún fari fram í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir þinkosningarnar næsta vor. Bæði Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir ætla að bjóða sig fram. Innlent 19.9.2006 16:50
Önundur S. Björnsson sækist eftir 2.-3. sæti í Suðurkjördæmi Önunundur S. Björnsson hyggst sækjast eftir öðru til þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldið verður 4. nóvember næstkomandi vegna komandi þingkosninga. Innlent 19.9.2006 15:52
Nýr fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu Stefán Lárus Stefánsson hefur afhent Terry Davis, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins í Strassborg, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Evrópuráðinu með aðsetur í Strassborg. Innlent 19.9.2006 15:06
Allri gjaldtöku verði hætt í grunnskólum Borgarfulltrúar Vinstri - grænan hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi sem nú er hafinn um að allri gjaldtöku af nemendum í grunnskólum borgarinnar verði hætt haustið 2007, þar með talið gjaldtöku fyrir hádegismat og frístundaheimili. Innlent 19.9.2006 14:30
Segist ekki bjóða sig fram gegn Birni Guðlaugur Þór Þórðarson, sem sækist eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík, eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gerir, segist ekki vera að bjóða sig fram gegn Birni. Innlent 19.9.2006 12:52
Frjálslyndir og Nýtt afl ræða sameiginlegt framboð Frjálslyndir og Nýtt afl ræða nú þessa dagana hvort flokkarnir ætli að bjóða sameiginlega fram í næstu alþingiskosningum. Jón Magnússon, formaður Nýs afls, segir flokkana vera að ræða saman og að sameiginlegt framboð sé tvímælalaust sinn vilji og hafi verið það frá því fyrir síðustu þingkosningar. Innlent 19.9.2006 12:14
Sólveig gefur ekki kost á sér aftur Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu samkvæmt heimildum NFS. Sólveig var fyrst kosin á þing árið 1991 en þar á undan var hún varaþingmaður. Innlent 19.9.2006 12:07
Meginlínur samkomulags liggja fyrir Forsætisráðherra vonast til að hægt verði að kynna samkomulag Íslendinga og Bandaríkjamanna í varnarviðræðum fyrir helgi og í síðasta lagi eftir helgi. Meginlínur liggja þegar fyrir. Innlent 19.9.2006 11:58