Evrópudeild UEFA

Fréttamynd

Lech Poznan skellti Man. City

Pólska liðið Lech Poznan gerði sér lítið fyrir í kvöld og lagði Man. City í Evrópudeild UEFA, 3-1. Annað mark Poznan var afar skrautlegt. Varnarmaður City skallaði í Arboleda og af honum fór boltinn í netið. Arboleda tognaði síðan við að fagna markinu. Markið kom fimm mínútum fyrir leikslok. Þriðja markið kom síðan í uppbótartíma og það var þrumufleygur af löngu færi.

Fótbolti
Fréttamynd

Hodgson: Stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka

„Það var fullt af jákvæðum hlutum hjá okkur í þessum leik. Þetta var gott stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka þar sem að það vantaði menn í liðið," sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool eftir markalaust jafntefli Liverpool í Napóli í dag en Liverpool lék án Steven Gerrard og Fernando Torres.

Enski boltinn
Fréttamynd

Emmanuel Adebayor skoraði þrennu á móti Lech Poznan

Emmanuel Adebayor opnaði markareikninginn sinn hjá Manchester City með því að skora þrjú mörk í 3-1 sigri á pólska liðinu Lech Poznan í Evrópudeildinni í kvöld. Manchester City er í efsta sæti síns riðils með 7 stig og þriggja stiga forskot á Lech Poznan sem er áfram í 2. sætinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Edinson Cavani vera betri en Fernando Torres

Paolo Rossi, hetja Ítala á HM 1982, hefur mikla trú á 23 ára framherja Napoli-liðsins, Edinson Cavani, en Úrúgvæmaðurinn verður í sviðsljósinu þegar Napoli tekur á móti Liverpool í Evrópudeildinni annað kvöld. Rossi segir að eins og staðan sé í dag þá sé Edinson Cavani betri en Fernando Torres hjá Liverpool.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerrard og Torres fara ekki með til Napoli

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, heldur sig við þann sið að hvíla lykilleikmenn í Evrópudeildinni og hann hefur ákveðið að skilja þá Steven Gerrard og Fernando Torres eftir er liðið fer til Napolí.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópudeildin: Liverpool vann og Jóhann Berg skoraði

Fjölmargir leikir fóru fram í Evrópudeild UEFA í kvöld. Helst bar til tíðinda að ensku liðin Liverpool og Manchester City unnu sína leiki og að landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði í 2-1 sigri AZ Alkmaar á Sheriff Tiraspol.

Fótbolti
Fréttamynd

Richards: Við tökum Evrópudeildina alvarlega

Micah Richards, leikmaður Manchester City, segir félagið ætli að taka Evrópudeild UEFA alvarlega á tímabilinu og gera allt sem í valdi liðsins stendur til að vinna fyrsta titil félagsins í 34 ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Roque Santa Cruz kemst ekki í Evrópulið Manchester City

Það er hörð samkeppnin í liði Manchester City eftir að hver stórstjarnan á fætur annarri hefur verið keypt til liðsins. Roque Santa Cruz hefur fengið að kynnast því þar sem að hann kemst ekki í 25 manna hóp liðsins fyrir keppni í Evrópudeildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rúrik og félagar unnu í Skotlandi

Rúrik Gíslason og félagar í danska úrvalsdeildarfélaginu OB eru komnir áfram í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA eftir 3-0 samanlagðan sigur á Motherwell frá Skotlandi.

Fótbolti