Tennis

Fréttamynd

Ástralar vísa Djokovic úr landi

Yfirvöld í Ástralíu hafa tekið þá ákvörðun að fella vegabréfsáritun serbnesku tennisstjörnunnar Novak Djokovic úr gildi öðru sinni.

Sport
Fréttamynd

Djokovic ekki hleypt inn í Ástralíu

Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, fær ekki að fara inn í Ástralíu vegna vandræða í tengslum við vegabréfsáritunar hans. Hann er skráður til leiks í Opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst 17. janúar.

Sport
Fréttamynd

Áttu hálf­tíma langt sím­tal við Peng Shuai

For­svars­menn Al­þjóða­ólympíu­nefndarinnar ræddu við kín­versku tennis­konuna Peng Shuai í gegn um mynd­bands­sím­tal í hálf­tíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kín­verska sam­fé­lags­miðlinum Wei­bo þar sem hún sakaði Z­hang Gaoli, fyrr­verandi vara­for­seta Kína, um að hafa nauðgað sér.

Erlent
Fréttamynd

Segja Peng Shuai hafa verið á tennis­móti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar

Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast svara um Peng Shuai

Alþjóðatennissamband kvenna krefst þess að kínversk stjórnvöld bregðist við ásökunum tenniskonunnar Peng Shuai og að þau leggi fram sannanir um að hún sé örugg og á lífi. Að öðrum kosti muni sambandið ekki mæta til leiks á kínverskri grundu.

Erlent
Fréttamynd

Osaka hefur áhyggjur af týndu tenniskonunni

Naomi Osaka hefur áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai sem hefur ekki sést opinberlega síðan hún sakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína um kynferðisofbeldi.

Sport
Fréttamynd

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun

Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Erlent
Fréttamynd

Federer ekki meðal tíu bestu í heimi

Svisslendingurinn Roger Federer er ekki lengur meðal tíu bestu tennisspilara í heimi en nýr heimslisti var gefinn út í dag. Hinn fertugi Federer er þó hvergi hættur en hann er sem stendur að jafna sig af meiðslum á hné.

Sport