Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Aðsókn að gosstöðvunum aldrei verið minni

Þeim fækkar ört sem vilja gera sér ferð að gos­stöðvunum í Geldinga­dölum. Hraun hefur enda ekki sést koma upp úr gígnum í tæpar fjórar vikur, en það gerðist síðast þann 18. septem­ber. Á­höld eru uppi um hvort gosinu sé lokið eða hvort nú sé í gangi lengsta gos­hléið til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Sagan á bak við gula vestið hans Kristjáns Más

Gula vestið hans Kristjáns Más Unnarssonar, fréttamanns á Stöð 2, kannast eflaust allflestir landsmenn við eftir að Kristján mætti klæddur í það í myndver Stöðvar 2 í ágúst 2014 þegar eldgos í Holuhrauni var við það að hefjast. En hver er skýringin á bak við Gula vestið? 

Lífið
Fréttamynd

Skjálfti af stærðinni 3,2 við Keili

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð um tvo kílómetra suðsuðvestur af Keili nú á tíunda tímanum. Um er að ræða átjánda skjálftann sem er yfir 3 að stærð í yfirstandandi hrinu.

Innlent
Fréttamynd

Sjaldgæfur skjálfti á Mýrunum

Snarpur jarðskjálfti mældist í eldstöðvakerfi Ljósufjalla á Vesturlandi í morgun. Skjálftinn var 2,9 að stærð og er sá annars stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum í ár.

Innlent
Fréttamynd

Kvika gæti verið að finna sér nýja leið til yfirborðs

Dregið hefur úr stærð skjálftanna við Keili undanfarna daga en virknin er þó enn mikil. Um 8800 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn. Ekki er hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi. 

Innlent
Fréttamynd

Engin skýr merki um kviku við Keili

Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti stóri kom rétt fyrir miðnætti

Síðasti stóri skjálftinn á Reykjanesskaga í grennd við Keili kom rétt fyrir miðnættið. Sá mældist þrjú stig en síðan þá hefur verið heldur rólegra á svæðinu og engir skjálftar hafa náð tveimur stigum.

Innlent
Fréttamynd

Einn upp á þrjú stig í nótt

Enn skelfur jörð í grennd við Keili og í nótt klukkan kortér yfir tvö kom skjálfti sem mældist þrjú stig að stærð. Sá var á 5,6 kílómetra dýpi og átti hann upptök sín 1,1 kílómetra SSV af Keili.

Innlent
Fréttamynd

Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending

Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálfti þessarar hrinu

Snarpur skjálfti fannst á suðvestanverðu landinu klukkan 15:32 í dag. Meðal annars fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og varð hans einnig vart í Borgarnesi.

Innlent